Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.2016, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.2016, Blaðsíða 42
Helgarblað 5.–8. febrúar 2016 Blökkumaðurinn sem átti sér draum Frábær heimildaþáttur um mannréttindabaráttu R ÚV sýnir iðulega áhugaverðar heimildamyndir. Einn slíkur heimildamyndaþáttur er nú sýndur vikulega, er í tíu hlutum og fjallar um sjöunda ára­ tuginn, en þar var sannarlega margt að gerast. Einn þáttur fjallaði um morðið á Kennedy forseta og niður­ staðan þar var að ekki hefði verið um samsæri að ræða. Margir fussa yfir því, samsæri þykir alltaf miklu áhugaverðara og meira spennandi en framganga sjúks einstaklings. Kennedy kom einnig til tals í þættinum sem sýndur var fyrr í þessari viku, en þar var fjallað um mannréttindabaráttu blökku­ manna í Bandaríkjunum undir for­ ystu Martins Luthers King. Eftir­ maður Kennedys, Johnson, var einnig áberandi í þættinum, en King átti samskipti við báða þessa forseta. Það má segja báðum forset­ unum til hróss að þeim ofbauð of­ beldið gagnvart blökkumönnum og gripu til aðgerða. Það sem gerir ekki síst að verk­ um að maður situr límdur fyrir framan skjáinn meðan á þáttunum stendur er hin mikla og góða notk­ un á gömlum sjónvarps myndum. Í þættinum um baráttu blökku­ manna fyrir rétti sínum voru sýndar myndir af heiftúðugum hvítum karlmönnum úr Suðurríkjunum þar sem þeir misþyrmdu svörtu fólk. Þessir sömu menn ruddu út úr sér svívirðingum um blökkumenn og andlit þeirra voru afmynduð af heift. Í þessum hópi voru stjórn­ málamenn og lögreglumenn sem töldu sig vera að gæta hags almenn­ ings – en í huga þeirra var almenn­ ingur einungis hvítur. Þessar öfl­ ugur fréttamyndir eru áminning til okkar um að gleyma aldrei mennsk­ unni. Í myndinni var einnig sagt frá ofbeldisverkum og morðum, þar á meðal á fjórum litlum stúlkum í sunnudagaskóla. Það er sárt til þess að vita að hægt sé að hata fólk, meira að segja lítil börn, svona heitt vegna húðlitar þess. Martin Luther King var í for­ grunni í myndinni og sýndir voru bútar úr innblásnum ræðum hans. Það var ekki annað hægt en að hríf­ ast af þessum mælska manni sem átti sér draum og boðaði andspyrnu án ofbeldis. Sannarlega maður sem átti þátt í að breyta heimin­ um til hins betra. Hans verður ætíð minnst. Myndinni lauk á einkar skemmtilegan hátt, en þá var sýnd upptaka af ræðu sem Sammy Davis Jr. hélt einhvern tíma á sjö­ unda áratugnum. Þar sagði hann að fimm ára svart barn gæti hugs­ anlega orðið forseti Bandaríkjanna eftir 50 ár. Þetta var góður endir á frábærum þætti. Þarna voru að­ standendur þáttarins greinilega að nikka til Obama forseta. Já, sumir draumar rætast! n dv.is/blogg/skaklandid Stefán Bergsson skrifar Skáklandið Þ að er þekkt umræða í skák­ heiminum að ríkjandi heimsmeistari þurfi ekki endilega að vera sterk­ asti skákmaðurinn. Líkleg­ ast hefur sú umræða átt rétt á sér ansi oft; ríkjandi heimsmeistar­ ar hafa síður en svo alltaf verið far­ sælir á meðan þeir hafa titilinn. Og að sama skapi er þekkt sú umræða hverjir eru bestu skákmenn sögunn­ ar sem aldrei urðu heimsmeistarar. Hafa þar ýmis nöfn verið nefnd eins og t.d. David Bronstein sem heim­ sótti Ísland nokkrum sinnum. En nú er ríkjandi heimsmeistari Norðmað­ urinn massaði Magnús Carlsen. Á síðasta ári tók ferill hans smá niður­ sveiflu. Á EM landsliða í Laugardals­ höll fór hann t.d. „niður í logum“ svo gripið sé til þekkts skákfrasa. Stiga­ munurinn á honum og hans helstu keppinautum var þó það mikill að hann hélt efsta sæti heimslistans ör­ ugglega þrátt fyrir útreiðina í Reykja­ vík. Töluverð eftirvænting ríkti eftir TATA­STEEL skákmótinu í Hollandi sem lauk um síðustu helgi. Þar voru komnir saman fjórtán af bestu skákmönnum heims sem tefldu allir við alla, alls þrettán umferðir. Heimsmeistarinn fór rólega af stað og gerði jafntefli í fyrstu umferðun­ um. En um mitt mótið setti hann snögglega í gírinn og vann hverja skákina á fætur annarri. Niður staðan var sú að hann hlaut níu vinninga og varð einn efstur. Níu vinningar af þrettán í svo sterku móti er ansi góð­ ur árangur og var Carlsen jafnframt taplaus: vann fimm skákir og gerði átta jafntefli. Það er því algerlega óumdeilt um þessar mundir að Magnús Carl­ sen er besti skákmaður heims og jafnvel má ganga svo langt að kalla hann „langsterkasta“ skákmann heims. Spurningin hver sé annar besti skákmaður heims sýnir ef til vill hversu langbestur Magnús er. Eflaust kæmu tíu mismunandi svör ef 50 manns yrðu spurð. n Carlsen er bestur! Sjónvarpsdagskrá RÚV Stöð 2 SkjárEinn Stöð 2 Sport Föstudagur 5. febrúar 16.55 Íslendingar (Jón Páll Sigmarsson) e 17.45 Táknmálsfréttir (157) 17.55 KrakkaRÚV (22:365) 17.56 Um hvað snýst þetta allt (What's the Big Idea) 18.00 Lundaklettur (2:32) 18.07 Vinabær Danna tígurs 18.20 Sara og önd (1:33) 18.28 Drekar (1:8) 18.50 Öldin hennar (8:52) e 19.00 Fréttir 19.25 Íþróttir (107) 19.30 Veður 19.40 Augnablik - úr 50 ára sögu sjónvarps (6:50) 20.00 Gettu betur (1:7) (MR - FG) Spurningar- keppni framhalds- skólanna þarf vart að kynna og einkennist af stemningu, spennu og virkri þátttöku allra sem að koma. Spyrill er Björn Bragi Arnarsson. 21.10 Vikan með Gísla Marteini 21.55 Vera Bresk sakamála- mynd byggð á sögu eftir Ann Cleeves um Veru Stanhope rann- sóknarlögreglukonu á Norðymbralandi. Leiðir Veru og fyrrum vinnu- félaga hennar liggja saman á ný þegar hinn síðarnefndi verður fyrir fólskulegri árás. 23.25 Twilight Saga: Breaking Dawn 5,5 (Ljósaskipti: Dögun II) Margverðlaunuð og mögnuð ævintýramynd þar sem vampírur, varúlfar og mennskir menn mætast í átökum og ástum. e 01.15 Víkingarnir (3:10) (Vikings II) Ævintýraleg og margverðlaunuð þáttaröð um Ragnar Loðbrók og félaga hans . e 02.00 Útvarpsfréttir í dagskrárlok (21) Stöð 2 Sport 2 Stöð 3 10:30 FA Cup 2015/2016 (Carlisle - Everton) 12:10 FA Cup 2015/2016 (Colchester - Tottenh.) 13:50 Ensku bikarmörkin 14:20 Haukar - Tindastóll 15:55 Körfuboltakvöld 17:30 World Strongest Man 18:00 Bundesliga Weekly 18:30 La Liga Report 19:00 Grindavík - Stjarnan B 21:05 Road to Super Bowl 50 22:00 Körfuboltakvöld 23:35 Grindavík - Stjarnan 01:10 NBA (Strength in Num- bers - GS Warriors) 02:30 NBA Dallas Maver- icks - San Antonio Spurs B 13:05 Everton - Newcastle 14:45 Sunderland - Man. City 16:25 Premier League World 16:55 Watford - Chelsea 18:35 Football League Show 2015/16 19:05 Leicester - Liverpool 20:45 PL Match Pack 2015/2016 21:15 Premier League Previ- ew 2015/2016 21:45 Man. Utd. - Stoke 23:25 Arsenal - Sout- hampton 17:35 Masterchef USA (6:19) 18:20 Ravenswood (3:10) 19:05 Guys With Kids (7:17) 19:30 Comedians (7:13) 19:55 Suburgatory (10:13) 20:20 NCIS Los Angeles 21:05 Justified (9:13) 21:50 First Dates (3:8) Frábærir þættir þar sem fylgst er með stefnumótum nokkurra einstaklinga í hverjum þættir. 22:40 Supernatural (3:23) Níunda þáttaröðin af yfirnáttúrlegu spennuþáttunum um Winchester bræðurna. 23:25 Sons of Anarchy (4:14) 00:30 Comedians (7:13) 00:55 Suburgatory (10:13) 01:20 NCIS Los Angeles 02:05 Justified (9:13) 02:50 First Dates (3:8) 03:40 Tónlistarmyndbönd frá Bravó 06:00 Pepsi MAX tónlist 08:00 Everybody Loves Raymond (12:25) 08:20 Dr. Phil 09:00 Hotel Hell (4:8) 09:50 Minute To Win It 10:35 Pepsi MAX tónlist 13:15 King of Queens 13:40 Dr. Phil 14:20 America's Funniest Home Videos (17:44) 14:45 The Biggest Loser - Ísland (3:11) 15:55 Jennifer Falls (5:10) 16:20 Reign (10:22) 17:05 Philly (5:22) 17:50 Dr. Phil 18:30 The Tonight Show with Jimmy Fallon 19:10 The Late Late Show with James Corden 19:50 The Muppets (11:16) 20:15 The Voice (24:25) 21:45 The Voice (25:25) 23:15 The Tonight Show with Jimmy Fallon 23:55 Ray Donovan (12:12) Vandaðir þættir um harðhausinn Ray Donovan sem reynir að beygja lög og reglur sem stundum vilja brotna. 00:40 Rookie Blue (7:13) Fjórða þáttaröðin af lögregluþáttunum Rookie Blue er komin aftur á skjáinn. Fylgst er með lífi og störfum nýútskrifaðra nýliða í lögreglunni sem þurfa ekki aðeins að glíma við sakamenn á götum úti heldur takast á við sam- starfsmenn, fjölskyldu og eiga um leið við eigin bresti. 01:25 State Of Affairs (5:13) 02:10 House of Lies (1:12) 02:35 The Walking Dead (2:16) 03:20 Hannibal (5:13) 04:05 The Tonight Show with Jimmy Fallon 04:45 Pepsi MAX tónlist 07:00 Barnatími Stöðvar 2 07:45 Batman: The Brave and the bold 08:05 The Middle (15:24) 08:25 Grand Designs (2:7) 09:15 Bold and the Beautiful 09:40 Doctors (35:175) 10:25 Hart of Dixie (20:22) 11:10 Guys With Kids (17:17) 11:35 Eldhúsið hans Eyþórs 12:10 Bad Teacher (12:13) 12:35 Nágrannar 13:00 Boyhood 15:50 Foodfight 17:20 Bold and the Beautiful 17:40 Nágrannar 18:05 The Simpsons (11:22) 18:30 Fréttir Stöðvar 2 18:47 Íþróttir 18:55 Ísland today 19:25 Bomban (4:12) 20:15 American Idol (9:30) 21:00 American Idol (10:30) 22:25 Jarhead 7,1 (Land- göngulúðar) Hárbeitt og kómísk sýn á líf ungra bandarískra landgöngu- liða sem sendir eru lítt undirbúnir á líkama og sál á vígvöll blóðugra og stjórnlausra átaka. 00:25 Paranormal Activity: The Marked Ones 5,0 Spennutryllir frá árinu 2014 sem fjallar um Jesse sem fer að upplifa dularfulla hluti eftir að nágranni hans fellur frá. 01:50 Frozen Ground 6,4 Spennumynd frá 2012 með Nicolas Cage, John Cusack og Vanessa Hudgens í aðalhlut- verkum. Sönn saga lögreglumanns sem einsetti sér að hand- sama fjöldamorðingja sem myrti á milli 18 og 25 stúlkur í Alaska á árunum 1970-1983. 03:35 Cloud Atlas 7,5 Mögnuð mynd með einvalaliði leikara á borð við Tom Hanks, Halle Berry og Hugh Grant. Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@dv.is Við tækið Johnson forseti og Martin Luther King Forsetanum ofbauð ofbeldið gagnvart blökkumönnum. V A R M A D Æ L U R Gæði, þjónusta og gott verð. Hámarks orkusparnaður. NÝJUNG Í LOFT Í VATN VARMADÆLUM EINFÖLD Í UPPSETNINGU ÁLAGSSTÝRÐ HLJÓÐLÁT ALLT AÐ 80% ORKUSPARNAÐUR ÍBÚÐARHÚS - SUMARBÚSTAÐ - IÐNAÐARHÚS COP 5,0 34 Menning Sjónvarp

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.