Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.2016, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.2016, Blaðsíða 14
Helgarblað 5.–8. febrúar 2016 PURE SAFAR - 100% HOLLUSTA! Pure safarnir frá Harboe eru 100% hreinir og ferskir safar. Þeir eru ekki úr þykkni eins og svo margir aðrir ávaxta- safar og þeir eru ekki síaðir. Þetta tryggir það að öll næringarefni haldast í safa- num og hann er eins nálægt nýkreistum safa og hugsast getur. Þrátt fyrir að vera 100% hreinir eru Pure safarnir líka rotvarnarefnalausir og án all- ra aukaefna þar sem sérstök pökkunaraðferð tryggir ein- staklega gott geymsluþol. Þú færð Pure safana frá Harboe í næstu verslun. Allt á einum stað: Prentun, merkingar og frágangur. Inni- og útimerkingar. Segl- og límmiðaprentun. Ljósmynda-, striga- og segulprentun. Textaskraut, sandblástur, GSM hulstur og margt fleira... 14 Fréttir Erlent É g var þjófur,“ segir Doris Payne, 85 ára skartgripaþjófur, al- ræmd í Bandaríkjunum og þó víðar væri leitað, í viðtali við AP fréttastofuna. Blaðamaður lýsir henni sem fínni frú sem hafi sérstakt yfirbragð glæsileika. Það er einmitt þess vegna, segja yfirvöld, sem henni tekst yfirleitt að stela skartgripum úr verslunum. Þann leik hefur hún leikið um öll Bandaríkin og allan heim raunar. DV sagði í október frá Doris Payne. Fyrir tíu árum sór hún, þá rúmlega 75 ára, og sárt við lagði að hún væri hætt að stela skartgripum. Hún endurtók loforðið 2013 en var nýlega handtekin fyrir skartgripa- þjófnað í Atlanta þegar hún tók eyrnalokka sem voru verðmetnir á um 650 pund, eða tæpar 130 þúsund íslenskar krónur. Payne er vel þekkt og er sérstaklega þekkt fyrir að vera viljug að ræða við fjölmiðlamenn. Nýjasta útspil hennar er að kenna verslunarfólki um stelsýki hennar. „Ég ræð því ekki sjálf, hvað gerist þegar ég geng inn í búðina. Fólkið þar stjórnar því. Ég segi því ekki að ég vilji fá að skoða skart sem kostar 10 þúsund dollara. Þau ákveða að ég vilji skoða það út af útliti mínu,“ segir hún kokhraust. Hún er einnig hörð á einu, hún faldi aldrei skart- gripina sem hún tók ófrjálsi hendi, heldur var með þá á sér fyrir allra augum. Eyrnalokkum stakk hún í eyrun á sér og hálsmen voru um háls hennar. „[…] aldrei í veskinu mínu, aldrei í vasa mínum,“ segir hún, en lögmaður hennar bað hana vinsam- legast ekki að staðfesta hvort rétt væri að hún skellti skartgripunum á sig, en ekki inn á sig. Í gegnum tíðina hefur hún notað 22 dulnefni. Árið 1970 sendu sam- tök skartgripasala út viðvörun vegna hennar. En fyrsti þjófnaðurinn var óviljaverk. Hún var 13 ára, hafði verið í verslun og fengið að máta úr. Móðir hennar ætlaði að gefa henni úr ef hún stæði sig vel í skóla. Verslunar- eigandinn var indæll við hana þar til annar viðskiptavinur kom inn í búð- ina. Eigandinn vildi ekki láta sjást að hann væri góður við unga, svarta stúlku svo hann rak hana út. Úrið var enn á úlnlið hennar. Hún skilaði úr- inu reyndar stuttu síðar en áttaði sig á að líklega gæti hún notað þessa að- ferð. Hún þyrfti að leiða athygli versl- unarmannsins að öðru og þá gæti hún komist óséð út með ýmislegt. Þegar hún var tvítug hóf hún ferilinn, ef svo má að orði komast, formlega. Þegar hún var 23 ára stal hún demanti úr verslun í Pittsburgh og var hand- tekin og dæmd fyrir. Hún segist sjálf hafa komist upp með ýmis legt, en ekki annað. Sjálf segist hún hafa verið þjófur, en óvíst er hvort hún geti með sanni sagt það í þátíð. Hún bíður nú dóms vegna þjófn- aðarins á eyrnalokkunum. Hún vill ekkert segja um það mál, það fer sína leið í gegnum dómskerfið. „Ég veit hvað ég hef gert og ég skamm- ast mín ekki svo mikið fyrir það,“ segir hún sjálf en segir að ef ein- hvern tímann verði gerð mynd um hana vildi hún gjarnan að leikkonan Kerry Washington tæki að sér hlut- verk hennar. n „Ég var þjófur“ Doris Payne segir verslunareigendur geta sjálfum sér um kennt„Aldrei í veskinu mínu, aldrei í vasa mínum. Ásta Sigrún Magnúsdóttir astasigrun@dv.is Glæsileg Blaðamaður AP segir glæsilegt yfirbragð Doris líklega blekkja verslunareigendur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.