Fréttablaðið - 08.02.2017, Side 10

Fréttablaðið - 08.02.2017, Side 10
Frá degi til dags Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir forStjóri: Sævar Freyr Þráinsson Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is aðStoðarritStjórar: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is, Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSn 1670-3871 fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞróunarStjóri: Tinni Sveinsson tinni@365.is helgarBlað: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is markaðurinn: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is menning: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is lífið: Guðný Hrönn Antonsdóttir gudnyhronn@frettabladid.is ljóSmyndir: Vilhelm Gunnarsson villi@365.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Halldór Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is Þetta er ekki bara skamm- sýni, þetta er hreint út sagt arfavitlaust – þið afsakið orðbragðið. Það verður ball á Bessastöðum í kvöld, eða því sem næst, en þá verður þar húsfyllir af ægilegum verum sem í daglegu tali kallast rithöfundar. Tilefnið er afhending Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2016, en verðlaunað er í þremur flokkum: Fræðibækur og rit almenns eðlis, barna- og ung- mennabækur og loks fagurbókmenntir. Allt bækur sem skipta máli og við, bókaþjóðin á enda veraldar, eigum vonandi eftir að halda áfram að lesa um ókomin ár vegna þess að góðar bækur eru mann- bætandi. Manneskja sem les góðar bækur eykur skilning sinn á heiminum. Á mannlegu eðli, landinu og náttúrunni, vísindum og listum, gleði okkar og sorgum, jafnvel sjálfri ástinni. Síðu eftir síðu, bók eftir bók er lestur þannig virðisaukandi fyrir manneskjuna. Einstakling- ana sem móta samfélag sem þarf á því að halda fólk sé í senn upplýst og vel meinandi til þess að þar dafni framfarir og velferð. Lestur er hinn eiginlegi virðisauki samfélagsins af bókum. En virðisaukaskattur stjórn- valda á bækur er hins vegar þrándur í götu lesturs. Vanhugsuð álagning á aðgengi almennings að bókum. Virðisaukaskattur á bókum felur í sér álögur á almenning sem hefur vilja til þess að lesa góðar og fræðandi bækur með sama hætti og hann er íþyngj- andi fyrir námsmenn allt frá því að grunnskólanámi lýkur. Það er skammsýn skattlagning í samfélagi sem þarf á vel menntuðu fólki að halda til þess að þokast til framfara og velferðar. Og það er ekki eins og allt það fjármagn sem fer í ríkiskassann fari í að fjárfesta í íslenskum bókmenntum, hvers eðlis sem þær eru, því þar hallar svo sannarlega verulega á bækurnar og lesendur þeirra. Ríkið fær sem sagt langtum meira inn en það skilar til baka til bókasamfélagsins og hefur gert lengi. Það eru lesendur sem greiða mismuninn. Lesendur sem eru í námi eða vilja njóta góðra bók- mennta. Fræðast, þroskast og bæta sig fyrir tilstilli töfra lestursins. Þetta er ekki bara skammsýni, þetta er hreint út sagt arfavitlaust – þið afsakið orðbragðið. En í dag er uppskeruhátíð íslenskra bókmennta og af því að við Íslendingar elskum bókmenntir þá er ballið á Bessastöðum og sjálfur forsetinn afhendir verðlaunin. Auðvitað sýnist sitt hverjum um hvern á að verðlauna og fyrir hvaða bók en það er ekki það sem öllu máli skiptir. Það sem öllu máli skiptir er tækifærið fyrir nýjan ráðherra mennta- og menn- ingar mála á Íslandi til þess að snúa okkur af þessari braut álagningar á menntum og lestur landsmanna. Að sýna og sanna að það sé raunverulegur vilji hjá nýrri ríkisstjórn til þess að jafna aðstöðumun við menntun, bæta aðgengi landsmanna að góðu lesefni og leggja þung lóð á vogarskálina í baráttunni fyrir íslenskunni. Tungumálinu sem mótar og skilgreinir bókaþjóðina. Tungumáli íslenskra lesenda. Vanhugsaður virðisauki 8 . f e b r ú a r 2 0 1 7 M I Ð V I K U D a G U r10 s K o Ð U n ∙ f r É T T a b L a Ð I Ð SKOÐUN Upplifunin síðasta sumar að fylgjast með okkar eigin landsliði á EM í Frakklandi bæði fyrir mig sem fyrrverandi landsliðsfyrirliða og okkur öll var stórkostleg. Næsta sumar munum við svo stolt fylgjast með kvennaliðinu á EM í Hollandi sem er að fara á sitt þriðja stórmót. Grasrótin er grunnurinn Þessi árangur endurspeglar það frábæra starf sem er unnið um allt land hjá aðildarfélögum KSÍ. Grasrótar- starfið sem unnið er í yngri flokkunum á Íslandi er til fyrirmyndar. Við eigum að halda áfram á sömu leið og efla enn frekar menntun þjálfara. KSÍ á einnig að huga sérstaklega að því að styðja við bakið á félögum á landsbyggðinni þar sem kostnaður vegna ferðalaga vegur þungt. Þá er mikilvægt að efla markaðsstarfið í kringum fótboltann hér heima. KSÍ og samstarfsaðilar eiga að sameinast um átak til að fjölga áhorfendum á leikjum, bæði karla og kvenna. Spilum áfram í efstu deild Yfirgnæfandi meirihluti tekna KSÍ eru styrkir frá EUFA, FIFA og tekjur af erlendum sjónvarpsrétti. Samkvæmt ársreikningi 2016 eru þetta 2,6 milljarðar króna, eða 88 prósent af öllum tekjum sambandsins! Það er eitt mikilvægasta verkefni KSÍ að standa vörð um þessar tekjur og leita leiða til að auka þær. Fyrir aðildarfélögin eru miklir hagsmunir í húfi. Við þurfum að nýta okkur meðbyrinn. Til þess þurfa allir að helga sig verkefninu 100 prósent. Formaður KSÍ á að vera sýnilegur og virkur í starfi hreyfingarinnar, fulltrúi fótboltans í grasrótinni, gagnvart aðildarfélögum og öllum hinum fjölmörgu hagsmunaaðilum sem KSÍ starfar með. Á undanförnum árum hefur umgjörð um fótbolta á Íslandi breyst mikið. Fagmennskan hefur aukist. Við þurfum að byggja á því sem áunnist hefur og bæta það sem betur má fara. Ég vil leggja áherslu á gegnsæi og einfalt og skilvirkt skipurit utan um starfsemi KSÍ. Ég hlakka til að hitta fulltrúa á ársþingi KSÍ, til skrafs og ráðagerða um það hvernig við getum saman bætt fótboltann á Íslandi. Framtíðin er björt Guðni Bergsson lögmaður og frambjóðandi til formanns KSÍ Formaður KSÍ á að vera sýnilegur og virkur í starfi hreyfingar- innar.#islenskaoperan · Miðasala: opera.is HEFUR ÞÚ UPPLIFAÐ ÁSTARSORG? ÓPERA / LEIKRIT EFTIR POULENC & COCTEAU FRUMSÝNING 9. FEBRÚAR 2017 Í HÖRPU LEIKGERÐ OG LEIKSTJÓRN: BRYNHILDUR GUÐJÓNSDÓTTIR FLYTJENDUR AUÐUR GUNNARSDÓTTIR, ELVA ÓSK ÓLAFSDÓTTIR OG EVA ÞYRI HILMARSDÓTTIR Húsmæðurnar Benedikt Jóhannesson fjármála­ ráðherra baðst í gær afsökunar á ummælum sínum á þingi þegar hann kallaði þær þingkonur sem tóku til máls um opinber fjármál „hagsýnar húsmæður“. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingkona VG, varð fyrst til að gagnrýna orðavalið. Ekki væri viðeigandi að ráðherra í ríkisstjórn sem kenndi sig við jafnrétti talaði svona. Benedikt tók undir að ummælin væru kjánaleg og hefðu verið misheppnuð tilraun til að vera hnyttinn. Hagsýn húsmóðir er þó ekki skammar­ yrði og óskandi að sem flestir fjármálaráðherrar hagi ríkis­ rekstrinum eins og hagsýnar húsmæður. Í því felst að sleppa óþarfa bruðli en vera óhræddur við að taka upp veskið þegar heimilisfólkið þarf til læknis. Upp við vegg Formaður VR, Ólafía B. Rafns­ dóttir, hefur stillt stjórnvöldum upp við vegg og segir að endur­ skoða þurfi ákvörðun kjararáðs um launahækkun æðstu embættismanna áður en endur­ skoðun kjarasamninga ljúki innan þriggja vikna. Stór orð hjá formanninum en lítill vilji er hjá stjórnvöldum að hræra í ákvörð­ un kjararáðs. Það er spurning hvernig stjórnvöld munu mæta til leiks gegn formanni stærsta stéttarfélags landsins sem þegar hefur hnýtt á sig skóna og dregið átakalínur á vangana, tilbúin í slaginn. snaeros@frettabladid.is 0 8 -0 2 -2 0 1 7 0 4 :4 8 F B 0 4 0 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C 3 1 -9 4 2 4 1 C 3 1 -9 2 E 8 1 C 3 1 -9 1 A C 1 C 3 1 -9 0 7 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 0 4 0 s _ 7 _ 2 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.