Fréttatíminn - 03.11.2016, Side 15
| 15FRÉTTATÍMINN | Fimmtudagur 3. nóvember 2016
kvenna til fóstureyðinga er svo auð-
vitað mikilvægasti liður baráttu
hægrisinnaðra aktívista.
Mikilvægasti vígvöllurinn: Hæsti-
réttur
Mikilvægasti vígvöllur þessara
menningarstríða, en ekki síður
baráttunnar gegn eftirlitshlutverki
ríkisstofnana og tilraunum síðustu
ára til að víkka út velferðarkerfið,
er í Hæstarétti Bandaríkjanna. Þökk
sé dómaraskipunum Roosevelt og
þó ekki síður skipun Earl Warren
sem forseta réttarins af Dwight D.
Eisenhower 1953, stóð hæstiréttur
Bandaríkjanna vörð um velferðar-
kerfið og endurgjöf kreppuáranna
auk þess að leika lykilhlutverk í því
að þoka Bandaríkjunum í átt að
frjálslyndi og tryggja minnihluta-
hópum jöfn réttindi.
Síðan á áttunda áratugnum hef-
ur Hæstiréttur hins vegar sveigt af-
dráttarlaust til hægri. Nokkrar af
dómaraskipunum Reagan (William
Rehnquist og Antonin Scalia) og
Bush eldri (Clarence Thomas)
færðu réttinn skarpt til hægri, og
sömuleiðis skipun Samuel Alito
af Bush yngri, en Alito er líklega
íhaldssamasti hæstaréttardómari
síðustu áratuga. Repúblikönum hef-
ur hins vegar ekki tekist að tryggja
öruggan meirihluta íhaldsmanna
í Hæstarétti og það er ekki síst því
að þakka að Demókratar í öldunga-
deild þingsins hafa komið í veg fyr-
ir tilnefningu harðra afturhalds-
manna, t.d. Robert Bork árið 1987.
Eina sem skiptir máli
Næsti forseti Bandaríkjanna mun
hins vegar skipa allt að fjóra dóm-
ara, sem myndi tryggja annað
hvort frjálslyndan eða íhaldssaman
meirihluta í hæstarétti næstu ára-
tugi. Af þessum sökum kjósa margir
íhaldsmenn að styðja Trump, þrátt
fyrir að hafa fordæmt hann hástöf-
um. Gott dæmi er John Boehner,
fyrrverandi þingflokksformaður
Repúblikana, en í viðtali við Fox
News um miðjan síðasta mánuð
útskýrði Boehner af hverju hann
styddi Trump:
„Þingið og stjórnmálin öll munu
vera lömuð og ekkert gerast um
komandi framtíð, burtséð frá því
hver vinnur kosningarnar. Það
eina sem skiptir raunverulegu máli
næstu fjögur til átta ár er hver skip-
ar hæstaréttardómara.“
Lokasigur eða -ósigur Reagan-
byltingarinnar
Repúblikanar í öldungadeild þings-
ins hafa beitt málþófi til að koma í
veg fyrir að Obama geti skipað arf-
taka Scalia sem lést fyrr á þessu
ári, í von um að Trump vinni kosn-
ingarnar. Forystumenn flokksins
lofa stuðningsmönnum sínum að
þeir muni beita málþófi til að stöðva
allar dómaraskipanir Clinton, nái
hún kjöri. Ef Trump og Pence, sem
er einn íhaldssamasti þingmaður
öldungadeildarinnar frá aldamót-
um, ná kjöri er hins vegar ljóst að fé-
lagslegir afturhaldsmenn, sem hafa
aldrei haft jafn sterka stöðu innan
flokksins, munu tryggja að þetta
lokatakmark Reaganbyltingarinn-
ar verður loksins að raunveruleika,
þremur og hálfum áratug eftir að
Phyllis Scafly hrósaði fyrsta stóra
sigrinum í menningarstríðunum.
Ef Trump tapar hins vegar, og
Hillary nær kjöri, og þó sérstaklega
ef Demókratar vinna meirihluta í
öldungadeildinni og geta sigrast á
málþófi Repúblikana, lítur dæm-
ið hins vegar öðruvísi út. En þó
Phyllis Schafly, einn mikilvægasti
grasrótaraktivisti Reaganbyltingarinn-
ar. Schafly, sem lést fyrr í haust, leiddi
baráttuna á áttunda áratugnum gegn
því að ákvæði um jafnrétti kynjanna
væri bætt við stjórnarskrá Bandaríkj-
anna, en á seinustu árum einbeitti hún
sér að baráttu fyrir „hefðbundnum
fjölskyldugildum“. Schafly var ein af
áköfustu stuðningsmönnum Donald
Trump, sem hún lýsti sem „gamaldags
karlmanni“ sem setti fjölskyldu sína í
fyrsta sæti.
„Þingið og stjórnmálin öll
munu vera lömuð og ekk-
ert gerast um komandi
framtíð, burtséð frá því
hver vinnur kosningarnar.
Það eina sem skiptir raun-
verulegu máli næstu fjög-
ur til átta ár er hver skipar
hæstaréttardómara.“
hann yrði að teljast varnarsigur
sem leiddi ekki til róttækrar um-
bótastjórnar eða endurgjafar yrði
hann líklega mikilvægasti varnar-
sigur frjálslyndra afla í bandarísku
menningarstríðunum, lokasigur á
Reaganbyltingunni. Um leið gæti
hann lagt grunn að nýrri sókn,
sambærilegri réttindabyltingu eft-
irstríðsáranna, og rutt brautina fyr-
ir róttækari vinstri-pólítík í anda
New Deal Roosevelt sem við höfum
séð brjótast fram í framboði Bernie
Sanders og grasrótarlýðræði í fylkj-
unum.
Sigur Clinton gæti því markað
endalok Reaganismans, hinnar
bandarísku útgáfu Thatcherism-
ans sem hefur mótað hægripólítík á
Vesturlöndum síðustu þrjá og hálf-
an áratug, og opnað á að bandaríska
vinstrið geti sagt skilið við Clinton-
ismann, bandarísku útgáfu þriðju-
-leiðarinnar og Blairismans. Ef við
horfum á kosningarnar í þessu ljósi
eru þær ekki bara mikilvægar, þær
eru hugsanlega einhverjar þær mik-
ilvægustu sem við munum upplifa.
537 7000 hringdu.is
INTERNET
3.990 kr.
50 Mb/s Mb/s
5.990 kr.
100 500
Vinsælast!
7.390 kr.
Mb/s
Hægt er að leigja router
fyrir aðeins 790 kr. á mánuði
Allar leiðir Í boði á ADSL,
Ljósnet og Ljósleiðara
Mánaðarlegt
línugjald er 2.680 kr.