Morgunblaðið - 14.11.2016, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. NÓVEMBER 2016
Grísk jógúrt
Ofurfæða! Stútfull af góðri fitu og próteini
Lífrænar
mjólkurvörur
www.biobu.is
Morgunmatur:
Grísk jógúrt, múslí, sletta
af agave
Eftirréttur:
Grísk jógúrt, kakó, agave
chia fræ
Köld sósa:
Grísk jógúrt, handfylli rifin gúrka,
2 hvítlauksrif, salt og pipar
Páll Steingrímsson
kvikmyndagerð-
armaður er fallinn
frá, 86 ára að aldri.
Páll fæddist í Vest-
mannaeyjum 25. júlí
1930. Hann lauk prófi
frá Kennaraskóla Ís-
lands 1951 en lagði
auk þess stund á bók-
menntir, líffræði- og
myndlistanám í Kaup-
mannahöfn. Þá út-
skrifaðist Páll frá
kvikmyndadeildinni í
New York-háskóla ár-
ið 1972.
Páll var farsæll kvikmyndagerð-
armaður sem lagði áherslu á gerð
heimildarmynda um náttúru, dýra-
líf og tengsl mannsins við náttúr-
una. Eftir hann liggja fjölmargar
heimildarmyndir, þar á meðal Eld-
eyjan (1973), Hvalakyn og hval-
veiðar (1988), Oddaflug (1993) og
Öræfakyrrð (2004). Páll stofnaði
framleiðslufyrirtækið Kvik sf.
ásamt Ernst Kettler og Ásgeiri
Long í upphafi árs 1973 og starfaði
að kvikmyndagerð allt til dauða-
dags. Síðustu árin starfaði hann
mest með þeim Ólafi Ragnari Hall-
dórssyni og Friðþjófi Helgasyni.
Páll var einn af stofnendum Fé-
lags kvikmyndagerð-
armanna og formað-
ur þess um tíma.
Hann hlaut fjölmarg-
ar viðurkenningar
fyrir störf sín, til að
mynda heiðurs-
verðlaun Íslensku
kvikmynda- og sjón-
varpsakademíunnar
árið 2004 og fjöl-
miðlaverðlaun um-
hverfis- og auðlinda-
ráðuneytisins árið
2013. Í rökstuðningi
dómnefndar sagði:
„Starf Páls að
fræðslu og vernd íslenskrar nátt-
úru er langt og farsælt og hefur
borið hróður hans og landsins um
heimsbyggðina.“ Þá var Páll
sæmdur fálkaorðu forseta Íslands
árið 2005.
Páll leitaði víða um heiminn að
efni í myndir sínar en Vestmanna-
eyjar og sérstaklega Hellisey voru
sífellt í huga hans. Segja má að
Páll hafi alltaf verið á leiðinni
þangað eða þaðan með nýjar hug-
myndir í farteskinu.
Páll lætur eftir sig þrjú upp-
komin börn, Gunnhildi, Steingrím
Dufþak og Sylvíu, barnabörn og
barnabarnabörn.
Páll Steingrímsson
Guðjón Lárusson
læknir lést föstudaginn
11. nóvember sl., 88
ára að aldri.
Guðjón útskrifaðist
úr læknadeild Háskóla
Íslands árið 1956 og
stundaði síðar sér-
fræðinám í lyflæknis-
og innkirtlafræði við
Mayo Clinic/Mayo
Foundation í Banda-
ríkjunum frá árinu
1958 til 1961.
Hann hlaut almennt
lækningaleyfi og sér-
fræðingsleyfi í lyflækn-
ingum með sérstöku tilliti til efna-
skiptasjúkdóma árið 1962.
Guðjón sótti einnig námskeið víða
um heim um lyflæknis- og inn-
kirtlafræði, meðal annars árleg
námskeið í Cook County Graduate
School of Medicine og síðar Nation-
al Center for Advanced Medical
Education í Chicago.
Starfsferil sinn hóf hann sem
kandídat á Landakotsspítala og
starfaði hann einnig á Mayo Clinic,
St. Mary’s hospital og Methodist
Hospital í Rochester í Minnesota í
Bandaríkjunum.
Hann starfaði lengst af sem sér-
fræðingur á lyflækningadeild
Landakotsspítala, eða
frá 1964 til 1995, en
einnig sem sérfræð-
ingur við öldrunar-
lækningadeild Borgar-
spítalans að
Landakoti.
Á árunum 1961 til
1964 starfaði Guðjón
sem fyrsti og annar
aðstoðarlæknir á
Borgarspítalanum í
Reykjavík.
Guðjón var læknir
við Elli- og hjúkr-
unarheimilið Grund
frá því árið 1985 og
þar til hann lauk starfsferli sínum.
Hann stofnaði ásamt fleirum
Læknastöðina hf. og starfaði þar
frá 1962.
Guðjón sinnti stundakennslu við
læknadeild Háskóla Íslands frá
1964 til 1995.
Guðjón var ritari Læknafélags
Reykjavíkur frá 1964 til 1966 og
einnig var hann ritari Læknafélags-
ins Eirar um margra ára skeið.
Guðjón lætur eftir sig eiginkonu,
Auði Guðmundsdóttur húsfreyju, og
fjóra uppkomna syni, þá Lárus
Guðjónsson, Guðmund Guðjónsson,
Stefán Örn Guðjónsson og Jóhann-
es Sturlu Guðjónsson.
Andlát
Guðjón Lárusson
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Minjastofnun bárust samtals ellefu
tilboð í átaksverkefni í skráningu
strandminja, að sögn Guðmundar
Stefáns Sigurðarsonar, fornleifa-
fræðings og verkefnisstjóra hjá
Minjastofnun. Tilboðum átti að skila
fyrir 1. nóvember sl.
Um er að ræða skráningu strand-
minja á þremur svæðum. Svæði 1 er
Reykjanes frá Reykjanestá að Garð-
skaga og bárust þrjú tilboð í það.
Um er að ræða tæplega 60 km af
strandlengju. Svæði 2 er Snæfells-
nes frá Hellnum að Ólafsvík og bár-
ust tvö tilboð í það. Svæðið var mælt
u.þ.b. 50 km af strandlengju. Svæði
3 er frá Hrafnseyri við Arnarfjörð að
Þingeyri við Dýrafjörð og bárust
fjögur tilboð í það. Það er um 50 km
strandlengja.
Auk þess bárust tvö tilboð um
skráningu á öllum svæðunum í heild.
Stefnt er að því að ganga frá samn-
ingum um skráningarnar síðar í
þessari viku eða í næstu viku.
Fjöldi minja er í hættu
Minjastofnun fékk tíu milljónir á
fjárlögum til verkefnisins. Þar af
hefur hluti fjárhæðarinnar farið í
beinan kostnað sem stofnunin hefur
haft af verkefninu. Ætlunin er að
verja því sem eftir er, stærstum
hluta fjárhæðarinnar, í skráningu
þessara þriggja svæða.
Samkvæmt verklýsingu á heima-
síðu Minjastofnunar er markmið
skráninga strandminja að meta áhrif
landbrots á minjar og mannvirki á
strandlengjunni og draga fram staði
sem eru í hættu. „Landbrot er víða
alvarlegt vandamál við strendur
landsins og ljóst að fjöldi minja er í
hættu af þeim sökum. Til að bregð-
ast við vandanum fékk Minjastofnun
Íslands sérstaka fjárveitingu frá Al-
þingi til að hefja þá vinnu sem nauð-
synleg er til að leggja mat á umfang
og ástand strandminja umhverfis
landið. Fornleifar hafa aðeins verið
skráðar á litlum hluta strandlengj-
unnar sem er alls um 5.000 km
löng.“
Gert er ráð fyrir að verkefnið
verði unnið á eins skömmum tíma og
mögulegt er. Vinna skal hefjast um
leið og gengið hefur verið frá samn-
ingum. Ljúka þarf eins stórum hluta
verksins og mögulegt er fyrir lok
þessa árs, að teknu tilliti til veður-
fars og annarra aðstæðna sem geta
tafið verkið.
Kanna á allar minjar innan 50
metra frá mörkum stórstraumsflóðs
og á að mæla þær upp á vettvangi
samkvæmt stöðlum Minjastofnunar
frá 2013. GPS-tæki er notað til mæl-
inganna. Einnig á að ljósmynda
minjarnar og lýsa þeim. Gert er ráð
fyrir hefðbundnum undirbúningi
fyrir skráninguna. Þannig þarf að
fara í gegnum allar helstu heimildir,
örnefnaskrár, fornbréfasafn,
byggðasögurit, afla túnakorta
o.s.frv.
Áhrif landbrots á minjar
og mannvirki metin
Átak í skráningu strandminja Þrjú verkefni boðin út
Morgunblaðið/ÞÖK
Garðskagi Gengið verður með strandlengjunni og minjar og mannvirki
skráð skipulega með GPS-tækjum. Ljósmynda á minjarnar og lýsa þeim.