Tímarit Fjelags íslenskra hjúkrunarkvenna - 01.07.1934, Blaðsíða 3

Tímarit Fjelags íslenskra hjúkrunarkvenna - 01.07.1934, Blaðsíða 3
-3- SKÍRSLA um starfsemi hjúkrunarfélagsins "LÍkn" í Reykjavík árið 1933» Hjúkrunarfélagið "Líkn" hafði 4 hjúkr- unarkonur í Þjónustu sinni órið 1933. Skifta Þær Þannig með sér störfum, að tvær Þeirra starfs sö heimilishjúkrun, Þriðja hjúkrunar- konan veitir Berklavarnarstöð "Líknar" forstöðu, og fjórðs hjúkrunarkonan hefir um- sjón með Ungbarnavernd. "LÍknor". Þegar iriikið er um veikindi í bænum, hjálpa stöðvarhjúkr- unarkonurnar til við heimilishjúkrun, auk Þess sem Þær leysa af frídago og sumarfri heimilishjúkrunsrk''’'enn3nna. Iijúkrunarkonurnar fóru alls 7753 sjúkra- vitjanir á árinu. Þær vöktu 78 nætur og höfðu daghjúkrun 21 dag, Berklavarnarstöð "Líknar". Þangað komu 212 nýir sjúklingar og hafði hjúkrunarkon- an eftirlit með Þeim, sem Þess Þurftu með. Stöð\rarhjúkrunarkonan fór 1860 vitjanir á heimilin, Þar af voru 243 sjúkravitjanir. Auk Þess fór stöðvarhjúkrunarkonan 384 sjúkra vitjanir, vakti 7 nætur og hafði fasta dag-. vakt hjá sjúklingum í 3 daga fyrir bæjar- hjúkrun "Líknar". 11 sjúklingum var útveguð heilsuhælis- eða spítalavist, 59 sjúklingar voru röntgenmyndaðir og 19 sjúklingar fengu 1jóslækningar. Álls voru gerðar 1278 læknis- hlustanir, en stööin tók á móti 3627 heim- sóknum alls, Stöðin sá um sótthreinsun á 8 heimilum. Gefnii’ voru 1200 lítrar af lýsi, 2255 lítrar af mjólk, 150 kg. a-f haframjöli, 50 kg, af sykri, 45 kg. «f nýju kjöti, 100 kg. af smjcrlíki, 100 fl. af maltöli, 10 kassar af eplum, auk annara matgjafa og sælgætis af ýmsri tegund til jólanna. Ennfremur var útbýtt kr. 285,oo í peningum og gcmlum og nýjum fatnaði, sem stöðinni var gefinn, Stöð- in veitti 1 sjúkling húsaleigustyrk. Lanuð hafa verið út rúmstæði, sængurföt, rúmfatnað- ur, handklæði og hitamælar. 460 heimili voru í sambandi viö stöðina á árinu og vax- öll hjálp Þaðan ókeypis, læknir tekur á móti sjúklingum á stöðinni Þrisvar í viku, mánud. , miðvikudaga og föstudaga. Ungbarnavernd "Líknar", Hjúkrunarkonan við Ungbarnavernd "Lxknar" fór 2373 vitjanir á , heimilin. Áuk Þess fór hún 1191 sjúkrovitjun, vakti 5 nætur og hafði fasta dagvakt í 6 daga hjá sjúklingum fyrir bæjarhjúkrun "Liknar", A Barnsverndarstöðina komu 324 nýjar heimsókn- ir af börmxrn og 1462 endurteknar heimsóknir. 288 raæður leituðu raða til stöðvorinnar, 41 bomshafandi konur leituðu einnig til stöðv- arinnor, Þar af komu 32 i'fyrsta sinn. Frá Ungbarnaverndarstöðinni voru gefnir 299 l/2 liter af mjólk. Auk Þess var gefið lýsi, matvæli, bomomjólk og föt fyrir ca. kr. 300,00. Ennfremur voru lanuð út barnarúm, bamafatnaður og sængurfotnoður. Læknir tekur á móti sjúklingum tvisvsr í viku á stöð- inni, fimtud. og föstud. Stöðin er einnig opin fvrir barnshafandi konur 1. Þriðjudag hvers mánaðar. Félogið á lækmxm stöðvanna, Mognúsi Pét- urssyni, héraðslækni og Katrínu Thoroddsen mik- ið að Þakka fyrir hið óeigingjsrna starf Þeirra og áhuga. Vinsæld félagsins má fyrst og fremst Þakka læknum Þeim og hjúkrunarkon- um, sem starfa við stöðvor- og heimilishjúkr- un. Bæði Þeim og öðrum, sem hafa styrkt "LÍkn" á árinu með rausnarlegum gjöfum og ?ð- stoð, færi ég fyrir hönd stjórnarinnar alúða- Þakkir. Öll hjalp, sem félaginu berst frá Því opinbera og einstaklingum, léttir Því erfiðið að halda starfseminni uppi. PLeykjavíkurbær stækkar árlega að miklum mun, en Því miður eykst framlag til "Líknar" ekki að sama skapi. Iíá Því geto nærri að Þsið er ekki cuðvelt að standa straum af hinum vaxandi útgjöldum, eixxkum Þegar Þess er gætt, 0ð markmið félogs- ins ávolt hefir verið Það, að neita engum um hjálp, sem til Þess leitar. Bæjarbúar geta styrkt "Líkn" með Því að gerast meðlimir og ég vil biðja alla Þá sem styðja fólagið, annað- hvort á Þann hátt eða með gjöfum, ?ð hafs hugfast, að styrkur Þeirra verður eingöngu notoöur til sjúkra og til varnar útbreiðslu berklaveiki í landinu. Reykjavik, 9. mars 1934. Sigríður Eiriksdóttir forroaður Hjúkrunarfélagsins "Likn".

x

Tímarit Fjelags íslenskra hjúkrunarkvenna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Fjelags íslenskra hjúkrunarkvenna
https://timarit.is/publication/1235

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.