Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.2015, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.2015, Blaðsíða 8
8 Fréttir Vikublað 1.–3. desember 2015 Sími 568-5556 www.skeifan.is Eysteinn Sigurðsson Löggiltur fasteignasali / Sími: 896-6000 eysteinn@skeifan.is / skeifan.is Magnús Hilmarsson Sölumaður / Sími: 896-6003 magnus@skeifan.is / skeifan.is Sigurður Hjaltested Löggiltur fasteignasali / Sími: 821-5400 sigurdur@skeifan.is / skeifan.is Föst söluÞÓKNuN Sími 568- 5556 www .skeifan.is 1% með vsk.Vegna mikillar sölu vantar allar stærðir eigna á skrá Tjón almennings nemur milljörðum n Samkeppniseftirlitið telur að samkeppni á olíumarkaðinum sé verulega skert A ðstæður og háttsemi sem raska samkeppni hafa myndast á íslenska olíu- markaðinum og af þeim sökum greiddu neytendur 4.000 til 4.500 milljónum króna of mikið fyrir eldsneyti á bifreiðar sín- ar árið 2014. Eldsneytisverð er hærra hér en í flestum öðrum vestrænum ríkjum og þann mun er ekki hægt að útskýra með sköttum og öðr- um opinberum gjöldum eða flutn- ingskostnaði til landsins. Álagning á eldsneyti fyrir bifreiðar var óeðlilega há á árinu 2012 eða sem nemur allt að 18 krónum á hvern lítra bensíns og 20 krónum á hvern lítra dísilolíu. Þetta kemur fram í frummats- skýrslu Samkeppniseftirlitsins um fyrstu markaðsrannsókn stofnunar- innar á íslenska eldsneytismarkað- inum sem var birt á mánudag. Sam- kvæmt henni er þörf á aðgerðum til að bæta hag neytenda sem greiði mun meira fyrir bifreiðaeldsneyti en hægt sé að réttlæta. Ástæðan sé sú að þættir sem alla jafna ættu að hafa áhrif á verðákvarðanir olíufélag- anna, svo sem fjöldi keppinauta, geri það ekki þegar komi að bifreiðaelds- neyti, ólíkt því sem þekkist á virkum samkeppnismörkuðum. Álagning á aðrar eldsneytistegundir en bif- reiðaeldsneyti, svo sem vegna orku- gjafa til íslenska skipaflotans, virðist þó benda til meiri samkeppni á milli olíufélaganna fjögurra. Samkeppniseftirlitið hóf mark- aðsrannsókn sína í júní 2013 og afl- aði ítarlegra upplýsinga um íslenska eldsneytismarkaðinn. DV rýndi í skýrslu Samkeppniseftirlitsins og birtir hér helstu niðurstöður henn- ar. n Haraldur Guðmundsson haraldur@dv.is Mögulegar úrbætur Samkeppniseftirlitið telur að með vissum úrbótum megi efla og virkja samkeppni á eldsneytismarkaðinum og bæta þannig hag almennings. Meðal annars þurfi að tryggja aðgang nýrra keppinauta að heildsölu og birgðarými undir eldsneyti á jafnræðisgrundvelli. Einnig þurfi að endurskoða samrekstur N1 og Olís á birgða- og dreifingar- fyrirtæki þeirra Olíudreifingu, tryggja að eignarhald á olíufélögunum hafi ekki neikvæð áhrif á samkeppni og að stjórn- endum fyrirtækjanna verði óheimilt að tengjast keppinautum sínum í gegnum stjórnarsetu eða atvinnu. Hlutabréf í N1 féllu N1 sendi tilkynningu til Kauphallar Íslands fyrir hádegi í gær, mánudag, þar sem olíufé- lagið segist fagna útkomu skýrslunnar. Telur fyrirtækið hana staðfesta að virk og heilbrigð samkeppni ríki á íslenskum eldsneytismark- aði. Þar sé álagning eldsneytis ekki of há og N1 vísi því alfarið á bug að samhæfing verðlagningar á eldsneyti sé til staðar. Gengi hlutabréfa í N1 féll um 2,1% í gær og nam heildarvelta með bréf félagsins þá 350 milljónum króna. 47 milljarðar í eldsneyti Gera má ráð fyrir að íslensk heimili hafi eytt um 47 milljörðum króna í eldsneyti á árinu 2012. Samkeppniseftirlitið bendir á að á árunum eftir hrun hefði mátt búast við aukinni samkeppni á eldsneytismark- aðinum, sérstaklega varðandi verslun með bifreiðaeldsneyti, í ljósi dvínandi eftirspurnar og rekstrarerfiðleika fyrir- tækjanna sjálfra. Niðurstaðan hafi aftur á móti verið þveröfug. Of margar stöðvar Á undanförnum áratugum hefur bensínstöðvum í Reykjavík fjölgað umfram íbúafjölgun. Þeim myndi að öllum líkindum fækka um allt að 30% ef álagning í smásölu bifreiðaeldsneytis væri í samræmi við það sem þekkist í mörgum öðrum löndum og samkeppn- ishömlum yrði rutt úr vegi. „Þróunin í nágrannalöndunum hefur verið þveröfug þar sem eldsneytisstöðv- um hefur fækkað mikið á undanförnum áratugum vegna aukinnar samkeppni. Há álagning á Íslandi gerir olíufélögun- um kleift að halda úti fleiri eldsneytis- stöðvum en ella,“ segir í skýrslunni. Hin fjögur fræknu Fjögur fyrirtæki reka bensínstöðvar á Íslandi. N1 er stærsti eldsneytissali landsins með 40–50% markaðshlut- deild á árinu 2012. Það ár námu tekjur fyrirtækisins um 60 milljörðum króna. Skeljungur kemur þar á eftir með 20–30% hlutdeild og veltu upp á 33,5 milljarða á árinu 2012. Olís var þá einnig með 20–30% af markaðinum og tekjur upp á 34 milljarða. Atlantsolía var með 0–10% hlutdeild og veltu upp á 7,5 milljarða króna. Samkvæmt skýrslu Samkeppnis- eftirlitsins eru sterkar vísbendingar um að olíufélögin fjögur samhæfi hegðun sína með „þegjandi samhæfingu“ þegar kemur að smásölu bifreiðaeldsneytis. Fyrirtækin hafi hvata og úrræði til að útiloka nýja keppinauta með því að neita þeim um eldsneyti í heildsölu eða aðgangi að birgðarýmum sínum. Þau hafi jafnvel gengið svo langt að nýta birgðarými á tilteknum stöðum til að hindra innkomu nýrra keppinauta.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.