Morgunblaðið - 19.11.2016, Side 19

Morgunblaðið - 19.11.2016, Side 19
FRÉTTIR 19Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 2016 Umhverfisvernd er hluti af samfélagslegri ábyrgð. Berðu saman plastpoka og fjölnota poka. Eftir það berðu bara fjölnota poka. FJÖLNOTA KOSTAR MINNA – LÍKA FYRIR UMHVERFIÐ! E N N E M M / S ÍA SVARTUR sterkur og notadrjúgur120KR. 150KR. GRÁRmeð hólfumfyrir flöskurRAUÐURléttur ogpassar í veski180KR. Sveitarfélagið Skagafjörður hlaut ný- verið tvo styrki úr húsafriðunarsjóði til undirbúnings á tillögum að vernd- arsvæðum í byggð. Styrkirnir snúa ann- ars vegar að „gamla bæjarhlutanum“ á Sauðárkróki og hins vegar að kvosinni á Hofsósi. Viggó Jónsson, formaður skipulags- og byggingarnefndar Skaga- fjarðar, segir hugmyndir hafa legið í loftinu í nokkurn tíma. „Við höfum verið að velta þessum svæðum fyrir okkur. Hvernig við viljum skilgreina þau og hvernig við viljum að þau líti út til fram- tíðar.“ Viggó segir að tillögur verði unnar í samráði við íbúa en bæði svæðin eru hluti af gamalli byggð. „Við viljum byggja upp og vernda það sem fyrir er, þannig að það tóni við þessa gömlu mynd. Sauðárkrókur var einu sinni klofinn með Sauðá en ánni var breytt og nú fer hún í aðra átt. Bærinn hefur þar af leiðandi breyst en það eru ör- nefni og annað í bænum sem við vilj- um vinna með.“ Viggó segir verkefnin snúa bæði að íbúum sveitarfélagsins og ferðamönn- um. „Við erum að reyna að kortleggja hvað það er sem er áhugavert við þessa staði. Þetta snýst líka um að horfa til ferðamannsins. Að hann vilji koma, staldra við hjá okkur og skoða.“ Vilja byggja upp og vernda það sem fyrir er Morgunblaðið/Sigurður Bogi Sauðárkrókur Sveitarfélagið Skagafjörður vinnur að tillögum um hvern- ig megi byggja upp og vernda „gamla bæjarhlutann“ á Sauðárkróki. Bæta þarf flutningskerfi raforku, ljósleiðaratengingar og vegi til þess að styrkja byggð á svæðinu frá Markarfljóti og austur í Öræfa- sveit. Þetta kemur fram í skýrslu starfshóps á vegum forsætisráð- herra sem kom með tillögur til við- reisnar byggðum á þessu svæði. Skýrslan var kynnt í gær og hefur ríkisstjórnin fjallað um málið. Er því nú beint til ráðuneyta að skoða efni skýrslunnar og gera tillögur um framkvæmd og fjármögnun ein- staka verkefna. Austursveitir á Suðurlandi búa yfir margvíslegum tækifærum, seg- ir starfshópurinn. Náttúra þar sé sérstök enda geri stór hluti þeirra erlendu ferðamanna sem koma til Íslands sér erindi þangað. Upp- bygging innviða hafi þó ekki fylgt auknum ferðamannastraumi eftir og því þurfi að bregðast við. Hvað samgöngumál áhrærir er sagt að breikka þurfi vegi og brýr og undirbúa nýtt vegstæði um Mýrdal með jarðgöngum í gegnum Reynis- fjall. Þá verði héraðinu til góðs að efla fræðslustarf, heilbrigðisþjón- ustu, landvörslu, löggæslu og sjálf- bæra nýtingu hvers konar náttúru- auðlinda. Í því sambandi er nefndur jarðvangurinn Katla Geopark. Starfsemi hans er meðal annars ætlað að efla svæðið og byggð þar á forsendum náttúrunnar, en á þess- um slóðum eru til dæmis öflugar og virkar eldstöðvar, jöklar og önnur síkvik reginöfl. sbs@mbl.is Efla byggð með sterkari innviðum  Frá Markarfljóti til Öræfasveitar Morgunblaðið/Sigurður Bogi Mýrdalur Horft yfir Víkurkauptún. Petr Pavel, hers- höfðingi og for- maður hermála- nefndar NATO, flytur fyrirlestur á hádegisfundi Varðbergs í Nor- ræna húsinu mánudaginn 21. nóvember klukk- an 12 til 13. Heiti fyrirlestursins er: NATO – nýjar áskoranir í Norður-Evrópu. Í tilkynningu frá Varðbergi segir að undanfarin misseri hafi sú breyt- ing orðið á stöðu öryggismála í Evr- ópu að meiri athygli en áður beinist að jaðarsvæðunum í suðri og norðri. Spenna hafi vaxið á Eystrasalti og fjögur herfylki undir merkjum NATO verði á næsta ári flutt til Eistlands, Lettlands, Litháens og Póllands. Á Varðbergsfundinum gef- ist einstakt tækifæri til að kynnast viðhorfi formanns hermálanefndar NATO til nýrra áskorana banda- lagsins í Norður-Evrópu. Fyrirlestur um öryggi í Evrópu Petr Pavel

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.