Tímarit Fjelags íslenskra hjúkrunarkvenna - 01.02.1928, Blaðsíða 6

Tímarit Fjelags íslenskra hjúkrunarkvenna - 01.02.1928, Blaðsíða 6
-6- Að aðalfundi Fjel. ísl. hjúkrunarkve.nna i haust var ákveðið að breyta fjelagsgjaldi Þannig, að gjaldið hækki upp í 12 krónur fyr- ir almennar fjelagskonur og 6 krónur fyrir a\okafjelagskonur, en Þó sje andvirði blaðs- ins innifalið i gjaldinu. Blaðið kostaði kr. 3,oo árg. svo með Þessu fyrirkomulagi hefir fjelagsgjald lækkað um 1 krónu. Eru fjelags- lconur beðnar að taka Þetta til ihugunar, \mi leið og Þær eru mintar á, að ársgjaldið feil- ur i gjalddaga 1. april n.k. Gjaldkera fje- lagsins, Bjarneyju Samúelsdóttur er venju- lega að hitta milli 2-3 dagl. Pcsthússtræti 17. Fundur var haldinn i Fjel. isl. hjúkrunar- kvenna Þ. 27. jan. s. 1. á Kirkjutorgi 4. Var fundurinn mjög fámennur sökum óveðurs og var Þvi eigi hægt að taka Þau fjelagsmál,er fyr- ir lágu, til umræðu. FÓr formaður nokkrum minningaroröum um Friherrinnu Sophiu Manner- heim, en lofaði jafnfram að æfiminning henn- ar yrði birt i blaðinu. Lesið var upp brjef frá hinu isl. kvenfjelagi, Þess efnis, að æskilegt væri að kosnir yrðu tveir fulltrú- ar úr hverju fjelagi bæjarins i nefnd,er sið- an ynni að Þvi, að fegra og prýða bæinn fyr- ir árið 1930. Var samÞykt að kjósa Þær hjúkrunarkonurnar frk. Mariu Maack og frk. Helgu Eggerts. Umræður voru um ýms fjelags- mál, en engar ákvarðanir teknar af ofan-. c greindum ástæðum. Að lokinni kaffidrykkju var fundinum slitið. BÓKAFREGN. Wýlega hefir komið út i Noregi á forlagi J. W.Cappelens, Oslo, merkileg bók er nefn- ist ''Skólaaldurinn!' Bókin er eftir Dr. med. Carl Schiötz, formann skólalækna i Oslo, og fjallar hún um Þroskastig skólabarna,heilsu- fræði og sjúkdómafræði. Þrátt fyrir Það Þótt bók Þessi sje aðal- lega ætluð kennurum og skólahjúkrunarkonum, Þá er hún rituð með svo hugðnaanum og hress- andi blæ, að mjer virðist hún eiga leið til allra er láta sig nokkru skifta um uppeldi og framtiðarvelferð æskulýðsins. Hjer á Is- landi, Þar sem skólaeftirlit með bömum frá heilsuvarðveitslusjónarmiöi er enn sorglega skamt á veg komið, væri blátt áfram stórnauð synlegt að Þýða slika bók, svo að sem allra flestir gætu orðið hennar aðnjótandi. Jeg á hjer ekki einungis við skólana, heldur einn- ig við foreldra, sveitarkennara, hjeraðs- hjúkrunarkonur og jafnvel ljósmæður, sem tið- ast eru aðal-hjeraðshjúkrunarkonur til sveita. Fyrsti kafli bókarinnar lýsir mismunandi ándlegum og likamlegum Þroskastigum drengja og stúlkna. Fylgja kafla Þessæn myndir sem höf. ráðleggur að sje veitt góð athygli,muni Það hjálpa mjög til að skýra textann.í öðr- um kafla er yfirlit yfir sjúkdóma og orsakir Þeirra, og á hvern hátt beri að verjast sjúk- dómsböli. Þriðji aðalkafli bókarinnar er heilsufræði barna, Þar sem lagt er rikt á fjögur aðalskilyrði i uppeldi barnsins,sem sje nægilegur svefn, dagleg hæfileg útivist, kjarngóð fæða og Þrifnaður i hvivetna. Væri Það mikils virði, ef bömin gætu fylgt föst- um reglum er Þeim væri gefnar i skólanum og orðið sjálf óbeinlinis heilsufræðispostular heimilanna, Þar sem skortur er á Þrifnaði. Allsstaðar eru myndir til leiðbeiningar. Bókin er öll svo skýrt rituð og hinu vis- indalega efni hennar skilmerkilega lýst, að hverri hjúkrunarkonu er ráðið að kynna sjer innihald hennar. S. E. AÐSTOÐAEHJtlKRUWA RKONA verður ráðin á Laugamesspitala Þ. 20. mai n. k. Kaup og kjör skv. taxta Fjel. isl. h j íikrunarkvenna. Umsókn ásamt meðmælum sendist til spitala- læknisins fyrir 15. april n. k. Reykjavík 20. febr. 1928. Sæmundur Bjarahjeðinsson. HJÚKRUNARKOUA, Frá 1. mai næstk. til 1. jan. 1929 er hjúkrunarkonustaða laus við hjúkrunarfjelag- ið "Likn" i Reykjavik. Laun skv. taxta Fjel. isl. hjúkrunarkvenna. Eiginhandar umsókn ásamt meðmælum sendist hið fyrsta til formanns "Liknar" prófessors- frú C. Bjamhjeðinsson. Reykjavik 20. febr. 1928 Stjórnin.

x

Tímarit Fjelags íslenskra hjúkrunarkvenna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Fjelags íslenskra hjúkrunarkvenna
https://timarit.is/publication/1235

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.