Jólasveinar - 01.12.1923, Blaðsíða 13

Jólasveinar - 01.12.1923, Blaðsíða 13
Komið þessa viku klukkan 61/, síðd. í Prentsm. Acta, þá getið þið fengið að selja falleg jólakort. Há sölulaun! „Á eg að óska honum vitsmuna?" hugsaði hann. „Nei, hann er sonur minn og hann mun verða við- líka vitur og kænn og eg hefi verið“. En þá datt honum í hug hættan, sem Dervishinn hafði sagt, að vofði yfir sveininum. „Honum stendur aðalhættan af einkavini sínum“, hugsaði hann. „Og þá er að eins eitt ráð, til þess að frelsa hann, og það er að hann unni aldrei nokkrum manni, og hugsi aldrei nema um sjálfan sig. Annars hefir maður ekki nema ilt eitt af því að hugsa um aðra. þeir sem gera eitthvað gott, bera ekki annað en vanþakklæti úr býtum. Eg óska þess“, sagði hann svo, eftir stundarþögn, „að sonur minn verði alger- lega eigingjarn“. „þér skal verða að ósk þinni“, sagði röddin og rak þá upp skerandi væl. Kviknaði aftur í sama bili á kertinu. Upp frá því teygðist logatunga, svo að stofan virtist standa í björtu báli. En nú var Mansúr öllum lokið. Hann þaut eins og örskot út úr stofunni, til þess að fullvissa sig um, að hann væri enn þá í lifandi manna tölu og að ekkert slys hefði í raun og veru að höndum borið. Dervishinn tók skikkju sína og ilskó, og fór að öllu eins hægt og gætilega og hann var vanur. Var sem vaninn hefði gert hann með öllu óttalausan. Kona kom þjótandi inn í stofuna og að vöggunni, sem svein- amir lágu í, meðan hann var að fara í skikk'' sína. það var Halíma. Hún hafði verið í næstu stoiu, ieð- an stóð á töfraathöfninni. Hafði hún orðið mjög ótta- slegin, þegar hún sá Mansúr koma þjótandi. Hið fyrsta, sem hún gerði, er hún kom inn, Var að dýfa fingri í vatn og strjúka honum, yfir enni sveinanna, og mælti þá í hálfum hljóðum máttarorðið, sem eyð-

x

Jólasveinar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jólasveinar
https://timarit.is/publication/1225

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.