Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 03.11.2016, Blaðsíða 2

Fréttatíminn - 03.11.2016, Blaðsíða 2
2 | FRÉTTATÍMINN | Fimmtudagur 3. nóvember 2016 Það er ekki annað hægt en að fagna því ef úrslit kosninganna um helgina neyða stjórnmálaflokk-anna til nýrra vinnu- bragða. Virðing Íslendinga fyrir Alþingi og stjórnmálunum er miklum mun minni en í öðrum löndum í okk- ar heimshluta. Ástæðan er ekki sú að Íslendingar þekki ekki eða skilji ekki stjórnmálin. Íslendingar þekkja þau nógu vel til að draga þann lærdóm að störf þingsins og stjórnmálamenningin sé brokuð og hálf ónýt. Það er því öllum fagnaðarefni að stjórnmálafólk neyðist til að endurskoða vinnubrögð og hvern- ig það nálgast mál. Tveggja flokka stjórnir hafa verið hryggjarstykkið í íslenskum stjórnmálum. Í krafti þeirra hefur vilji naums meirihluta verið knúinn í gegnum þingið og upp á almenning. Síðustu tvær ríkisstjórnir eru ágætt dæmi um þetta. Báðar of- mátu stuðning sinn út í samfé- laginu. Afleiðingin varð að ríkis- stjórnirnar voru meira og minna í stríði við þjóðina í flestum málum. Niðurstaða kosninganna gæti orðið sú, að stjórnmálamenn neyðist til að byggja upp breiða samstöðu um öll mál, ekki aðeins inn á þingi heldur út í samfélag- ið. Það yrði óendanlega jákvæð niðurstaða. Það hefur verið vaxandi krafa um það í samfélaginu að lífskjör hér verði sambærileg og í ná- grannalöndunum. Einnig um auk- ið lýðræði og þátttöku fleiri í mót- un mála og ákvörðunum. Það er löngu tímabært að múra upp í hin reykfylltu bakherbergi íslenskra stjórnmála. Gunnar Smári GÓÐAR BREYTINGAR 3 × í viku Guðjón S. Brjánsson, Samfylking í Norðvestri:1.054 Benedikt Jóhannesson, Viðreisn í Norðaustri: 1.482 Teitur Björn Einarsson, Sjálfstæðisflokkur í Norðvestri: 1.650 Oddný Harðardóttir, Samfylking í Suðri: 1.725 Elsa Lára Arnardóttir, Framsókn í Norðvestri: 1.741 Logi Már Einarsson, Samfylking í Norðaustri: 1.816 Eva Pandora Baldvinsdóttir, Pírati í Norðvestri: 1.823 Jóna Sólveig Elínardóttir, Viðreisn í Suðri: 1.983 Valgerður Gunnarsdóttir, Sjálfstæðisflokkur í Norðaustri: 2.005 Unnur Brá Konráðsdóttir, Sjálfstæðisflokkur í Suðri: 2.127 Rétt rúmlega þrjú þúsund kjósendur eru að meðaltali að baki hverjum þingmanni. Það er hins vegar misjafnt hversu margir kjósendur eru að baki hverjum þingmanni. Dýrasti þing- maðurinn er Rósa Björk Brynjólfsdóttir sem hefur 6378 kjósendur Vinstri grænna í Suð- vestri að baki sér en sá ódýrasti er Guðjón S. Brjánsson, Samfylkingarmaður í Norðvestri, en aðeins 1054 kjósendur kusu flokkinn í því kjördæmi. Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisn- ar, er sá þingmaður sem hefur næst fæsta kjósendur að baki sér. Aðeins 1482 kusu Við- reisn í Norðaustri. Næstur kemur Teitur Björn Einarsson, aðstoðarmaður Bjarna Benedikts- sonar fjármálaráðherra og þriðji maður á lista Sjálfstæðisflokksins í Norðvestri. Þar fékk flokkurinn 4951 atkvæði eða 1650 á hvern þriggja þingmanna. Næst dýrasti þingmaðurinn á eftir Rósu Björk er Þorsteinn Víglundsson, Viðreisnar- maður í Reykjavík norður. Hann náði einn þingmanna flokksins kjöri í kjördæminu með 4064 atkvæðum. Þar skammt að baki kemur Eygló Harðardóttir, Framsóknarkona í Suð- vestri, með 4062 atkvæði að baki sér. | gse Veikt umboð margra þingmanna Ódýrustu þingmennirnir Þeir þingmenn sem hafa fæsta kjósendur að baki sér Rósa Björk Brynjólfsdóttir er sá þingmaður sem hefur flesta kjósendur að baki sér. Kjaramál Handhafar forseta- valds munu áfram fá hlutfallsleg laun af störfum sínum í fjarveru forseta Íslands þó að hann hafi sjálfur tilkynnt í gær að hann myndi gefa upphæðina sem hækkunin nemur, til góðgerða- mála. Þá er kjararáði óheimilt að lækka laun forsetans og handhafanna, nema þeir óski sjálfir sérstaklega eft- ir því. Síðast voru laun Ólafs Ragnars Grímssonar lækkuð skömmu eftir hrun árið 2008. Handhafar forsetans eru forsætis- ráðherra, forseti Hæstaréttar Íslands og forseti Alþingis en þeir hafa hing- að til skipt með sér tíu milljónum króna á ári fyrir störf sín sem stað- genglar forsetans, eða um 3,3 millj- ónir hver. Sú upphæð hækkar með ákvörðun kjararáðs þegar laun for- setans voru hækkuð um hálfa millj- ón króna. Því má segja að þingfor- seti og forsætisráðherra fái aukalega kauphækkun ofan á allt annað. Tvívegis hafa þingmenn reynt að lækka upphæðina sem handhafar hafa fengið fyrir störf sín, en það var Brynhildur Pétursdóttir, fyrrver- andi þingmaður Bjartrar framtíðar, sem lagði síðast fram frumvarp þess efnis. „Við vildum að greiðslurnar til handhafanna féllu niður á meðan hann væri í útlöndum, enda er for- setinn oft í vinnunni þegar hann er erlendis,“ segir Brynhildur sem telur það fyrirkomulag úrelt, en greiðslur fyrir handhafanna hefði þá verið um ein milljón á ári, en ekki tíu. Frum- varpið dagaði uppi í stjórnskipunar- og eftirlits nefnd. | vg Laun handhafa forsetans lækka ekki Guðni Th. Jóhannesson tilkynnti um ákvörðun sína í gær á Bessastöðum. Mynd | Hari Stjórnmál Bjarni Benediktsson ætlar að ræða við formenn allra flokka á Alþingi um væntanlega stjórnarmyndun en forseti Ís- lands afhenti honum umboðið í gær. Benedikt Jóhannsson, for- maður Viðreisnar, þykir sækja fast eftir embætti forsætisráð- herra en hann viðraði það við formenn fleiri flokka en Bjartr- ar framtíðar, að þeir mæltu með að forsetinn léti hann hafa stjórnarmyndunarumboðið. Óttarr Proppé var hinsvegar sá eini sem féllst á það. Þóra Kristín Ásgeirsdóttir tka@frettatiminn.is Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, hefur verið ómyrk í máli um ríkis- stjórnarsamstarf með Sjálfstæðis- flokki og bent á að flokkarnir eigi enga málefnalega samleið. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæð- isflokksins, hefur sagt samstarf við Pírata ólíklegt. Fæstir geta hugsað sér að eiga líf ríkisstjórnar undir Sigmundi Dav- íð Gunnlaugssyni eins og ástandið er hjá Framsóknarflokknum. Ríkis- stjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar gæti þó þurft að leita þangað því án Framsóknar hefði hún einungis 32 þingmenn. Bjarni Benediktsson útilokaði ekki að hugsa til samstarfs við Fram- sóknarf lokkinn á blaðamanna- fundinum á Bessastöðum og hann ræddi við Sigurð Inga Jóhannsson síðdegis í gær. Líklegast þykir að Björt framtíð og Viðreisn fari saman í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki og jafnvel fleirum. Þar sem Benedikt Jóhannsson sækist fast eftir embætti forsætis- ráðherra er líklegt að Bjarni Bene- diktsson vilji skoða fleiri kosti, jafn- vel þótt það sé bara taktískt til að setja Benedikt stólinn fyrir dyrnar. Fréttatíminn spurði Benedikt Jóhannsson um hvort hann gerði kröfu til þess að leiða slíka ríkis- stjórn? „Forsetinn telur rétt að Bjarni fái umboðið. Hann byggir það á við- ræðum við formenn allra flokka.“ Þannig að þið gerið ekki ráð fyr- ir að það sé til umræðu að einhver annar en Bjarni fá stól forsætisráð- herra? „Við skulum sjá við hverja hann talar fyrst.“ Um þá kenningu að verið sé að kæla Viðreisn niður með því að byrja á því að ræða við alla, segir Benedikt. „Ég er alveg svellkaldur.“ Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, játar því að vel fari á með Viðreisn og Bjartri framtíð. „Þetta eru náttúrulega frjálslyndir miðju- flokkar og eiga málefnalega samleið sem slíkir,“ segir hann. „Benedikt gerði kröfu um umboð forseta og við studdum hann. Við höfum hinsvegar ekki farið í nein- ar eiginlegar stjórnarmyndunar- viðræður þar sem verið er að ræða embætti.“ Óttarr segir hinsvegar alveg ljóst að Björt framtíð sé ekki til í stjórn- armyndun nema hún sé málefna- lega góð, þar þurfi meðal annars að taka á umbótum í sjávarútvegi og landbúnaði og uppbyggingu inn- viða. Þá vilji Björt framtíð taka upp aðildarviðræður við ESB. Líklegast að Bjarni horfi til Viðreisnar, Framsóknar og Bjartrar framtíðar Bjarni Benediktsson hitti formann Framsóknar- flokksins síðdegis í gær. Mynd | Hari Nú einnig á Glerártorgi Laugavegur - Kringlan - Glerártorg - kunigund.is

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.