Fréttablaðið - 14.02.2017, Side 6

Fréttablaðið - 14.02.2017, Side 6
1 4 . f e b r ú a r 2 0 1 7 Þ r I Ð J U D a G U r6 f r é t t I r ∙ f r é t t a b L a Ð I Ð BÍLALAND BÝÐUR BÍLA Á FRÁBÆRUM KJÖRUM! KOMDU STRAX Í DAG OG TRYGGÐU ÞÉR GÓÐAN BÍL FRÁ BÍLALANDI ÚRVAL NOTAÐRA BÍLA HYUNDAI Tucson Premium. Nýskr.05/2016, ekinn 15 þ.km, dísil, sjálfskiptur. VERÐ 5.490 þús. kr. Staðsetning: Hyundai, Kauptúni 1 RENAULT Megane Expression. Nýskr.01/2016, ekinn 4 þ.km, dísil, beinskiptur. VERÐ 3.190 þús. kr. Staðsetning: Klettháls 11 LAND ROVER Discovery Sport S. Nýskr.03/2016, ekinn 42 þ.km, dísil, sjálfskiptur. VERÐ 6.250 þús. kr. Staðsetning: Klettháls 1 BMW X5 XDrive 40d F15. Nýskr.10/2010, ekinn 155 þ.km, dísil, sjálfskiptur. VERÐ 4.790 þús. kr. Staðsetning: Klettháls 11 RENAULT Captur Dynamic. Nýskr.08/2015, ekinn 19 þ.km, dísil, beinskiptur. VERÐ 2.690 þús. kr. Staðsetning: Klettháls 11 Discovery Sport HSE. Nýskr.07/2015, ekinn 21 þ.km, dísil, sjálfskiptur. VERÐ 7.590 þús. kr. Staðsetning: Klettháls 1 Rnr. 360095 Rnr. 370386 Rnr. 192266 Rnr. 370122 Rnr. 192334 Rnr. 370371 www.bilaland.is Kletthálsi 11 - 110 Reykjavík og Hyundai notaðir bílar - Kauptúni 1 - 210 Garðabæ Sími: 525 8000 - bilaland@bilaland.is Opið frá kl. 9–18 og á laugardögum frá kl. 12–16. www.facebook.com/bilaland.is E N N E M M / S ÍA / N M 8 0 1 8 6 B íl a la n d 2 x 3 8 1 4 fe b UmhverfIsmáL Kolefnisfótspor íslenskrar framleiðslu hefur aukist eftir að íslensk orkufyrirtæki hófu að selja svokallaðar uppruna- ábyrgðir á grænni íslenskri orku úr landi. „Nú eru einstaka kaupendur farnir að kalla eftir kolefnisfótspori vörunnar og hafa sum fyrirtæki, líkt og HB Grandi, hafið skráningu á loftslagsbókhaldi,“ segir Garðar Svavarsson, framkvæmdastjóri upp- sjávarsviðs HB Granda. „Afleiðingar sölu upprunaábyrgða úr landi eru þær að íslensk fyrirtæki þurfa þá að skrá kjarnorku og kol í bókhald sitt.“ Íslensk orkufyrirtæki hófu þátt- töku í kerfi með upprunaábyrgðir árið 2011. Stærstu orkufyrirtækin hafa fengið útgefnar uppruna- ábyrgðir hjá Landsneti og hafa þær að langstærstum hluta verið seldar kaupendum utan Íslands. Hins vegar er vitað að kaupendur upp- runaábyrgða erlendis nýta sér ekki orkuna. Hér á landi er nærri allt rafmagn á ársgrundvelli framleitt á umhverfis- vænan hátt og er Ísland leiðandi í heiminum þegar kemur að grænni orku. Fyrirtæki hérlendis nýta þessa grænu orku en þurfa að bók- færa kol og kjarnorku. „Þetta hefur vakið undrun okkar sem kaupenda hreinnar orku. Við skorum á stjórn- völd að koma í veg fyrir sölu á upp- runaábyrgðum erlendis og standa þannig vörð um orðspor íslenskra sjávarafurða,“ segir Garðar. – sa Kol og kjarnorka í útflutningsbókhaldið vIÐskIptI Stjórn Lyfjafræðingafélags Íslands gagnrýnir kröfu hóps innan Samtaka verslunar og þjónustu sem vill auka frelsi í viðskiptum með ákveðin ólyfseðilsskyld lyf. Í Frétta- blaðinu síðastliðinn miðvikudag var greint frá rannsókn hópsins um það hversu mikla aðstoð og ráðgjöf starfsfólk apótekanna veitir við- skiptavinum en í 13 prósentum til- fella var slík ráðgjöf veitt að frum- kvæði starfsfólksins. Hópurinn vill gefa sölu vægra verkjalyfja, kveflyfja, magalyfja og ofnæmislyfja frjálsa svo hægt sé að selja þessi lyf í almennum verslunum en í dag má selja vissar pakkningar nikótínlyfja og flúors í verslunum með því skilyrði að einungis afgreiðslufólk hafi aðgang að þeim. Í tilkynningu frá Lyfjafræðinga- félagi Íslands segir að reynslan hafi sýnt að framkvæmd og sölu og aðgengis þessara lyfja sé ekki í sam- ræmi við þær reglur sem gilda. „Lyf eru viðkvæm vara og strangar reglur gilda um geymslu þeirra hvort sem er í flutningi, í lyfjavöruhúsum eða í apótekum. Hver mun bera ábyrgð á því í almennum verslunum að lyfin séu geymd á réttan hátt?“ segir í til- kynningunni. Þá segir að öryggi viðskiptavinar- ins sé aðalatriðið. „Hann á að geta verið öruggur um að fá rétta lyfið við þeim kvilla sem hrjáir hann og svör við þeim spurningum sem kunna að vakna hjá honum.“ – snæ Ítreka mikilvægi öryggis við lyfsölu Í dag verður að geyma öll lyf í versl- unum á bak við afgreiðsluborðið. banDaríkIn Nærri 190 þúsund manns þurftu að yfirgefa heimili sín í Kaliforníu á sunnudag vegna flóðahættu, þar sem skemmdir höfðu orðið á yfirfallsrás Oroville- stíflunnar. Vatn streymdi af miklum krafti frá yfirfallsrásinni, en stuttu síðar minnkaði vatnsstreymið verulega. Hættan var þó ekki liðin hjá, því spáð er hvassviðri seinna í vikunni og þá má búast við flóðum. Ekki er ljóst hvenær fólkið getur snúið aftur til síns heima en yfirvöld segja að erfitt verði að gera við yfir- fallsrásina. Stíflan er nærri hálfrar aldar gömul og  235 metrar á hæð, sú hæsta í Bandaríkjunum, og uppistöðulón hennar, Oroville-vatnið,  er eitt af stærstu manngerðu stöðuvötnum í Kaliforníu. Engin hætta er á því að stíflan sjálf bresti, hins vegar getur vatn flætt í stórum stíl yfir stíflubrúnina ef yfirfallsrásin virkar ekki eins og skyldi. Enn meiri hætta er þó á því að yfirfallsrásin skemmist enn frekar sem þýddi að mikill vatnsflaumur streymdi þaðan út og niður yfir byggðina fyrir neðan. „Bresti yfirfallsrásin mun  vatns- flóð streyma stjórnlaust niður frá Oroville-vatni,“ segir í tilkynningu til íbúa frá stjórnvöldum.  Jerry Brown, ríkisstjóri í Kaliforníu, sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem hann sagði aðstæður þarna vera flóknar og að þær geti breyst hratt. Allur tiltækur mannafli og búnaður hafi verið sendur til þess að takast á við vandann. Þá hefur þjóðvegum neðan stífl- unnar verið lokað og umferðinni beint annað. Skemmdin á yfirfallsrásinni stafar af jarðrofi sem varð skyndilega fyrir nokkrum dögum, með þeim afleið- ingum að hluti rásarinnar brast og stórt gat myndaðist á henni. Í nágrenninu býr fjöldi fólks og öll sú byggð er í verulegri hættu ef illa fer. Mikil umskipti hafa orðið í Kali- forníu þennan veturinn, því eftir mikla þurrka árum saman hefur úrkoma skyndilega orðið með allra mesta móti, bæði regn og snjókoma. Úrkoman hefur þó verið mest í norðanverðri Kaliforníu. Sunnan til eru enn þurrkar, en þó ekki eins alvarlegir og verið hefur undanfarin misseri. gudsteinn@frettabladid.is Tvö hundruð þúsund forða sér vegna flóða Jarðrof olli skemmdum á yfirfallsrás hæstu stíflu Bandaríkjanna. Mikil úrkoma hefur verið í norðanverðri Kaliforníu í vetur, en miklir þurrkar höfðu hrjáð íbúa þar árum saman. Fjöldi hefur þurft að yfirgefa heimili sín vegna hættunnar. Vatnflaumurinn streymir úr skemmdri yfirfallsrás Oroville-stíflunnar í Kaliforníu. Fréttablaðið/EPa 1 4 -0 2 -2 0 1 7 0 4 :3 2 F B 0 3 2 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C 3 A -C C 4 4 1 C 3 A -C B 0 8 1 C 3 A -C 9 C C 1 C 3 A -C 8 9 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 0 3 2 s _ 1 3 _ 2 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.