Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.2016, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.2016, Blaðsíða 40
Helgarblað 5.–8. febrúar 201632 Menning Amazon sagt opna 400 bókabúðir á næstunni Opnuðu fyrstu bókabúðina í Seattle í nóvember V efsölurisinn Amazon stefn- ir á að opna allt að 400 bókabúðir í Bandaríkjun- um á næstu árum. Þetta er haft eftir Sandeep Mathrani, fram- kvæmdastjóra GGP.N, eins helsta rekstraraðila verslunarmiðstöðva í Bandaríkjunum, í The Wall Street Journal á þriðjudag. Frá stofnun hefur Amazon boðið bækur á mun lægra verði en bóka- búðir í raunheimum hafa getað gert og hefur verið gagnrýnt fyrir að gera rekstur hefðbundinna bókabúða nánast ómögulegan. Nú virðist fyrir- tækið hins vegar ætla að stefna inn á þennan markað. Fyrsta bókabúð fyrir tækisins opnaði í Seattle í nóv- ember í fyrra. Þar er hægt að kaupa valda bókatitla auk þess sem vegfar- endur geta fengið að prufukeyra og fá hjálp með tæknivörur fyrirtæk- isins Kindle, Echo, Fire TV og Fire spjaldtölvur. Talið er líklegt að hægt verði að fá bækur sendar samdæg- urs í bókabúðirnar þegar fram líða stundir. Í grein bandaríska veftímaritsins VOX er bent á að fyrirtækið virðist stefna leynt og ljóst á algjöra einokun á bókamarkaði, og raunar sem flest- um sviðum smásölu. Allt frá stofnun hefur Jeff Bezos, eigandi Amazon, frekar notað hagnað fyrirtækisins í að auka markaðsforskot sitt og sækja inn á nýjar lendur frekar en að greiða út arð til eigenda. Fyrirtækið byrjaði sem vefbóksali fyrir tuttugu árum en hefur á undanförnum árum fært sig í auknum mæli yfir í almenna smá- sölu, framleiðslu, tæknigeirann og mörg fleiri svið. Þótt talsmenn Amazon segist ekki svara „vangaveltum og sögu- sögnum“ féllu hlutabréf í helsta keppinaut fyrirtækisins á bóka- markaði í Bandaríkjunum, Barnes & Nobles, um fimm prósent við frétt- irnar. En B&N reka um 640 bóka- búðir í Bandaríkjunum. n ATN Zebra 16 Z-spjótlyfta • Fjórhjóladrifin • Diesel • Vinnuhæð: 16,4m • Pallhæð: 14,4m • Lágrétt útskot: 9,3m • Lyftigeta: 230kg • Aukabúnaður: Rafmagns- og lofttenglar í körfu. • Til afgreiðslu strax Ýmsar aðrar ATN spjót- og skæralyftur til afgreiðslu með stuttum fyrirvara. Þ að kannast líklega flestir við sögu Jules Verne, um yfir- stéttarspjátrunginn Filias Fogg, sem árið 1872 veðjar við klúbbfélaga sinn um að hann komist hringinn í kringum jörðina á 80 dögum. Filias er leiðinlega smá- munasamur karakter, afar stoltur og upptekinn af breskum siðum og venj- um. Í upphafi leikritsins ræður hann til sín franskan þjón, Passepartout, og saman ferðast þeir í kappi við klukk- una, með tösku fulla af peningum, í kringum jörðina. Á hæla þeirra fylgir rannsóknarlögreglumaðurinn Fix sem er sannfærður um að Filias Fogg sé eft- irlýstur bankaræningi. Boðskapur verksins er víðsýni og umburðarlyndi gagnvart siðum og venjum fólks af öðrum kynþáttum. Hinn þröngsýni Filias breytist á ferða- laginu, hann finnur meira að segja ástina í lífi sínu á fjarlægum slóðum. En söguþráðurinn er gamaldags, persónurnar einfaldar og ferðalagið lítið spennandi. Verkinu er haldið uppi af fjórum leikurum ásamt tveim- ur sviðsmönnum og hljóðfæraleikur- unum Baldri Ragnarssyni og Gunnari Ben. Það voru kannski þeir tveir síð- asttöldu sem voru hvað ferskastir á sviðinu, maður bjóst hálfpartinn við því að þeir mundu brjóta allar reglur og gera eitthvað alveg rosalega óvænt og hættulegt. Það gerðist því miður ekki en það var áhugavert að sjá þá spila á öll þau hljóðfæri sem gripið var til. Reynt er að fjölga andlitum á sviðinu með því að draga fram brúður í líki ýmissa þekktra einstaklinga frá þessu tímabili en það mistekst. Brúð- urnar eru of litlar, texti þeirra klisju- kenndur, túlkunin óspennandi og tengingin óskýr. Ekki veit ég af hverju þetta verk rambaði á stóra sviðið. Í kynningar- efni frá leikhúsinu frá því í haust var gert ráð fyrir að það yrði sýnt í Kassan- um. Það hefði sannarlega farið betur á minna sviði í meiri nánd við áhorf- endur. Þetta er löng sýning, rúmlega tveir klukkutímar, og undir lokin var orðið meira spennandi að sjá hvort ungir áhorfendur héldu sýninguna út heldur en hvort Filiasi Fogg tækist að komast í tæka tíð til London. Það er ekki annað hægt en að setja spurn- ingarmerki við erindi þessa verks á stóra svið Þjóðleikhússins og jafnvel erindi þess yfir höfuð. Margreyndur leikstjóri og þekktir leikarar standa að sýningunni en það dugar ekki til. Fátt kemur á óvart nema þá helst hversu hratt leikurunum tekst að skipta um búninga. Frumleiki og töfrar eru hins vegar víðs fjarri. n Lítið spennandi heimsferð Bryndís Loftsdóttir ritstjorn@dv.is Leikhús Umhverfis jörðina á 80 dögum Byggt á samnefndri sögu Jules Verne. Leikgerð: Karl Ágúst Úlfsson og Sigurður Sigurjónsson Leikstjórn: Ágústa Skúladóttir Leikarar: Sigurður Sigurjónsson, Örn Árnason, Karl Ágúst Úlfsson og Ólafía Hrönn Jónsdóttir Tónlist, hljóðfæraleikur og ýmis hlutverk: Baldur Ragnarsson og Gunnar Ben Sviðsskiptingar og ýmis hlutverk: Jón Stefán Sigurðsson og Stella Björk Hilmars- dóttir Leikmynd: Högni Sigurþórsson Búningar: Leila Arge Lýsing: Ólafur Ágúst Stefánsson Sýnt í Þjóðleikhúsinu Heimsborgari Siggi Sigurjóns leikur breska yfirstéttarspjátrunginn Filias Fogg sem ætlar sér að ferðast í kringum jörðina á aðeins 80 dögum. Mynd Hörður SveinSSon Brúðuleikur Brúður léku hlutverk þekktra samtímamanna Filiasar Fogg í verkinu, en gagnrýnanda fannst brúðurnar of litlar, texti þeirra klisjukenndur, túlkunin óspennandi og tengingin óskýr. Mynd Hörður SveinSSon „Fátt kemur á óvart nema þá helst hversu hratt leikur- unum tekst að skipta um búninga. 1 Meira blóðJo Nesbø 2 Þrjár sekúndurRoslund & Hellström 3 DauðaslóðinSara Blædel 4 Tvöfalt glerHalldóra Thoroddsen 5 Konan í blokkinniJónína Leósdóttir 6 Fávís mærIda Simons 7 GildranLilja Sigurðardóttir 8 Fram hjáJill Alexander Essbaum 9 Víga-Anders og vinir hans Jonas Jonasson 10 Spámennirnir í Botnleysufirði Kim Leine Metsölulisti Eymundsson Íslenskar kiljur 27. jan.–2. feb. 2016 Jo nesbø

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.