Fréttatíminn - 03.11.2016, Page 18
Einfaldur og
stílhreinn
Vönduð íslensk framleiðsla síðan 1959.
Stáliðjan er gamalgróið íslenskt fyrirtæki
sem framleiðir vandaða vöru fyrir heimilið
og vinnustaðinn.
Stáliðjan ehf - Smiðjuvegi 5, 200 Kópavogi - Sími 564 5885 - www.stalidjan.is
Verð 27.900 kr.
Fjölbreytt litaúrval.
18 | FRÉTTATÍMINN | Fimmtudagur 3. nóvember 2016
Fá dýr valda meiri usla á Íslandi en rottur. Þegar sést til þessa holræsafyrirbæra á yfirborði jarðar, vekur það óhug og heiftarleg
viðbrögð. Fréttatíminn tók saman nokkrar eftirminnilegar hryllingssögur af rottum. Lesningin er ekki fyrir viðkvæma.
Þóra Tómasdóttir
thora@frettatiminn.is
Meindýraeyðirinn Ómar F.
Dabney hefur ótal rottulíf
á samviskunni. Hann hefur
margoft verið bitinn af rottum
og í eitt skiptið svo illa að hann
þurfti að grípa til einstaklega
ógeðfelldra bragða.
Ómar hefur starfað við að ráða
niðurlögum meindýra í tuttugu
ár og eru rottur meðal helstu við-
fangsefna hans. „Heimkynni rott-
unnar eru náttúrulega holræsa-
kerfin. Þegar þessi kvikindi sjást
ofanjarðar, þá er það vísbending
um að einhversstaðar sé opið ofan
í skólp eða að það vanti rist yfir
niðurfall.“
Ómar er gjarnan ræstur út þegar
rotta lætur á sér kræla. „Auðvitað
ber ég virðingu fyrir þessum dýr-
um. Rottur eru engir bjánar. Þær
eru mjög skynsamir og velgefn-
ir einstaklingar sem hafa verið
þrælstúderaðir. Ef það er matur
annarsvegar þá er engin þraut sem
þær geta ekki leyst til að komast í
hann. Enda væri ekkert gaman að
vinna við þetta ef þær væru ekki
svona klárar. Þegar maður mæt-
ir í vinnuna þá veit maður aldrei í
hverju maður lendir.“
Ómar segir rottur allstaðar valda
Rottustífla
Þessi reynslusaga er frá manni sem ekki vildi koma fram undir nafni.
„Ég vann hjá gatnamálastjóra fyrir fimmtán árum og eitt af því
sem við þurftum að gera var að fara í klóakið á Meistaravöll-
um. Það þurfti að grafa djúpa holu til að tengja klóaklögn sem
var víst eitthvað stífluð. Rörið var sagað í sundur með vélsög til
að komast að vandanum og það tók aðeins að seytla úr rörinu.
Þarna með okkur var reyndur maður, starfsfélagi minn, sem
gekk í málið og fór ofan í holuna. Svo fór að flæða meira upp úr
rörinu af mesta viðbjóði sem ég séð. Þarna var allt sem maður
þekkir úr klósettinu, en til viðbótar við það voru dauðar rottur.
Ég grínast ekki þegar ég segi að þær hafi verið um það bil hund-
rað stykki. Kannski hundrað og fimmtíu. Þær höfðu safnast
saman í eina stíflu og voru bleikar og hárlausar, eins og blöðrur.
Í ofanálag voru þær uppblásnar og bólgnar eftir að hafa legið í
klóakinu lengi. Þetta er klárlega eitthvað ógeðslegasta sem ég
hef séð á ævi minni en rottustíflur eru víst þekkt vandamál í
klóakbransanum.“
Rottur
– Bráðgreind en ógeðsleg dýr
„Rottan beit mig af öllu afli í höndina og læsti kjaft-
inum svo hún hékk föst. Ég reyndi hvað ég gat að
snúa upp á hana til að losna en ekkert gekk.“
„Ég beit þar til brakaði í hausnum á henni“
usla enda haldi fólk að þær beri með
sér plágu, eins og þær gerðu í gamla
daga. „Fólk er yfirleitt mjög hrætt
við rottur og sér fyrir sér að þær
hagi sér eins og í bíómyndum, að
hópur af rottum taki sig saman og
geri árásir á fólk. Það er ekki rétt.
Rotta getur hinsvegar bitið ef þú ert
að eltast við hana og króa hana af.
Ef þú reynir að grípa hana, þá bítur
hún þig. Ég má nú sjaldnast vera að
því að setja upp hanska þegar ég er
að eltast við þær,“ segir Ómar. Hann
hefur nokkrum sinnum farið illa út
úr því.
„Einu sinni fékk ég símtal klukk-
an ellefu um kvöld, frá konu sem
var alveg í öngum sínum. Ég var
löngu búinn á vakt og hafði gleymt
að slökkva á vinnusímanum. Þessi
unga kona var í mikilli geðshrær-
ingu því hún hafði orðið vör við
rottu í barnaherberginu hjá sér.
Ég útskýrði fyrir henni að ég væri
hættur að vinna en hún sagðist vera
búin að hringja í alla meindýraeyði
í borginni sem gáfu henni sömu
svör. Ég gat ekki hugsað mér að láta
aumingja stúlkuna vera með rottu
inni í barnaherbergi svo ég dreif
mig til hennar.“
Ómar segist hafa komið að
feiknastóru barnaherbergi fullu af
allskyns dóti. Fataskáparnir hafi
verið opnir upp á gátt og dótakass-
ar og pokar um allt.
Felustaðirnir voru
því óteljandi.
„Ég var búinn að
fara í gegnum dót í
marga klukkutíma þegar
ég sá glitta í brúnan feld á
bak við ofninn við rimlarúm-
ið. Ég hljóp út í bíl og náði í
svokallaðan límbakka sem
maður notar í svona tilfellum.
Rotturnar festast í bökkunum
og þá getur maður aflífað þær. Ég
var ekki fyrr búinn að koma bökk-
unum fyrir áður en ég heyri þetta
djöfulsins öskur. Rottan var kom-
in með afturfæturna í bakkann en
var við það að losna. Ég gat ekki
hugsað mér að missa hana í dótið
aftur svo mín ósjálfráðu viðbrögð
voru að grípa hana. Það var eins og
við var að búast. Rottan beit mig
af öllu afli í höndina og læsti kjaft-
inum svo hún hékk föst. Ég reyndi
hvað ég gat að snúa upp á hana til
að losna en ekkert gekk. Þetta var
á vondum stað, milli þumalfingurs
og vísifingurs vinstri handar. Ég
greip því til þess ráðs að smeygja
gúmmíhanska yfir hana og drepa
hana með því að bíta hana þar til ég
heyrði að það brakaði í hausnum á
henni. Ég man líka að maður kon-
unnar varð alveg kjaftstopp. Hann
horfði á mig og spurði hvort ég væri
brjálaður. Ég sagði, „já, stundum er
ég það.“ En ég var bara að reyna að
bjarga málunum. Fólk trúir þessu
ekki með nokkru móti, en þetta er
alveg dagsatt. Ég er ekkert að búa
þetta til.“
–Nagar samviskan þig einhverntíma
yfir þessu?
„Nei, hún gerir það nú ekki. Þó
þetta séu rottur þá reyni ég að af-
lífa þær fljótt
og örugg-
lega, án þess
að þær þjáist
verulega.“
Fáir hafa drepið rottu með ógeðfelldari
hætti en Ómar þurfti eitt sinn að gera.