Fréttablaðið - 14.02.2017, Qupperneq 14
Fólk er kynningarblað
sem býður auglýsendum að
kynna vörur og þjónustu í formi
viðtala og umfjallana. Í blaðinu er
einnig hefðbundið ritstjórnarefni.
Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega.
Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Svanur Valgeirsson
umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@365.is, s. 512 5349 | Lilja Björk Hauksdóttir, liljabjork@365.is,
s. 512 5372 | Ragnheiður Tryggvadóttir, heida@365.is, s. 512 5367 | Sólveig Gísladóttir, solveig@365.is, s. 512 5351
Starri Freyr Jónsson, starri@365.is, s. 512 5358 | Vera Einarsdóttir, vera@365.is, s. 512 5357
sölumenn: Atli Bergmann, atlib@365.is, s. 512 5457 | Jóhann Waage, johannwaage@365.is, s. 512 5439
| Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@365.is, s. 512 5429 | Ólafur H. Hákonarson, olafurh@365.is, s. 512 5433
sólveig
gísladóttir
solveig@365.is
gísli guðlaugsson hannaði frumgerð eyrnatappa til notkunar við lyfjagjöf vegna bráðrar miðeyrnabólgu. mynd/eyÞór
Gísli tók þátt í verkefni sem unnið
hefur verið að í nokkurn tíma og
miðar að því að þróa nýtt meðferð-
arúrræði við bráðri miðeyrna-
bólgu sem er æði algeng meðal
ungra barna. „Hingað til hefur
algengasta meðferðarúrræðið
verið að nota sýklalyf en slíkt er
ekki æskilegt enda fer sýklalyfja-
ónæmi vaxandi í heiminum,“ út-
skýrir Gísli sem fékk það hlutverk
að hanna eyrnatappa sem hægt
yrði að nota til að koma lyfinu,
sem hefur að geyma innihalds-
efni úr ilmkjarnaolíu, týmóli, inn
að miðeyra barna, en týmól er að-
alinnihaldsefnið í timjanolíu og
hefur breiða bakteríudrepandi
virkni.
„Vinnan við eyrnatappann fór
af stað í haust. Þá kom ég fram
með hugmyndir að hönnun og
eftir það hófst vinna við að búa
til frumgerðina.“ Gísli hannaði
eyrnatappa með þremur hett-
um með opi í miðju. Hönnuð voru
lítil hylki með týmól-lyfinu í og
á að setja þau í op eyrnatappans.
„Mikil vægast er að tappinn nái
að loka eyrnagöngunum alveg því
lyfið virkar þannig að það gufar
upp og smýgur í gegnum hljóð-
himnuna og inn í miðeyrað. Því er
mikilvægt að lyfið leki ekki út úr
eyrnagöngunum.“
Ein helsta áskorunin var stærð
tappans. „Ég þurfti að hanna
hann fyrir lítil börn upp í tveggja,
þriggja ára aldur og þurfti því
fyrst og fremst að huga að því að
tappinn myndi passa inn í eyrna-
göngin. Einnig var áskorun að búa
til nógu endingargóða frumgerð
sem hægt væri að gera tilraunir
með,“ segir Gísli en frumgerðirn-
ar eru úr mjúku og sveigjanlegu
silíkoni. „Ég prófaði nokkur mis-
munandi efni en þetta kom best
út,“ segir hann. Eyrnatappann
hannaði hann í tölvu. Út frá því
teiknaði hann mót sem var síðan
þrívíddarprentað. Að lokum var
silíkoni sprautað í mótið.
Gísli framleiddi eyrnatappa í
fjórum stærðum og að minnsta
kosti fimm í hverri stærð. Fram-
kvæmd var áhættugreining til að
meta hönnunina og koma auga á
hugsanlegar hættur sem fylgja
notkun eyrnatappans. Niðurstöð-
ur áhættugreiningarinnar bentu
til þess að hönnuninni fylgdi ekki
mikil áhætta og að auðvelt væri að
draga úr henni.
Gísli hefur nú afhent frum-
gerðirnar og munu aðrir sjá um
að rannsaka frekar samhangandi
virkni þeirra og lyfsins.
eyrnatappar
til lyFjagjaFa
gísli guðlaugsson kynnti nýverið meistaraverkefni sitt við
iðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði- og tölvunarfræðideild Háskóla
Íslands. Verkefnið snerist um að hanna og framleiða frumgerð
eyrnatappa til notkunar við lyfjagjöf vegna bráðrar miðeyrnabólgu.
Ást í upphæðum
Ástin verður ekki mæld í pening-
um en Valentínusardaginn er hins
vegar hægt að mæla í upphæðum.
Bandaríkjamenn eyða 18,6
milljörðum dala þegar þeir halda
upp á Valentínusardaginn. Þar af
fer rúmur einn og hálfur milljarð-
ur í sælgæti, tæpir tveir í blóm og
4,4 milljörðum er eytt í demanta,
gull og silfur. 224 milljónir rósa
eru ræktaðar sérstaklega til að
selja á Valentínusardag.
Rauðir rósavendir og hjarta-
laga konfektkassar eru sígildar
Valentínusargjafir og einnig má
nefna skartgripi og ilmvötn eða
rakspíra.
Viltu Vera
Valentínusinn minn?
Uppruna Valentínusarkortanna
má rekja til þess miðaldasiðar að
syngja eða kveða til ástarinnar
sinnar á þessum ástarinnar degi.
Elsta ritaða Valentínusarkort-
ið er eftir franskan hertoga sem
var lokaður inni í Tower of Lond-
on árið 1415 og stytti sér stundir
með því að yrkja ástarljóð til kon-
unnar sinnar. Elsta Valentínusar-
kortið sem ritað var á enska tungu sendi kona að nafni Margrey Brews
ótrúum elskhuga árið 1477. Um aldamótin nítján hundruð var sá siður
að senda Valentínusarkort mjög algengur í Bretlandi og hafði teygt
sig vestur um haf þar sem sagan hófst fyrir alvöru. Kortin eru aðallega
send milli elskenda en einnig til að sýna áhuga og síðustu áratugi hefur
færst í vöxt að lýsa með þeim almennri væntumþykju. Í dag, Valentín-
usardag, er áætlað að 145 milljónir Valentínusarkorta hafi verið send-
ar með póstinum í Bandaríkjunum en mun fleiri afhent í eigin persónu.
Efni kortanna er gjarna að biðja einhvern að vera „Valentínusinn“ sinn
sem getur bæði merkt kærasti eða kærasta en líka sá sem viðkomandi
þykir vænt um og langar að dekra við.
GERRY WEBER - TAIFUN
Nýjar sendingar á frábæru verði
(Sömu verð og á hinum Norðurlöndunum)
1 4 . f e b r ú a r 2 0 1 7 Þ r I Ð J U D a G U r2 f ó l k ∙ k y n n I n G a r b l a Ð ∙ X X X X X X X Xf ó l k ∙ k y n I n G a r b l a Ð ∙ h e I l s a
1
4
-0
2
-2
0
1
7
0
4
:3
2
F
B
0
3
2
s
_
P
0
2
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
3
2
s
_
P
0
1
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
3
2
s
_
P
0
1
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
3
2
s
_
P
0
1
4
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
C
3
A
-D
6
2
4
1
C
3
A
-D
4
E
8
1
C
3
A
-D
3
A
C
1
C
3
A
-D
2
7
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
A
F
B
0
3
2
s
_
1
3
_
2
_
2
0
1
7
C
M
Y
K