Fréttablaðið - 08.02.2017, Síða 23

Fréttablaðið - 08.02.2017, Síða 23
– Tengir þig við framtíðina! Sjónvarpsdreifikerfi fyrir hótel, gistiheimili og skip. Auðbrekku 3 • Kópavogur • s. 564 1660 oreind@oreind.is • www.oreind.is ára s. 511 1100 | www.rymi.is ...fyrir alla muni SMÁVÖRUHILLUR OG SKÁPAR Rauðagerði 25 - 108 Reykjavík Sími: 517 0900 / 777 1901 www.kaelivirkni.is VIÐHALD OG VIÐGERÐIR Á KÆLI- OG FRYSTIKERFUM VIÐ SJÁUM UM Láttu okkur ráða Elja starfsmannaþjónusta 4 150 140 elja.is elja@elja.is Þarftu að ráða? Iðnaðarmann Bílstjóra Bifvélavirkja Þjónustufólk Öryggisvörð Lagerstarfsmann Matreiðslumann markaði nefna að með hliðsjón af þeirri miklu lækkun sem hefur orðið á hlutabréfaverði Iceland­ air þá séu líkur til þess að félagið muni ekki lengur spila sambæri­ legt hlutverk á markaði. Ekki er langt síðan að stór við­ skipti voru með bréf í Iceland­ air þegar hópur fjárfesta keypti fyrir samanlagt um 1,5 milljarða í félaginu 20. janúar síðastliðinn. Það voru markaðsviðskipti Lands­ bankans sem höfðu umsjón með þeim viðskiptum en á meðal kaup­ enda, samkvæmt upplýsingum Markaðarins, voru Lífeyrissjóð­ ur starfsmanna ríkisins, Frjálsi lífeyrissjóðurinn og trygginga­ félag. Gengi bréfa Icelandair hækkaði um rúmlega þrjú pró­ sent í viðskiptum þann dag og stóð í 22,65 krónum á hlut við lokun markaða. Þau viðskipti þóttu til marks um, að sögn sumra við­ mælenda Mark­ aðarins, að mögu­ lega væri hið versta að baki hjá félaginu. Svo reyndist ekki vera. Hjá stærstu hluthöfum Ice­ landair, lífeyrissjóðunum, hefur hin mikla lækkun á hlutabréfa­ verði félagsins – það hefur fallið í verði um 60 prósent frá því í lok apríl 2016 – rýrt verulega bókfært virði bréfa þeirra í félaginu. Þann­ ig hefur markaðsverðmæti Ice­ landair minnkað um 118 milljarða frá því að hlutabréfaverð félagsins var í hæstu hæðum. Lífeyrissjóð­ ur verslunarmanna, sem stærsti einstaki hluthafi Icelandair með 14,7 prósenta hlut, hefur á þessum tíma þurft að horfa upp á eign sína lækka að markaðsvirði um meira en 17 milljarða. Þegar gengi bréf­ anna stóð hvað hæst nam virði hlutarins um 27 milljörðum, sem jafngilti nærri fimm prósentum af heildareignum sjóðsins. Daði nefnir sérstaklega að gengi hlutabréfa Icelandair á markaði hefur lækkað á hverjum einasta degi – samtals um 30 prósent – Icelandair flutti alls 3,7 milljónir farþega í millilandaflugi 2016 og fjölgaði þeim um 20% frá fyrra ári. Þrátt fyrir að bréf félagsins hafi lækkað mikið á síðasta ári þá var rekstrarniðurstaða Icelandair sú næstbesta í 80 ára sögu félagsins. frá því að „tilkynningin örlaga­ ríka var birt fyrir viku. Það virð­ ist fyrst og fremst vera vegna þess að markaðsaðilar telja að þær upp­ lýsingar sem komu fram í tilkynn­ ingunni hafi ekki útskýrt nægilega vel hvernig félagið ætlar að bregð­ ast við þessari erfiðu stöðu. Mikil­ vægt er að stjórnendur Icelandair leggi fram ítarlega og trúverðuga áætlun um hvernig það verði gert á uppgjörsfundi á miðvikudags­ morgun [í dag].“ Icelandair, líkt og mörg önnur flugfélög, hefur þurft að mæta vaxandi samkeppni með því að lækka fargjöld en útlit er fyrir að vel á þriðja tug flugfélaga muni fljúga til og frá Keflavíkurflug­ velli næsta sumar. „Þetta aukna framboð,“ útskýrir Daði, „hefur haft í för með sér lægri meðal­ fargjöld en Icelandair gerði ráð fyrir. Þrátt fyrir erfiðar horf­ ur til skemmri tíma virðist Ice­ landair ekki ætla að draga saman seglin og minnka framboð á næst­ unni þar sem félagið metur lang­ tímahorfur góðar. Það má því leiða líkur að því að félagið búist við að önnur flugfélög muni draga úr framboði sínu hingað til lands á næsta ári. Erfitt er samt að spá um hvort það verði raunin.“ Horft til SAS? Í uppfærðu verðmati á Icelandair, sem hagfræðideild Landsbankans sendi frá sér síðastliðið miðviku­ dagskvöld, kom meðal annars fram að „eins og staðan er í dag lítur út fyrir að Icelandair sé að selja lággjalda­ fargjöld með kostnaðarstrúkt­ úr hefðbundins (e. full service) f lugfélags“. Í verðmatinu, sem Markaðurinn hefur undir höndum, segir einnig að hinar nýju vænt­ anlegu vélar Icelandair, en þær fyrstu verða afhentar á næsta ári, hafi aldrei verið mikilvægari. „Á sama tíma og flugfargjöld eru lág og olíuverð á uppleið þá er ljóst að spar neytnar vélar skipta verulegu máli.“ Á meðan tekjur Icelandair eru að langstærstum hluta í erlend­ um gjaldeyri eru um 30 prósent af kostnaði félagsins í íslenskum krónum. Gengisstyrking krón­ unnar, sem flestir búast við að muni halda áfram á næstu miss­ erum, hefur því neikvæð áhrif á afkomu félagsins. Þá hefur grein­ ing Capacent bent á aukinn launa­ kostnað sem hlutfall af veltu, sem gæti orðið um 27 prósent á árinu, sem veigamikla ástæðu þess að EBITDA­hagnaður félagsins fer lækkandi. Daði segir það alveg ljóst að hluthafar Icelandair muni krefjast skýrari svara um hvernig eigi að ná niður kostnaði samhliða aukinni samkeppni frá lággjaldaflugfélög­ um. „Forstjóri félagsins hefur sagt í fjölmiðlum að verið sé að íhuga að taka upp töskugjöld og að gera félagið sýnilegra á bókunarvélum en líklega þarf meira til en það.“ Að mati Daða mun Icelandair vafalaust skoða frekari leiðir til hagræðingar. „Það verður áhuga­ vert að sjá hvort félagið muni í þeim efnum horfa til nýlegra aðgerða skandinavíska flugfélags­ ins SAS sem ætlar að opna starfs­ stöðvar í London og á Spáni, með flugrekstrarleyfi frá Írlandi. SAS hefur einnig fundið harkalega fyrir aukinni samkeppni undan­ farið og hefur hlutabréfaverð félagsins lækkað um ríflega 40% á einu ári. Þessi aðgerð var leið SAS til þess að bregðast við erf­ iðu umhverfi og miðar hún meðal annars að því að ná niður launa­ kostnaði með því að ráða ódýrari starfsmenn en hægt er að gera í Skandinavíu. Þetta er vitaskuld ekki óumdeild aðgerð þar sem störf í heimalöndunum geta tapast en hún var engu að síður samþykkt af stjórn SAS þrátt fyrir að vera í tæplega helmingseigu danska, norska og sænska ríkisins.“ Íhugar stjórnarframboð Í samtölum við stærstu hluthafa vilja þeir ekkert gefa upp um hvort þeir séu farnir ráða ráðum sínum varðandi mögulega uppstokkun á stjórn félagsins. Hins vegar, eins og einn hluthafi segir við Mark­ aðinn, þá „ætti það ekki að koma neinum á óvart ef það yrðu breyt­ ingar á stjórninni í ljósi þess sem á undan hefur gengið“. Svanhildur Nanna, sem er á meðal stærstu hluthafa, ásamt eiginmanni sínum, Guðmundi Erni Þórðarsyni, í tryggingafélaginu VÍS og Kviku fjárfestingabanka bauð sig fram í stjórn Icelandair á aðalfundi flugfélagsins í mars í fyrra en hlaut ekki brautagengi. Aðspurð segir Svanhildur Nanna að það komi vissulega til greina að bjóða sig fram á ný í stjórn Ice­ landair, en aðalfundur verður 3.  mars næstkomandi, sjái hún fram á að hluthafar séu tilbún­ ir í breytingar á stjórn félagsins. Svanhildur segist löngum hafa verið þeirrar skoðunar að það sé mikilvægt að jafnvægi ríki milli svonefndra óháðra stjórnarmanna og stjórnarmanna sem hafa beina hagsmuni af árangri félaganna. „Það skortir nokkuð á það jafnvægi í stjórn Icelandair eins og sakir standa,“ segir hún. Þau hjónin hafa minnkað lítillega hlut sinn í félag­ inu að undanförnu en fjárfestinga­ félag þeirra á í dag um 15 millj­ ónir hluta. Miðað við gengi bréfa í Icelandair er sá hlutur metinn á um 230 milljónir en engir einka­ fjárfestar eru á lista yfir tuttugu stærstu hluthafa í félaginu. Mikilvægt er að stjórnendur Ice­ landair leggi fram ítarlega og trúverðuga áætlun. Daði Kristjánsson í markaðsvið- skiptum hjá Arctica Finance Bandarískur vogunar­ sjóður seldi allt í janúar Á meðal hluthafa sem höfðu selt bréf sín í Icelandair áður en félagið sendi frá sér hina örlagaríku afkomu- viðvörun 1. febrúar síðastliðinn var bandarískur vogunarsjóður. Sam- kvæmt lista yfir alla hluthafa í flug- félaginu, sem Markaðurinn hefur séð, fór vogunarsjóðurinn Taconic Capital af hluthafalista Icelandair í janúar. Sjóðurinn hafði áður átt, í gegnum félagið TCA sem er skráð með lög- heimili í Lúxemborg, samanlagt um 11 milljónir hluta í Icelandair. Miðað við að bréf Icelandair voru allajafna að ganga kaupum og sölum á genginu 22 krónur á hlut í janúar má áætla að sjóðurinn hafi selt hlut sinn fyrir um 240 milljónir. Vogunarsjóðurinn Taconic Capital á mikilla hagsmuna að gæta á Íslandi sem langsamlega stærsti einstaki hluthafi eignarhaldsfélagsins Kaup- þings sem fer með 87 prósenta hlut í Arion banka. Þá var sjóðurinn í hópi erlendra fjárfesta sem keyptu saman- lagt fyrir um 80 milljarða í íslenskum ríkisskuldabréfum á árunum 2015 og 2016 auk þess að hafa keypt í fleiri skráðum íslenskum félögum á síðustu misserum, meðal annars í smásölurisanum Högum. Taconic Capital er ekki eini erlendi fjárfestirinn sem sýnt hefur Icelandair áhuga en tveir bandarískir fjárfest- ingasjóðir Eaton Vance Management – Global Macro Portfolio og Global Macro Absolute Return Advantage – hafa sömuleiðis fjárfest í félaginu. Þannig komst sjóðurinn Global Macro Portfolio um tíma í lok síðasta árs í hóp tuttugu stærstu hluthafa með tæplega eins prósents eignarhlut. EBITDA minnkaði um 90% á síðasta fjórðungi Aðgerðir sem stjórnendur Ice landair Group hyggjast ráðast í, bæði á tekju- og gjaldahlið félagsins, eiga að skila bættri afkomu að fjárhæð 30 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði um 3,5 milljarða íslenskra króna, þegar þær verða að fullu komnar til framkvæmda í ársbyrjun 2018. Þetta er haft eftir Björgólfi Jó- hannssyni, forstjóra Icelandair Group, í tilkynningu til Kauphallarinnar í gær- kvöldi. Samkvæmt uppgjöri félagsins nam EBITDA á síðasta ársfjórðungi 2016 samtals 2,5 milljónum dala borið saman við 22,9 milljónir dala á sama tíma árið áður. Hagnaður Icelandair eftir skatta á öllu síðasta ári var 89,1 milljón dala og minnkaði um tæplega 22 milljónir dala á milli ára. Björgólfur segir að að undanförnu hafi orðið „breyting í bókunarflæði Icelandair til hins verra. Bókanir eru hægari en gert var ráð fyrir og meðal- fargjöld á mörkuðum hafa lækkað umfram spár. Á síðustu dögum hafa komið fram upplýsingar um að þetta sé þróun sem almennt á sér stað á alþjóða flugmarkaði.“ Þá segir Björgólfur að gripið hafi verið til aðgerða til að mæta þessum breyttu aðstæðum. „Meðal aðgerða eru breytingar á uppbyggingu á far- gjöldum og vöruframboði. Þessar breytingar, sem unnið hefur verið að frá því í haust, eru til að mæta aukinni samkeppni, breyttum að- stæðum á mörkuðum fyrirtækisins og breytingum á neysluvenjum flug- farþega. Markmið breytinganna er að ná til nýrra viðskiptavina, auka sýni- leika félagsins í leitarvélum gagnvart tilteknum markhópum og breikka tekjugrunn félagsins. Frá síðastliðnu hausti hefur enn fremur verið hert verulega á kostnaðar aðhaldi innan félagsins.“ 30 milljónir dala er sú fjárhæð sem aðgerðir Icelandair eiga að skila í bættri afkomu MarkaðurInn 7M I Ð V I K U D A G U R 8 . f e b R ú A R 2 0 1 7 0 8 -0 2 -2 0 1 7 0 4 :4 8 F B 0 4 0 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C 3 1 -B 1 C 4 1 C 3 1 -B 0 8 8 1 C 3 1 -A F 4 C 1 C 3 1 -A E 1 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 4 0 s _ 7 _ 2 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.