Fréttablaðið - 08.02.2017, Page 1

Fréttablaðið - 08.02.2017, Page 1
— M e s t l e s n a dag b l a ð á Í s l a n d i * —3 3 . t ö l u b l a ð 1 7 . á r g a n g u r M i ð V i K u d a g u r 8 . f e b r ú a r 2 0 1 7 frÍtt Fréttablaðið í dag sKoðun Hrafn Magnússon skrifar um áfengissölu. 11 sport Körfuboltaveislan hefst. 12 lÍfið Hera Hilmars- dóttir landaði stóru hlutverki í nýjustu kvikmynd Peters Jackson. 22 KÝLDU NIÐUR YFIRDRÁTTINN VERTU MEISTARI OG GREIDDU HANN NIÐUR stjórnsýsla Eyþór Björnsson, forstjóri Fiskistofu, segir flutning stofnunarinnar frá Hafnarfirði til Akureyrar munu taka allt að tutt- ugu ár. Flutningur höfuðstöðva Fiski- stofu norður hófst í ársbyrjun 2016 eftir ákvörðun Sigurðar Inga Jóhannssonar, þáverandi sjávar- útvegsráðherra. Þar eru nú þret- tán starfsmenn en 27 fyrir sunnan. Störfin flytjast norður eftir því sem fólk lætur sjálft af störfum syðra. „Og mér sýnist á öllu að við verð- um alltaf með 20 manna starfsstöð þótt flutningurinn verði afstaðinn eftir 10, 15 eða 20 ár,“ segir Eyþór. Að sögn Eyþórs hafa útgjöld Fiskistofu til ferðalaga aukist um 10,5 milljónir frá 2015 til 2016. Það skýrist meðal annars af því að ekki sé til búnaður til að halda fjarfundi. „Það er kannski svolítið einkenni- legt að ráðuneytið yfir málaflokkn- um skuli ekki vera í stakk búið til þess að eiga fjarfundi við stofnanir,“ segir Eyþór. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegsráðherra segir það hafa verið vanhugsaða ákvörðun að flytja Fiskistofu til Akureyrar. Þorgerður gerir þó ekki ráð fyrir að þeirri ákvörðun verði snúið við úr því sem komið er. Málið með fjar- fundabúnaðinn sé eitt merki þess að ákvörðun um flutninginn hafi verið tekin án þess að málið væri hugsað til enda. – jhh / sjá síðu 4 Tekur jafnvel 20 ár að flytja Fiskistofu norður Ferðakostnaður Fiskistofu jókst um tíu milljónir króna á einu ári eftir flutning til Akureyrar. Nýr sjávarútvegsráðherra segir ákvörðunina vanhugsaða en að hún standi. Forstjórinn telur að flutningurinn geti staðið í allt að tuttugu ár. ViðsKipti Norðurturninn hf. við Smáralind hefur stefnt verslunarmið- stöðinni og Kópavogsbæ í tilraun til að koma í veg fyrir að íbúðabyggð rísi þar sem nú eru bílastæði. Eigandi Smáralindar vill að byggt verði á lóðinni. „Viljum að þinglýst skjöl séu virt,“ segir Ríkharð Ottó Ríkharðsson, framkvæmdastjóri Norðurturnsins. – hg / sjá Markaðinn  Bílastæðadeila fyrir héraðsdóm Ekki sér enn til lands í deilu sjómanna og útgerðarfyrirtækja og er áhrifa verkfalls farið að gæta á æ fleiri fyrirtæki sem þjóna sjávarútveginum. Síðasti sáttafundur var á föstudag. „Ég fylgist grannt með á hliðarlínunni og mun boða til fundar ef nýtt tilefni er til að ætla að hægt sé að halda samningaviðræðum áfram,“ segir Bryndís Hlöðversdóttir ríkissáttasemjari. Fréttablaðið/GVa Það er kannski svolítið einkennilegt að ráðuneytið yfir mála- flokknum skuli ekki vera í stakk búið til þess að eiga fjar- fundi við stofnanir. Eyþór Björnsson, forstjóri Fiskistofu plús 2 sérblöð l fólK l MarKaðurinn *Samkvæmt prentmiðlakönnun Gallup apríl-júní 2015 saMfélag Börn vistuð á Kópavogs- hæli og Efra-Seli sættu líkamlegu og andlegu ofbeldi. Vistheimilanefnd skilaði skýrslu um málið í gær. Þar eru sláandi lýs- ingar. Meðal annars segir af dreng sem var neyddur til að borða síld þótt hann kastaði henni ítrekað upp. Átta ára drengur var bundinn við ofn. „Á hælinu var oft einn starfsmaður með 20-25 vistmenn í sinni umsjá. Það gefur augaleið að við slíkar aðstæður næst aðeins að sinna grunnþörfum með herkjum,“ segir fyrrverandi starfsmaður. – jóe / sjá síðu 6 Níðingsskapur á Kópavogshæli Vistmenn á Kópavogshæli á áttunda áratug síðustu aldar. Fréttablaðið/GVa 0 8 -0 2 -2 0 1 7 0 4 :4 8 F B 0 4 0 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 C 3 1 -8 0 6 4 1 C 3 1 -7 F 2 8 1 C 3 1 -7 D E C 1 C 3 1 -7 C B 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 4 0 s _ 7 _ 2 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.