Pilsaþytur: málgagn Kvennalistans í Vestfjarðakjördæmi - 01.04.1987, Síða 12
12
PILSAÞYTUR
KOSNINGASKRIFSTOFA
Kvennalistans, Hrannargötu 4,
er opin frá kl. 16.00 til 19.00.
Sími 4021.
PILSAÞYTUR MÁLGAGN KVENNALISTANS
Kaffi og hlýtt viðmót
Á Bíldudal hittum við að
máli Lovísu Jónsdóttur og
Dagbjörtu Hannesdóttur og
röbbuðum við þær um lífið og
tilveruna.
Lovísa er fædd árið 1918 á
Tálknafirði, en flutti 11 ára
gömul með foreldrum sínum til
Bíldudals og hefur búið þar
síðan.
Dagbjört er fædd árið 1905 á
Núpsstað í Vestur-Skaftafells-
sýslu. Hún bjó lengi í Kópavogi,
en árið 1951 fluttist hún að
Steinanesi við Arnarfjörð og
síðan til Bíldudals árið 1960.
Hvenær byrjuðuð þið að
vinna í fiski?
Lovísa: ,,Ég byrjaði í vaskinu 15
eða 16ára. Þá varvaskað upp úr
körum. Húsin voru óupphituð
og því mjög köld.
Oft var freðið í kerjunum á
morgnana, en það var enga
aðra vinnu að fá.
Karlarnir á bátunum flöttu
fiskinn og tóku hálfan hrygginn
úr. Við konurnar vöskuðum og
tókum himnuna af. Svo var
saltað í stæður. í þurrki var svo
breitt á reitana. Þetta var af-
skaplega fallegur fiskur.“
Hvað með vinnutímann og
launin?
Lovísa: „Það var kallað út á
hinum og þessum tímum og
allir þustu af stað! Kaupið?
Hvernig getið þið ætlast til að ég
muni það? Það var víst sáralítið.
En þetta var eina launaða
vinnan, sem hægt var að fá.
Mikið puð og mikill kuldi.
Karlarnir fengu hærra kaup,
er það ekki enn? Verður það
ekki alltaf?
Dagbjört vann fyrst í rækju,
en síðan í frystihúsi.
Dagbjört: „Rækjan var hand-
pilluð og miklu betri en vélpill-
uð. Þetta var skemmtileg vinna
og enginn hávaði.“
Hafa orðið miklar breytingar
á aðbúnaði í frystihúsunum?
Báðar: „Húsakynnin hafa
breyst mjög til hins betra, jafn-
vel komnar sturtur. Og vinnan
er skemmtileg, þegar fiskurinn
er góður. Hins vegar hefur
borðavinnan litið breyst, nema
að nú geta allir setið sem vilja.“
Hvað um bónusinn?
Dagbjört: „Hann skapar alltaf
strekking. Þær strekkja sig jafn-
vel enn meira síðan bónusinn
var lækkaður.
Margir kvarta um þreytu og
vöðvabólgu, en ég fer mér ró-
lega núorðið.
Maður verður að stýra sér
sjálfur. Samt er skemmtilegra
að hafa eitthvað til að keppa
að.“
Vinnið þið allan daginn?
Báðar: „Þær byrja klukkan 7,
en við vinnum bara frá 8—5.
Við verðum að vinna allan
daginn.
Ellilaunin eru ekki neitt,
rúmar 7 þúsund krónur á mán-
uði.
Úr lífeyrissjóði fær maður
ekki fyrr en maður er sjötugur,
og hann er mishár eftir starfs-
aldri. Tekjutryggingu fáum við
ekki meðan við vinnum og ekki
heldur niðurfelld afnotagjöld af
síma, útvarpi eða sjónvarpi.“
Hvað finnst ykkur um
Kvennalistann?
Báðar: „Hann er ágætur. Kon-
ur þurfa endilega að taka þátt í
stjórnmálum. Þær hafa miklu
að miðla — sjálfsagt. Kosning-
arnar ættu bara að vera seinna,
ekki um háveturinn.“
Hverju á Kvennalistinn að
beita sér fyrir?
Báðar: „Það er víst af nógu að
taka. Samgöngurnar mega nú
lagast. Það er talað um fólk úti á
landi eins og afætur.
Fólk á líka að geta ráðið því,
hvar það býr, þegar það er orðið
gamalt. Nú fara allir.“
Það var hríðarbylur úti, en
hlýtt og notalegt í húsinu henn-
ar Lovísu, þar sem þetta samtal
fór fram. Margt fleira bar á
góma, börnin þeirra, barna-
börnin og heimilin, veður og
vinda, og allt það, sem ósagt
verður hér.
Dagbjört og Lovísa, kærar
þakkir.
arna/sigríður b/sigríður st.
Talið frá vinstri: Dagbjört
Hannesdóttir, Sigríður Björns-
dóttir og Lovísa Jónsdóttir.