Fréttablaðið - 03.04.2017, Blaðsíða 30
Vinalaus Wenger valtur eftir gagnslaust jafntefli
Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, er óðum að verða vinalaus meðal stuðningsmanna félagsins. Arsenal gerði í gær jafntefli við City sem gagnast liðinu afar
takmarkað í baráttunni um Meistaradeildarsætið. Stjórnarmenn Arsenal þurfa hreinlega að fara spyrja sig hvort að einhver annar geti ekki gert betur en Wenger.
fótbolti Arsenal virðist nú óðum
að vera að missa af lestinni um efstu
fjögur sæti ensku Úrvalsdeildarinn-
ar þegar liðið gerði jafntefli gegn
Manchester City í gær á heimavelli.
Liðið hefur nú aðeins unnið einn
sigur í síðustu sex leikjum.
Liðsmenn Wengers gerðu vel í
að jafna eftir að hafa lent í tvígang
undir í leiknum en færin voru að
megninu til City-megin og frammi-
staða Arsenal hefur gert lítið til þess
að lægja ófriðaröldur stuðnings-
manna Arsenal í garð knattspyrnu-
stjórans gamalgróna.
Stutt er síðan stuðningsmenn
Arsenal leigðu flugvél með borða
þar sem Wenger var vinsamlega
bent á að yfirgefa félagið og ef
marka má samfélagsmiðla hafa
stuðningsmenn liðsins nú einnig
leigt bíla sem keyra um London með
sams konar skilaboð.
Ljóst er að jafnteflið í gær gerir
lítið sem ekkert fyrir Arsenal sem
þurfti nauðsynlega á sigri að halda.
Öll réttlætingin fyrir veru
Wenger að hverfa
Gagnrýni á Wenger hefur aukist
jafnt og þétt undanfarin tíu ár eða
svo og hafa bikarsigrarnir tveir frá
2014 og 2015 aðeins virkað sem
tímabundinn plástur á arfleifð Wen-
gers undanfarinn ár.
En jafnvel þótt gagnrýnisradd-
irnar hafa lifað lengi á meðal ákveð-
ins hóps stuðningsmanna Arsenal
hefur Wenger alltaf tekist að kveða
þær niður og þá með vísan til þess
stöðugleika sem hann hefur fært
Arsenal öll þessi ár, þrátt fyrir að
langt sé síðan Arsenal hefur nælt
í Englandsmeistaratitilinn hefur
Leikmaður helgarinnar
Það hefur ekki alltaf blásið byrlega fyrir Wilfried Zaha, hinum 24 ára
gamla kantmanni Crystal Palace, sem var potturinn og pannan í góðum
sigri Palace á toppliði Chelsea um helgina. Eftir draumafélagsskiptin til
Manchester United árið 2013 virtist framtíðin vera björt en eftir tvö ár
og aðeins tvo leiki fyrir United sneri hann aftur á heimaslóðir þar sem
hann er nú óðum að verða helsta stjarnan í liði Sam Allardyce. Allar-
dyce hefur verið lengi að trekkja sína menn í gang eftir að hann tók við
í desember en liðið er nú á uppleið eftir fjóra sigra í
deildinni í röð. Þar hefur Zaha leikið aðalhlutverk,
þá helst með því að leika lausum hala á hægri
vængnum. Hann hefur verið besti leikmaður
liðsins í þeirri sigurhrinu sem nú stendur
yfir og hefur lyft liðinu upp úr fallsæti.
Á því var enginn undantekning um
helgina gegn Chelsea. Hann var aðal-
hvatamaðurinn að endurkomu gestanna með því
að skora og leggja upp mark á aðeins sex mínútum.
Zaha er sniðinn að kröfum úrvalsdeildarinnar með
sínum gríðarlega hraða og leikni og ætti að geta náð
langt, haldi hann áfram á sömu braut.
Stóru málin
eftir helgina í enska boltanum
Stærstu úrslitin
Liverpool sýndi klærnar
gegn liði Everton sem
spilað hefur allra liða
best frá áramótum. Langt
er síðan hinir bláklæddu
hafa sótt sigur á Anfield og töldu
margir að nú væri tækifærið. Læri-
sveinar Klopps voru þó fljótir að
slökkva í vonum Everton-manna
og festu sig í sessi í baráttunni um
Meistaradeildarsætin.
Hvað kom á óvart?
Það virtist allt stefna í
sigur Chelsea á Crystal
Palace eftir að Césc
Fabregas kom liðinu yfir
á fimmtu mínútu. Strákarnir hans
Sam Allardyce girtu sig þó í brók
og aðeins sex mínútum síðar var
liðið komið yfir, 1-2. Eftir brösuga
byrjun á stjóratíð Stóra Sam er
Palace nú komið á mikla siglingu,
en sigurinn var sá fjórði í röð.
Mestu vonbrigðin
Romelu Lukaku, marka-
hæsti leikmaður deildar-
innar, reið ekki feitum
hesti frá Anfield eftir
tap Everton gegn Liver-
pool á laugardaginn. Framherjinn
stóri og stæðilegi sem spilað
hefur frábærlega að undanförnu
sá aldrei til sólar í leiknum, átti
skot að marki og tapaði nánast
hverju einasta návígi þeirra Dejan
Lovren.
liðið alltaf náð í Meistaradeildina
á undanförnum árum, ólíkt helstu
keppinautum liðsins.
Það hefur verið helsta haldreipi
Wenger undanfarin ár en hann
virðist óðum vera að missa tökin.
Með jafnteflinu í gær situr Arsenal
í sjötta sæti, sjö stigum frá fjórða
sætinu þegar liðið á aðeins tíu leiki
eftir.
Arsenal, sem tekið hefur þátt í
Meistaradeildinni, samfleytt frá
árinu 2000, er því í verulegri hættu
á að missa af sætinu og öllum þeim
peningum og dýrðarljóma sem því
fylgir. Gangi það eftir má ætla að
eigendur Arsenal þurfi að spyrja
sig þeirrar spurningar hvort ein-
hver annar geti ekki gert betur en
Wenger?
Leikmennirnir misst alla trú?
Það er ekki bara stór hluti stuðn-
ingsmanna sem virðist vera búinn
að bóka miða á Wenger-out vagn-
inn, stór hluti leikmanna virðist
einnig vera í svipuðum hugleið-
ingum.
Líkamstjáning Alexis Sanchez
í leikjum Arsenal að undanförnu
bendir í það minnsta til þess sem og
úrslit leikja liðsins að undanförnu.
Það vakti einnig athygli að Theo
Walcott var sá eini sem fagnaði fyrra
jöfnunarmarki Arsenal í leiknum,
aðrir virtust varla hafa áhuga á því.
Enska úrvalsdeildin
Staðan
Úrslit 30. umferðar 2016-17
Liverpool - Everton 3-1
1-0 Sadio Mané (8.), 1-1 Matthew Penn-
ington (28.), 2-1 Philippe Coutinho (31.), 3-1
Divock Origi (60.).
Man. Utd - West Brom 0-0
Watford - Sunderland 1-0
1-0 Miguel Britos (59.)
Leicester - Stoke 2-0
1-0 Ndidi (25.), 2-0 Jamie Vardy (47.)
Hull - West Ham 2-1
0-1 Andy Carroll (18.), 1-1 Andrew Robert-
son (53.), 2-1 Andrea Ranocchia (85.).
Chelsea - Crystal Palace 1-2
1-0 Cesc Fàbregas (5.), 1-1 Wilfried Zaha (9.),
1-2 Christian Benteke (11.).
Burnley - Tottenham 0-2
0-1 Eric Dier (66.), 0-2 Son (77.).
S´hampton - Bournem. 0-0
Swansea - Middlesb. 0-0
Arsenal - Man. City 2-2
0-1 Leroy Sané (5.), 1-1 Theo Walcott
(40.), 1-2 Theo Walcott (42.), 2-2 Shkodran
Mustafi (53.).
FÉLAG L U J T MÖRK S
Chelsea 29 22 3 4 60-23 69
Tottenham 29 18 8 3 57-21 62
Liverpool 30 17 8 5 64-37 59
Man. City 29 17 7 5 56-32 58
Man. United 28 14 11 3 42-23 53
Arsenal 28 15 6 7 58-36 51
Everton 30 14 8 8 52-33 50
West Brom 30 12 8 10 39-38 44
Stoke 30 9 9 12 33-44 36
S´hampton 28 9 7 12 33-36 34
Bournem. 30 9 7 14 42-54 34
Watford 29 9 7 13 34-48 34
Leicester 29 9 6 14 35-47 33
West Ham 30 9 6 15 41-54 33
Burnley 30 9 5 16 31-44 32
Cry. Palace 29 9 4 16 38-47 31
Swansea 30 8 4 18 36-63 28
Hull 30 7 6 17 28-59 27
Middlesbr. 29 4 11 14 20-33 23
Sunderland 29 5 5 19 24-51 20
Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, gat ekki leynt vonbrigðum sínum á hliðarlínunni í gær eftir að lið hans lenti undir í upphafi leiksins. Um leið bjó Frakkinn til táknræna mynd af stöðu mála í herbúðum Arsenal. Mynd/noRdiCPHoToS/GETTy
Okkar menn
Íslendingar í efstu tveimur
deildunum í Englandi
Swansea City
Gylfi Þór Sigurðsson
Gylfi Sigurðsson Var
manna sprækastur í 0-0
jafntefli Swansea gegn
Middles brough á heimavelli.
Cardiff City
Aron Einar Gunnarsson
Lék allan leikinn í 3-1 tapi
Cardiff gegn Wolves á
útivelli.
Aston Villa
Birkir Bjarnason
Er meiddur og lék ekki
með Aston Villa í sigri
liðsins á Norwich á heima-
velli.
Fulham
Ragnar Sigurðsson
Kom ekki við sögu í 1-0
útisigri Fulham gegn
Rotherham United.
Bristol City
Hörður B. Magnússon
Var ónotaður varamaður í
2-0 tapi Bristol City.
Burnley
Jóhann Berg Guðm.
Enn frá vegna meiðsla og
lék ekki í tapi gegn Spurs.
Wolves
Jón daði Böðvarsson
Kom inn á sem varamaður
á 73. mínútu í 3-1 heima-
sigri Wolves á Cardiff.
3 . a p r í l 2 0 1 7 M Á N U D a G U r14 S p o r t ∙ f r É t t a b l a ð i ð
0
3
-0
4
-2
0
1
7
0
4
:2
8
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
C
9
6
-F
E
C
0
1
C
9
6
-F
D
8
4
1
C
9
6
-F
C
4
8
1
C
9
6
-F
B
0
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
A
F
B
0
4
0
s
_
2
_
4
_
2
0
1
7
C
M
Y
K