Fréttablaðið - 14.02.2017, Síða 28

Fréttablaðið - 14.02.2017, Síða 28
Stronger er fjarþjálfunarkerfi í gegnum vefsíðu. Hver not-andi fær sitt svæði þar sem hver dagur er lagður upp í æfingum og mataræði. Síðan er hönnuð með far- síma í huga og hugmyndin er sú að hægt sé að taka símann með sér í ræktina og fylgja prógramminu þar. Það fylgja myndbönd með sem skýra hverja æfingu þannig að ef eitthvað er óskýrt þá er bara hægt að horfa á myndbandið til að fá það á hreint. Mjög einfalt og skýrt,“ segir Kristbjörg Jónasdóttir, einkaþjálfari og tilvon- andi eiginkona landsliðsfyrirliðans Arons Einars Gunnarssonar, spurð út í nýtt þjálfunarkerfi sem kemur á markaðinn í lok mars á þessu ári. „Sumir hafa agann og drifkraftinn til að gera æfa algjörlega án aðstoðar, en öðrum finnst voða þægilegt að fá hvatningu og leiðsögn annars staðar frá. Ég vil meina að Stronger sé frábær lausn fyrir það fólk,“ segir hún. Í æfingakerfinu er ekki lögð áhersla á strangt mataræði heldur mun Kristbjörg deila með notendum hugmyndum og uppskriftum. „Hvað mataræði varðar þá finnst mér mestu máli skipta að fólk skipti út nokkrum hlutum fyrir aðra hollari valkosti.  Smávægilegar breytingar geta gert svakalega mikið. Þetta snýst allt um heilbrigðan lífsstíl og að sjálfsögðu að leyfa sér aðeins af og til, annars væri þetta nú ekkert skemmtilegt,“ segir hún. Kristbjörg keppti í fitness í nokkur ár, með frábærum árangri en meðal annars hafnaði hún í öðru sæti á UK Nationals fitness-mótinu árið 2014 og vann til gullverðlauna á velska meistaramótinu sama ár. Árið 2011 lenti hún svo í 2. sæti á Arnold Classic Europe Bikini Fitness. „Ég lærði mikið á þessum tíma en var alltaf mjög hungruð í að prófa fleiri tegundir af æfingum og líkams- rækt og fór að láta það eftir mér smám saman. Mér hefur alltaf fund- ist sem það þurfi að vera samræmi milli styrks og útlits. Og mér finnst að konur eigi að hafa metnað fyrir því að vera sterkar,“ útskýrir Krist- björg og bætir við að mikil hugarfars- breyting hafi orðið hvað þetta varð- ar. „Fjölmargar stelpur eru farnar að æfa kraftlyftingar og bardagaíþróttir. Þetta er svo skemmtileg þróun og svo í línu við það hvernig ég sé heiminn,“ segir Kristbjörg. Hugmyndin mótaðist á meðgöngunni „Það var á meðgöngunni þegar ég gekk með strákinn okkar, Óliver Breka, sem er núna á öðru aldursári sem ég fór virkilega að gefa mér tíma til að þróa þetta og safna mér upplýs- ingum. Það sem vakti fyrir mér var að búa til þjálfunarprógrammið sem ég hefði viljað geta haft aðgang að þegar ég var að byrja að æfa á sínum tíma. Það er mjög fjölbreytt og skemmtilegt og ef því er fylgt þá mun árangurinn ekki láta á sér standa. Það er á hreinu,“ segir hún, og viðbrögðin hafa ekki látið á sér standa. Hægt er að forskrá sig til að vera með í þjálfunarprógramminu nú þegar á vefsíðu Kristbjargar, krisj.is, en ráðgert er að það hefjist um mán- aðamótin mars-apríl. „Skráning er ekki formlega hafin, það er bara hægt að forskrá sig og þær sem gera það eru á forgangslista þegar þjálfunin hefst. Ég finn fyrir gríðarlegum áhuga og þegar eru rúm- lega fimmtíu konur búnar að forskrá sig.“ Prógrammið hjá Kristbjörgu kost- ar 35.000 krónur fyrstu sex vikurnar. Eftir það kosta fjórar vikur 22.500 krónur. Aðspurð hvort það sé dýrara en það sem gengur og gerist í fjar- þjálfunarheiminum svarar Kristbjörg neitandi. „Stronger er í raun ekki dýr- ara heldur en gengur og gerist, það er bara dýrara í fyrsta skiptið því að grunnpakkinn í Stronger er sex vikur í stað fjögurra. Ástæðan fyrir því er sú að mér finnst sex vikur vera eðli- legur tími til að koma sér í gang, læra aðferðirnar og rútínur og upplifa þann árangur sem kveikir metnaðinn til að halda áfram,“ útskýrir Krist- björg. gudrunjona@frettabladid.is Kristbjörg er að setja fjarþjálfunarvef á laggirnar. Mynd/Kjartan Magnússon Segir konur eiga að hafa metnað fyrir því að vera sterkar Kristbjörg Jónas- dóttir, unnusta fót- boltakappans Arons Einars Gunnarsson- ar, er að gefa út nýtt fjarþjálfunarnám- skeið. Námskeiðið kallast Stronger.08:30 Skráning og kaffisopi - Básar til sýnis 09:00 Setning - Almar Guðmundsson, Samtök Iðnaðarins 09:10 VFSC - Próf. Ólafur H. Wallevik, Rb við NMÍ og HR 09:30 Skáldað í sjónsteypu - Guja Dögg Hauksdóttir, Studio Hvítt 09:50 Praktisk hærdeteknologi - Lasse Frølich, Aalborg Portland STEINSTEYPUDAGURINN 2017 17. FEBRÚAR Á GRAND HÓTEL 10:30 Synthetic structural fibers in concrete - Dr. Klaus A. Rieder, GCP Applied Technologies Inc. 11:00 Blátrefjabending í stað járnabendingar - Eyþór Þórhallsson, HR 11:20 Hvernig hús myndi ég byggja í dag ? - Jón Sigurjónsson, Emeritus yfirverkfræðingur Rb 11:40 Verkframkvæmdir ríkisins 2017 á vegum FSR og Ríkiseigna - Halldóra Vífilsdóttir, FSR 13:00 Hönnun út frá möguleikum steypunnar - Hildur Steinþórsdóttir, TOS 13:20 Nemendakynning - Umsjón Einar Einarsson, BM Vallá 13:30 Lífsferilsgreiningar – Helga J. Bjarnadóttir, EFLA 13:50 Áskoranir við viðhald og byggingu steinsteyptra brúa - Ingunn Loftsdóttir, Vegagerðin 14:30 P2P, Performance based specification – Wassim Mansour, Readymix Abu Dhabi 15:00 Mikilvægi vistbyggðar – Þórhildur Fjóla Kristjánsdóttir, Vistbyggðaráð 15:20 Steinsteypuöldin - Egill Helgason og Pétur H. Ármannsson 15:40 Steinsteypuverðlaunin 2017 - Forseti Íslands, Herra Guðni Th. Jóhannesson afhendir 16:00 Ráðstefnulok - Próf. Ólafur H. Wallevik, formaður Steinsteypufélags Íslands Heill dagur: 18.000 kr. með hádegisverði Hálfur dagur: 12.000 kr. án hádegisverðar Nemagjald: Frítt með hádegisverði, hámark 40 nemendur* Básar: 50.000 kr. frammi / 75.000 kr. inni í sal. Innifalið ein skráning með hádegisverði Skráning á steinsteypufelag@steinsteypufelag.is fyrir 15. febrúar *Nemagjald 2017 er í boði: 10:10 Kaffihlé Dagskrá 12:00 Hádegismatur 14:10 Kaffihlé [ Nýsköpunarmiðstöð Íslands ] - Íslensk útgáfa af merki PANTONE PANTONE 1665 C CYAN 0% / MAGENTA 68% / YELLOW 100% / BLACK 0% R - 244/ G -116/ B - 34 órlitur RGB - þrír litir Svarthvítt BLACK 100% Negatíft Litur á svörtu 1 4 . f e b r ú a r 2 0 1 7 Þ r I Ð J U D a G U r20 L í f I Ð ∙ f r É T T a b L a Ð I Ð Lífið 1 4 -0 2 -2 0 1 7 0 4 :3 2 F B 0 3 2 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 C 3 A -D 1 3 4 1 C 3 A -C F F 8 1 C 3 A -C E B C 1 C 3 A -C D 8 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 3 2 s _ 1 3 _ 2 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.