Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.2015, Qupperneq 24

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.2015, Qupperneq 24
Vikublað 1.–3. desember 20158 Með allt á hreinu - Kynningarblað H ingað kemur fólk víða að sem treystir okkur; úr Mosfellsbæ, Akranesi, Reykjanesbæ og víðar. Fólk sem vill ekki fara neitt ann- að. Það er að koma með sparifötin sín, uppáhaldskjólinn og spariblúss- una, – sjáðu til, fólki er ekki sama hvert það fer með þetta. Við erum með eigur fólks í höndunum og verð- um að vanda til verka – kunna til verka,“ segir Kristinn Guðjónsson, sem á og rekur Efnalaugina Björg, Háaleitisbraut 58–60. Kristinn legg- ur höfuðáherslu á fagmennsku en kjörorð fyrirtækisins eru Gæði, þekking og þjónusta: „Fagmennska finnst mér vera lyk- illinn að því að veita góða þjónustu, hvort sem það er í hreinsun, þvotti eða í frágangi, það er líka miklu skemmtilegra að vinna þegar mað- ur veit hvað maður er að gera. Til að tryggja fagmennsku er símenntun nauðsynleg en ég geri mér far um að sækja upplýsingar og fræðslu erlend- is þar sem framfarirnar verða.“ Kristinn hefur verið félagi í DLI, Drycleaning and Laundry Institute, í fjölmörg ár og sótt námskeið sam- takanna, meðal annars í Bandaríkj- unum. Þá hefur Björg fengið viður- kenningu frá fataframleiðandanum Hugo Boss fyrir frágang og hreinsun á fatnaði frá fyrirtækinu. Efnalaugin Björg byggir á göml- um og traustum grunni, en fyrir- tækið var stofnað árið 1953. Stofn- andinn, Magnús Kristinsson, hóf starfsemina að Sólvallagötu 74. Tengdasonur hans, Kristinn Guð- jónsson, rekur fyrirtækið í dag en hann hóf störf í því fyrir rúmum 30 árum. „Ég kom inn í þetta fyrir tilviljun á sínum tíma. Síðan hef ég tekið það sem áskorun að reka þetta fagmann- lega og með fjölskyldustolti líka,“ segir Kristinn. Veitingahúsaþjónusta „Það eru tíu veitingahús í mið- borginni sem við leigjum dúka og servíettur og við förum daglega í bæ- inn til að sækja og senda. Við þvo- um og straujum dúka, servíettur, kokkajakka og allt sem tilheyrir eld- húsunum í veitingahúsunum. Þeir vilja vera fínir til fara, matreiðslu- mennirnir okkar.“ Enginn verksmiðjuþvottur heldur einstaklingsþjónusta „Upphaflega var þetta eingöngu hreinsun en fyrir um tíu árum fór ég að stíga meira út í þvottinn. Úr þvottahúsinu erum við mikið að senda og sækja fyrir einstaklinga í fyrirtækin þar sem þeir starfa. Spara mönnum sporin, svo þeir þurfi ekki að fara með fötin í hreinsun,“ segir Kristinn en Björg tekur ekki að sér risavaxin þvottaverkefni því það samræmist ekki fagstefnu fyrirtæk- isins: „Við þjónum einstaklingum og litlum fyrirtækjum. Það fer illa saman við það sem ég kalla verk- smiðjuframleiðslu í þvotti, til þess eru til dæmis fyrirtæki eins og Þvottahús ríkisspítalanna. Við erum að fá jóladúkinn sem amma saum- aði. Þar er ólíku saman að jafna. Skyrtuþvottur hefur jafnt og þétt aukist síðustu tíu árin og við tökum inn mörg hundruð skyrtur í viku, menn koma kannski með 8 til 10 skyrtur í einu. Þeir sjá það og finna að þeir geta notað skyrtuna lengur eftir að hafa fengið hana frá okkur heldur en ef þeir þvo hana heima. Vegna þess að í þvottinum hjá okk- ur eru alls konar efni til að halda skyrtunni betur við. Í pressuninni erum við líka með einstaklega flotta skyrtuvél sem tók mig fimm ár að finna – réttu vélina.“ Menn eru því ekki bara að spara sér sporin með því að fara með skyrturnar í þvott til Bjargar heldur halda þær sér miklu lengur. „Frá okkur koma líka rúmfötin straujuð, samanbrotin og fín. Sum- ir karlmenn sem hafa tekið að sér þvottinn heima hjá sér hafa kom- ið með hann til okkar og látið okk- ur sjá um hann – konum þeirra til mikillar ánægju. Þetta er orðið ótrú- lega algengt. Við erum alltaf leysa vandamál annarra og gera þau að skemmtilegum verkefnum. Enda er nafn fyrirtækisins ekki kvenmanns- nafnið Björg heldur er þetta komið af sögninni að bjarga,“ segir Kristinn að lokum. n „Við erum með eigur fólks í höndunum og verðum að vanda til verka“ Efnalaugin Björg: Gæði, þekking og þjónusta

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.