Pilsaþytur: málgagn Kvennalistans í Vestfjarðakjördæmi - 01.04.1987, Page 7

Pilsaþytur: málgagn Kvennalistans í Vestfjarðakjördæmi - 01.04.1987, Page 7
PILSAÞYTUR 7 )i B j örnsdóttur fyrsta sæti í Vestfjörðum sem aukagrein. Ég tók einnig áfanga í ýmsum öðrum kennslugreinum fyrir forvitni sakir. Félagsfræði hafði ég kynnst í Menntaskólanum í Hamrahlíð og fannst það þá skemmtilegasta námsgreinin á- samt heimspekinni. Lá leiðin síðan í kennslu? Nei, ég var einn vetur við uppeldis- og kennslufræðinám í Háskólanum, og var jafnframt við æfingakennsluí Hamrahlíð- inni. En síðan fluttist ég hingað vestur og hér hef ég verið síðan. Hvernig kanntu við þig á ísafirði? Ég kann ágætlega við mig hér, en ég hafði ekki kynnst mörgum ísfirðingum, fyrr en nú í gegnum starfið með Kvenna- listanum. Ég kenni mjög mikið, ekki vegna þess að mig langi til þess, heldur er kennaraskortur- inn svo mikill, að maður hrein- lega neyðist til að taka að sér meiri kennslu en maður vill. Með svona mikilli kennslu er ákaflega lítill tími aflögu fyrir áhugamál og félagsstörf, og ég hef þá frekar reynt að nýta þann tíma með syni mínum. Nú ert þú einstæð móðir, hvernig finnst þér það hlutverk? Mér finnst mjög eðlilegt að vera einstæð móðir og það á á- gætlega við mig. Hrafnkell son- ur minn er orðinn fimm ára og við mæðginin erum mjög sam- rýmd. Þjóðfélagið býr samt afar illa að einstæðum mæðrum. Þeim ætti öllum að vera gert kleift að sjá um sig og sína af dagvinnu- launum eingöngu. Kvennalist- inn hefur einmitt flutt tillögur til þingsályktunar um úrbætur fyrir þá tekjuminnstu, t.d. um hækkun mæðralauna og aukn- ingu barnabóta. Þó vil ég taka fram, að ég er ágætlega sett miðað við margar aðrar einstæðar mæður. Ég var orðin 26 ára gömul, þegar ég átti Hrafnkel og komin með á- gæta menntun. Þú kvenkennir son þinn, kallar hann Sigríðarson, hvers vegna? Ég geri það vegna þess að það er ég, sem el hann upp og ber alla ábyrgð á honum. Finnst þér þetta spilla fyrir sambandi feðganna? Ef þetta hefði áhrif á sam- band þeirra, væri það léttvægt samband og lítið í að halda. Hvers vegna byrjaðir þú að hafa afskipti af stjórnmálum? Við konur getum ekki lengur setið hjá við að móta það sam- félag sem við búum í, sérstak- lega á þessum válegu tímum. Það er sótt að okkur úr öllum áttum og ég er ósátt við þá stefnu, sem þjóðmálin hafa tekið. Fyrir hverju myndir þú eink- um beita þér á Alþingi? Ég myndi beita mér fyrir bættum kjörum kvenna. Allir, sem vilja vita það, vita að kjör kvenna eru hrikalega léleg. Það er ekki nóg að setja jafnréttislög og síðan búið mál, þetta er bara ekki svona einfalt. Við verðum að vinna að því, að lögunum sé framfylgt. Við gætum afsalað okkur heimilum og börnum og náð langt bæði í atvinnulífi og stjórnmálum, en það er ekki þetta, sem við viljum. Þess vegna þurfum við að einbeita okkur að því að skapa þjóðfé- lag, þar sem fólki er gert kleift að sinna fjölskyldu sinni án þess að það komi niður á atvinnu- og námstækifærum þess. Þjóðfélag, þar sem virðing fyrir lífi er meiri en virðing fyrir peningum. Ef þetta sjónarmið er haft að leiðarljósi í öllum málum, held ég að flest annað jákvætt fylgi í kjölfarið: Afvopnun í stað hervæðingar, umhverfisvernd og virðing fyrir náttúrunni í stað mengunar og rányrkju auðlinda, hagsmunir heildarinnar í stað hagsmuna fárra útvaldra, öflugt og vel grundvallað atvinnulíf í stað skammsýni í atvinnumálum, sem ber keim af von um skjót- fenginn gróða. áslaug/svava/sigga. „Við gœtum afsalað okk- ur heimilum og börnum og náð lángt bæði í atvinnulífi og stjórnmálum, en það er ekki þetta, sem við viljum. “

x

Pilsaþytur: málgagn Kvennalistans í Vestfjarðakjördæmi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pilsaþytur: málgagn Kvennalistans í Vestfjarðakjördæmi
https://timarit.is/publication/1230

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.