Morgunblaðið - 19.11.2016, Síða 42

Morgunblaðið - 19.11.2016, Síða 42
42 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 2016 ✝ Soffía AddaAndersen fæddist 3. júlí 1941 á Siglufirði. Hún lést 13. nóvember 2016 á Heilbrigðis- stofnun Fjalla- byggðar. Foreldrar henn- ar voru Georg And- ersen, f. 20. nóv- ember 1886, d. 1. febrúar 1970, og Margrét Jónsdóttir Andersen, f. 19. mars 1910, d. 10. ágúst 1989. Systkini samfeðra: Jón Alfreð Andersen, f. 1910, d. 1989, Hed- vig Hulda Andersen, f. 1914, d. 1991, Emil Helgi Andersen, f. 1919, d. 1971, Ingvald Olaf And- ersen, f. 1923, d. 2012. Sam- mæðra: Agnar Bjarg Jónsson, f. 1937. Alsystkini: Hertha Sylvía Andersen, f. 1939, Sigríður María Bjarnrún Andersen, f. 1943, Guðrún Inga Andersen, f. sett í Reykjavík, gift Björgvini Sigurðssyni og eiga þau þrjú börn og fjögur barnabörn. Sonur: Jóhann Þór Ragnars- son, f. 3. nóvember 1965. Búsett- ur í Grundarfirði, kvæntur Haf- dísi Fjólu Bjarnadóttur Olsen og eiga þau tvær dætur. Dóttir: Ragna Ragnarsdóttir, f. 24. febrúar 1969. Búsett á Siglufirði, gift Guðmundi Ólafi Einarssyni og eiga þau þrjú börn og eitt barnabarn. Sonur: Gunnar Ásgrímur Ragnarsson, f. 13. janúar 1986. Búsettur á Selfossi, kvæntur Viktoríu Arnþórsdóttur. Soffía var tekin í fóstur til móðursystur sinnar, Soffíu Jóns- dóttur, og Adólfs Albertssonar þegar hún var níu ára gömul. Hún stundaði nám við Kvenna- skólann í Reykjavík en sneri aft- ur til Siglufjarðar 16 ára gömul. Hún vann hin ýmsu versl- unarstörf á Siglufirði, einnig vann hún við ræstingar hjá Síld- arverksmiðjum ríkisins og Grunnskóla Siglufjarðar. Hún tók þátt í ýmsum félagsstörfum. Útför Soffíu fer fram frá Siglufjarðarkirkju í dag, 19. nóv- ember 2016, klukkan 14. 1945, Kristín Ardís Andersen, f. 1947, og Þórður Georg Andersen, f. 1950. Soffía giftist eft- irlifandi eiginmanni sínum, Ragnari Magnúsi Helgasyni, f. 14. september 1926, hinn 26. sept- ember 1959 og eignuðust þau sam- an sex börn. Dóttir Soffíu og fósturdóttir Ragnars: Margrét Andersen Frí- mannsdóttir, f. 2. júlí 1958, bú- sett á Akranesi, gift Bergi Garð- arssyni og eiga þau fjórar dætur, níu barnabörn og er eitt þeirra látið. Sonur: Georg Ragnarsson, f. 30. ágúst 1960, búsettur í Nes- kaupstað, fráskilinn, hann á þrjú börn og fjögur barnabörn. Dóttir: Ólafía Pálína Ragnars- dóttir, f. 6. september 1961. Bú- Elsku mamma og tengda- mamma, þá er komið að kveðju- stund og það allt of snemma, 75 ár finnst okkur ekki hár aldur en við ráðum ekki við örlögin. Þú tókst á við veikindi þín af þvílíku æðruleysi að það var að- dáunarvert. Ég þakka fyrir að hafa náð að hitta þig fyrir rúmum tveimur vikum, en þá varstu hress og hlakkaðir mikið til að fá alla norður til að fagna afmælum ykkar pabba. Þökkum við enn meira fyrir að það tókst og náðum við öll að kveðja þig en þú ákvaðst að kveðja þetta líf daginn eftir veisluna. Þótt ég hafi ekki alist upp hjá þér varst þú aldrei langt undan, svo til í næsta húsi, og komst því að uppeldinu eins og þú vildir. Margar minningar koma upp í hugann en besta minningin er þegar ég átti mína elstu dóttur og þitt fyrsta barnabarn, en þú varst viðstödd fæðingu hennar. Stoltið og gleðin þegar þú fékkst hana í fangið var þvílík að það gleymist aldrei. Afkomendur eru margir og varst þú dugleg að fylgjast með þeim öllum, vildir alltaf vita hvernig allir hefðu það og ef eitthvað bjátaði á vildir þú fá upplýsingar daglega. Mikið var maður glaður þeg- ar þú lærðir að nota fésbókina, en þar gastu fylgst með öllum og séð myndir af litlu krílunum þínum því alltaf var hópurinn þinn að stækka og alltaf settir þú fallegar athugasemdir við allar færslur. Alltaf tókstu vel á móti okkur þegar við vorum að koma norð- ur og reyndum við að koma eins oft og við gátum fyrst eftir að við fluttum frá Siglufirði, en komum því miður sjaldnar í seinni tíð. Spil, bingó og fótbolti voru þín áhugamál og náðir þú að stunda þau svo til alveg fram á síðasta dag. En nú kveðjum við þig, elsku mamma og tengdamamma, og þökkum fyrir allt og biðjum að þú hvílir í friði. Þín dóttir og tengdasonur, Margrét (Maggý) og Bergur (Beggi). Elsku amma Soffía, það er með þakklæti og gleði sem við leiðum hugann að pínulitla gula húsinu ykkar afa á Grundargöt- unni og rifjum upp gamlar minningar. Afi að bardúsa eitthvað í garðinum, yfirleitt að sinna kartöfluræktinni sinni, og þú í eldhúsglugganum með bestu nýbökuðu kleinurnar á boðstól- um með spilastokkinn í hönd- unum að leggja kapal. Myndir af fjölskyldunni uppi um alla veggi og fótbolti í sjón- varpinu. Þetta eru góðar minn- ingar. Það er ótrúlegt að hugsa til þess að þarna hafi heilu stórfjöl- skyldurnar borðað saman, oft- ast nokkra heila kjúklinga með öllu tilheyrandi. Við munum svo sannarlega sakna þess að koma á Sigló og kíkja á ykkur afa í litla gula húsinu á Grundargöt- unni, sitja þétt upp við næsta mann og borða með diskana okkar í kjöltunni. Síðustu ár hafa samfélags- miðlarnir fært þig nær okkur og gert þér kleift að fylgjast með okkur og börnunum okkar og það var alltaf komið „comment“ frá ömmu Soffíu undir flest allt sem við settum þar inn, sérstak- lega myndirnar af börnunum okkar. Það yljaði alltaf. Við hefðum svo viljað hafa þig lengur hjá okkur, getað hitt þig oftar og að yngstu barna- barnabörnin fengju að kynnast þér. En lífið er ekki alltaf eins og við viljum hafa það, það vit- um við. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jóns) Hvíl í friði, elsku amma. Þínar ömmustelpur, Birgitta Þórey, Hafdís, Berglind og Díana. Soffía Adda Andersen „Hvað ertu að segja, en hvað er gaman að heyra þetta,“ sagði Þura og sló sér á læri, þegar litlir fætur hlupu yfir til hennar í hvert sinn sem eitthvað lítið eða stórt gerðist í þeirra lífi og fengu að launum þessa setningu sem geislaði af hjartahlýju og kær- leika. Því ekki var hægt að fagna litlum eða stórum sigrum í lífinu nema að hún tæki þátt í þeim. Að fá að alast upp í sama húsi og Þura voru forréttindi sem við systkinin erum svo þakklát fyrir að hafa fengið. Kærleikurinn, þolinmæðin og alúðin sem hún sýndi okkur og það sem hún kenndi okkur er fjársjóður sem við munum alltaf geyma. Hún passaði upp á það að okkur væri ekki kalt á fótunum og tók á móti okkur þegar við komum inn. Hjálpaði okkur að klæða okkur úr og setti ullarsokkana á ofninn til þess að við hefðum alltaf hlýja sokka til að fara í þegar við færum út aftur, ef við vöknuðum snemma var alltaf hægt að hlaupa yfir með sæng- ina og fá hafragraut í morgun- mat. Hún kenndi okkur að prjóna og hekla og gera handa- vinnu. Eldhúsið og handavinnan var hennar svið. Þar urðu til kræsingar og listaverk sem hún töfraði fram frá grunni. Að fá að sitja og horfa á hana elda og Þuríður Gísladóttir ✝ Þuríður Gísla-dóttir fæddist 6. júlí 1925. Hún lést 30. október 2016. Jarðsett var 12. nóvember 2016. gera handavinnu með sinni hóg- værð, alúð og gleði sem alltaf fylgdi nærveru hennar er minning sem við munum alltaf geyma hjá okkur. Á meðan við bjuggum á Kirkju- bóli vorum við svo heppin að eignast auka „ömmur og afa“, þetta var öðruvísi upplifun en flestir jafnaldrar okkar fengu og svo sannarlega forrétt- indi að fá að kynnast þeim öll- um, Þuru, Inga og Jóhönnu, og gerir okkur að betri manneskj- um fyrir vikið. Hér fer ljóð sem Ingi orti þegar hann hugsaði heim til hennar úr ferðalagi sem lýsir Þuru svo vel. Er fagran stað ég finn á góðum degi og fegurð lífsins hlær á mínum vegi mig langar til að líta í augun þín á ljómann sem frá gleði þinni skín. Og vegna þess er alltaf eins og dragi úr yndi mínu á þessu ferðalagi, og gæfa þess, hún geislar ekki af þér, og gleði þín er ekki nærri mér. (GIK.) Elsku Sigurleifur, Þórhildur, Guðmundur Ingi og Benedikt, við sendum ykkur okkar inni- legu samúðarkveðjur. Með þakklæti og söknuði þökkum við fyrir okkur, elsku Þura. Þín Kristín Guðný, Ólína Adda, Finnbogi Dagur og Anna Þuríður. ✝ ÞuríðurBjörnsdóttir fæddist á Kleppu- stöðum í Stranda- sýslu 9. október 1934. Hún lést 23. september 2016. Foreldrar henn- ar voru Björn Sig- urðsson frá Grænanesi í Strandasýslu, f. 21. júní 1894, d. 5. september 1980, og Elín Sig- urðardóttir frá Geirmund- arstöðum í Selárdal í Stranda- sýslu, f. 26. febrúar 1898, d. 24. ágúst 1974. Systk- ini Sigríðar voru í aldursröð: Ing- ólfur, Sigurmund- ur, Þórdís, Sigrún Guðbjörg, Sig- urlaug, Sigurður Kristján, Guð- mundur, Ólöf Sess- elja, Arndís, Þur- íður og Skúli. Þuríður giftist Kára Kristjánssyni og þau eignuðust eina dóttur, Elínu Helgu, og hún á tvö börn. Útförin fór fram 5. október 2016. Dal einn vænan ég veit, verndar Drottinn þann reit. Allt hið besta þar blómgast hann lætur. Þar er loftið svo tært, þar er ljósblikið skært. Þar af lynginu er ilmurinn sætur. (Hugrún) Mig langar til að minnast elsku systur minnar í fáum orðum og þakka henni fyrir samfylgdina. Þuríður var næstyngst af 12 systkinum á Kleppustöðum. Hún var mikil persóna, bæði dugleg og fjörmikil. Systkinahópurinn var mjög samrýndur í uppvextinum og það var oft mjög fjörugt á stóru heim- ili. Það var mikið sungið og spilað á hljóðfæri. Þuríður spilaði á harmónikku og gítar og hafði líka einstaklega góða söngrödd. Þegar hún fór á húsmæðraskólann á Ísa- firði var þar starfandi kór og hún var fengin til að syngja einsöng með kórnum og var hvött til að læra söng. Þegar Þuríður var unglingur flutti hún með okkur Guðmundi bróður að Stakkanesi til að að- stoða aldraða móðurforeldra okk- ar. Þuríður var mjög uppátækja- söm og skemmtilega stríðin og þar styrktust enn betur systraböndin sem tengdu okkur alla tíð. Mér þótti mjög erfitt að kveðja systur mína þegar ég flutti frá Stakka- nesi til að stofna mitt eigið heimili. Þuríður stofnaði heimili á Ak- ureyri og bjó þar til æviloka. Þuríður var alveg einstaklega dugleg kona og ósérhlífin. Hún var líka listræn og málaði mjög fallegar myndir. Mig langar til að þakka henni fyrir að taka á móti og hýsa dóttur mína þegar hún hóf nám í Menntaskólanum á Akureyri og þakka henni fyrir að halda okkur myndarlega veislu við útskrift hennar. Okkur Þuríði þótti ákaflega vænt hvorri um aðra og töluðum mikið saman í síma í gegnum árin. Ég kveð elsku systur mína með kærri þökk fyrir samfylgdina og geymi í huga mér minningu um kæra systur. Guðbjörg S. Björnsdóttir frá Kleppustöðum. Þuríður Björnsdóttir Harpa Heimisdóttir Útfararstjóri Hrafnhildur Scheving Útfararþjónusta Kirkjulundur 19  210 Garðabær sími 842 0204  www.harpautfor.is Innilegar þakkir fyrir samúð, hlýhug og vináttu vegna andláts og útfarar elskulegs eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og langafa, HILMARS GUÐBRANDSSONAR, Gullsmára 7, áður til heimilis í Hraunbæ 132. Guð blessi ykkur öll. . Bjarney Guðjónsdóttir Helga Hilmarsdóttir Örn Þráinsson Guðjón Hilmarsson S. Ingibjörg Jósefsdóttir Bragi Hilmarsson Björk Norðdahl Arnar Hilmarsson Margrét Guðmundsdóttir Arndís Hilmarsdóttir Guðmundur Mar Magnússon afabörn og langafabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÞÓRHILDUR BJÖRG EINARSDÓTTIR, Blásölum 24, Kópavogi, lést á líknardeild Landspítalans að kvöldi 8. nóvember. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. . Sæmundur Heimir Guðmundsson, Guðmundur Sæmundsson, Mekkín Ísleifsdóttir, Elísabet Sæmundsdóttir, Ragnar Hafberg Harðarson, barnabörn og barnabarnabörn. Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við fráfall HARÐAR GUÐMANNSSONAR frá Skálabrekku. . Guðrún Þóra Guðmannsdóttir, Óskar Arnar Hilmarsson, Guðmann Reynir Hilmarsson, Guðmann Ólafsson, Jón Ólafur Ólafsson, Hilmar Geir Óskarsson, Þórey Erna Guðmannsdóttir og fjölskyldur. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, VILHJÁLMUR STEFÁN GUÐLAUGSSON húsasmíðameistari, Meðalbraut 4, Kópavogi, lést á Landspítalanum við Hringbraut 31. október. Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Þökkum auðsýnda samúð. . Dagmar Ásgeirsdóttir, Bjarnfríður Vilhjálmsdóttir, Þór Örn Jónsson, Ásgeir Vilhjálmsson, Laufey R. Brekkan, Sjöfn G. Vilhjálmsdóttir, Magnús Þ. Eggertsson, Hanna Þ. Vilhjálmsdóttir, Jens Þór Svansson, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir fyrir samúð, vináttu og hlýhug vegna andláts og útfarar ástkærs eiginmanns míns, föður okkar og tengdaföður, JÓNS ARNAR ÁMUNDASONAR framkvæmdastjóra, sem lést mánudaginn 31. október síðastliðinn. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki blóðskilunar- og nýrnadeildar Landspítalans fyrir góða umönnun. . Erna Hrólfsdóttir, Fanney Birna Jónsdóttir, Andri Óttarsson, Hrólfur Örn Jónsson, Hildur Guðný Káradóttir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.