Lystræninginn - 01.10.1975, Side 15

Lystræninginn - 01.10.1975, Side 15
15 Konúngur Svíþjóðar heimsækir Reykjavik daginn áður en verkfall hefst Strákarnir 1 bæjarvinnunni eru vel undir verkfallið búnir. Síðustu nætur hafa þeir þénað vel við að undirbúa komu kóngsins. Fánum skrýdd er þessi verkfallsborg og fólkið fer í hátíðaskapi á verkfallsvakt. 10. júni 1975 Höfundur vill láta þess getið, að strákur í bæjarvinnunni benti honum seinna á að ein- úngis verkstjórar unnu að undirbúningi kon- úngskomunnar, enda annað vart tilhlýðilegt. Vinnustöðvun frestað um tvo daga meðan konúngur Svlþjóðar staldrar við á íslandi Þegar konúngsveislan hafði staðið um stund hlýddi fólkið í landinu á útvarpsfréttir til að heyra fleira af konúngi Sviþjóðar og samningamálum. Og sjá: hátíðablærinn sem leikið hafði allan daginn um fána Tslands og Sviþjóðar náði undir kvöld inni sali samníngamannanna sem frestuðu vinnustöðvun um tvo daga, en um það leyti mun konúngur Sviþjóðar halda heim á leið.

x

Lystræninginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lystræninginn
https://timarit.is/publication/1228

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.