Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.2015, Síða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.2015, Síða 28
20 Menning Vikublað 1.–3. desember 2015 Í S L E N S K H Ö N N U N O G S M Í Ð I LAUGAVEGI 61 KRINGLUNNI SMÁRALIND Bak við ysinn og þysinn Humátt er fimmta ljóðabók Guðrúnar Hannesdóttur H umátt er fimmta ljóðabók Guðrúnar Hannesdóttur. Spurð um yrkisefni bókar- innar segir Guðrún: „Stund- um verður ysinn og þysinn í kringum okkur svo yfirþyrmandi og hávær að maður er nauðbeygður til að reyna að velta fyrir sér úr hverju raunveruleikinn sé eiginlega gerður, hvernig hann sé í laginu. Ein aðferð er að sjá hvort hann birtist ekki í ljóð- inu. Það er ekki þar með sagt að mað- ur hafi erindi sem erfiði. En slík heila- brot geta yfirfallið besta fólk og hafa gert frá upphafi vega – með vægast sagt margvíslegum og misjöfnum árangri! Fjölmargt er nefnilega hulið á bak við ysinn og þysinn, falið und- ir yfirborðinu.Við vitum af þessum fyrirbærum, en þau eru ógreini- leg og halda sig stundum til hlés en eiga líka til að birtast óvænt og í ólíklegustu myndum, sum- um stórháskalegum. Önnur koma aldrei í ljós. Þekkingarleysi okkar sjálfra, minnisleysi og ýmsar aðr- ar brothættar breytur bætast svo við og þvælast fyrir skilningi. Við neyðumst til þess að gera mála- myndasáttmála um það hvað viðtek- inn veruleiki sé, en skynjum undir niðri hve óendanlega flókinn og fjöl- breytilegur hann er bæði á ytra borði og því sem að okkar innra manni snýr. Svo ég vitni í orð ljóðskáldsins Seamusar Heaneys fremst í bókinni: „Vitund okkar getur vakað í tveimur eða fleiri ólíkum víddum samtímis og milli þeirra verið greiður gangur.“ Í þessari bók slær hugsunum mínum um þetta saman við ým- islegt sem er hálfgleymt og grafið, bæði úr nútíð og þátíð, fréttum, hjá- trú og þjóðsögum. Allt fléttast þetta saman. Sumar þessar hugsanir mín- ar um raunveruleikann og birtingar- myndir hans hafa setið eftir í minn- inu og birtast hér. Aðrar eru foknar út í veður og vind eins og þeirra var von og vísa.“ Auk þess að hafa sent frá sér ljóðabækur hefur Guðrún, sem er bókasafnsfræðingur að mennt, skrif- að og myndskreytt barnabækur og gefið út bækur með gömlum alþýðu- vísum fyrir börn. Fyrsta ljóðabók hennar kom út árið 2007 þegar hún var á miðjum aldri. Hún er spurð af hverju bækur eftir hana hafi ekki komið út fyrr en þá. „Það gerðist af sjálfu sér, svo að segja, í fyllingu tím- ans. Ég var farin að yrkja miklu fyrr, en það þarf auðvitað visst næði til að hugsa hlutina til enda og það gafst ekki fyrr en ég var komin á þennan aldur. Þannig er það oft með konur, þær hafa í svo mörg horn að líta. Og stundum hafa hlutirnir bara gott af því að bíða.“ Hún er spurð hvort hún sé sátt við viðtökur bóka sinna. „Þeim hefur verið vel tekið af mörgum. Það gleður mig auðvitað en ég yrki ekki með við- tökur í huga. Stundum er því haldið fram að það sé erfitt að mæta draum- um sínum á hversdagsfötunum. Það finnst mér ekki. Ljóðheimar eru dýr- indis umhverfi. Hægt og sígandi hef ég kynnst mörgum ljóðskáldum, sér- staklega konum, og hrífst af verkum þeirra. Mér líður vel í því kompaníi og það er aukaatriði í mínum huga hversu hátt á strái ég lendi. Satt að segja finnst mér það ekki skipta máli.“ n „Við neyðumst til þess að gera málamyndasáttmála um það hvað viðtekinn veruleiki sé, en skynjum undir niðri hve óendan- lega flókinn og fjölbreyti- legur hann er bæði á ytra borði og því sem að okkar innra manni snýr. Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@dv.is Guðrún Hannesdóttir „Það þarf auðvitað visst næði til að hugsa hlutina til enda og það gafst ekki fyrr en ég var komin á þennan aldur.“ Mynd SiGtryGGur Ari Úr listheiminum Það vakti mikla athygli á mánudag þegar 23 ára nemi við myndlistadeild Listahá- skóla Íslands, Almar Atlason, tilkynnti að hann myndi dvelja nakinn í litlum glerkassa í skól- anum í heila viku. Hægt er að fylgjast með gjörningnum sem er lokaverkefni í námskeiðinu „Leiðir og úrvinnsla“ í beinni út- sendingu á Youtube-rás Almars. Fyrir helgi var tilkynnt að Gunnar I. Gunnsteins- son muni láta af störfum sem framkvæmdastjóri Menningarfélags Akur- eyrar um mánaðamótin. Í viðtali við RÚV sagði Sigurður Kristins- son, stjórnarformaður Menn- ingarfélagsins, að Gunnar hætti af persónulegum ástæðum. Hann mun þó leikstýra Sögu Garðars- dóttur í barnaeinleiknum Grýlu, sem sýndur verður í samkomu- húsinu í desember. Mikil eftirvænting ríkir eftir Njálu Þorleifs Arnar og Mikaels Torfasonar sem verður frumsýnd í Borgar- leikhúsinu um áramót. Erna Ómarsdóttir sér um dans, Ilmur Stefánsdóttir um leikmynd og myndlistarkonan Sunneva Ása Weisshappel um búninga. Þá var fenginn til landsins drama- túrginn Uwe Gössel, sem er stórt nafn í þýska leiklistarheiminum, til aðstoða leikstjórann.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.