Fréttablaðið - 03.04.2017, Side 31
Kærstuparið hélt
báðum beltunum
Ásmundur Hálfdán Ásmundsson,
úr UÍA og Marín Laufey Davíðs-
dóttir úr HSK vörðu bæði beltin
sín á Íslandsglímunni um helgina
í Iðu á Selfossi. Ásmundur sigraði
Pétur Þóri Gunnarsson, Mývetn-
ing í síðustu glímunni og tryggði
sér Grettisbeltið annað árið í röð.
Marín sigraði allar sínar glímur af
miklu öryggi. Jana Lind Ellerts-
dóttir varð í 2. sæti. Þetta er í
fimmta sinn sem Marín Laufey
sigrar keppnina um Freyju-
menið en metið á Svana Hrönn
Jóhannsdóttir sem vann það sex
sinnum á sínum tíma.
Svo skemmtilega vill til að þau
Marín og Ásmundur eru kærustu-
par og bæði beltin verða því í
góðu sambandi næsta árið. - óój
Elsa Guðrún vann þrEfalt
skíði Skíðalandsmót Íslands fór
fram í Hlíðarfjalli við Akureyri um
helgina en þar var bæði keppt í
alpagreinum og skíðagöngu.
Ólafsfirðingurinn Elsa Guðrún Jóns-
dóttir var sigursælust á mótinu en
hún vann allar göngugreinar kvenna
eða sprettgöngu, göngu með
frjálsri aðferð og göngu með hefð-
bundinni aðferð.
Isak Stiansson Pedersen úr SKA
vann bæði sprettgönguna og göngu
með frjálsri aðferð en hann vann
einnig flokk 18 til 20 ára drengja.
Framtíðarmaður. Brynjar Leó
Kristinsson vann göngu með hefð-
bundinni aðferð, en þar varð Sævar
Birgisson annar og Ísak þriðji.
Freydís Halla Einarsdóttir og
Sturla Snær Snorrason voru sigur-
sælust í alpagreinunum.
Sturla Snær vann bæði svig og
stórsvig hjá strákunum. Bjarki Guð-
jónsson úr Skíðafélagi Akureyrar
vann samhliðasvigið.
Ármenningurinn Freydís Halla
Einarsdóttir varð Íslandsmeistari í
bæði stórsvigi og samhliða svigi en
hún fékk síðan silfur í sviginu. Helga
María Vilhjálmsdóttir vann svigið
örugglega og fékk auk þess silfur í
stórsviginu. - óój
Vinalaus Wenger valtur eftir gagnslaust jafntefli
Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, er óðum að verða vinalaus meðal stuðningsmanna félagsins. Arsenal gerði í gær jafntefli við City sem gagnast liðinu afar
takmarkað í baráttunni um Meistaradeildarsætið. Stjórnarmenn Arsenal þurfa hreinlega að fara spyrja sig hvort að einhver annar geti ekki gert betur en Wenger.
Síðustu tvö mánuði hafa einu sigr-
ar Arsenal komið gegn utandeildar-
liðunum Sutton United og Lincoln.
Þess á milli hefur liðið mátt þola
stór og erfið töp gegn Liverpool,
Bayern München og West Brom-
wich Albion.
Wenger er nú kominn á þann
vonda stað að hvert tap eða jafn tefli
er áfall á meðan hver sigur nægir
ekki til þess að vinna þá sem þegar
hafa látið af stuðningi við hann aftur
til baka. Sá staður er yfirleitt merki
um að þjálfarar séu komnir á and-
lega endastöð og tími sé kominn til
þess að prófa eitthvað nýtt.
Hver getur gert betur?
Stjórnarmenn Arsenal virðist
þó hafa litlar áhyggjur og ef sögu-
sagnir frá Bretlandi eru réttar hefur
Wenger nú þegar skrifað undir
tveggja ára framlengingu á samningi
sínum. Ástæðan fyrir því að fram-
lengingin hefur ekki verið kynnt
opinberlega ku vera sú að stjórnar-
menn Arsenal eru hræddir við þau
mótmæli sem kynnu að brjótast út
á meðal stuðningsmanna félagsins.
Wenger virðist allavega ekki vera
á þeim buxunum að láta af störfun-
um á næstunni, sérstaklega miðað
við orð hans fyrir leik í gær. „Fyrir
eldri borgara er það að fara á eftir-
laun það sama og að deyja,“ sagði
hinn 67 ára gamli Frakki.
Þrátt fyrir að stjórnarmenn megi
ekki látast stjórnast af duttlungum
stuðningsmanna er ljóst að félag
sem er hrætt við viðbrögð stuðn-
ingsmanna þegar kemur að því
að framlengja samning við knatt-
spyrnustjórann er komið á vondan
stað. Ef til vill eru þeir hræddir við
óvissuna sem fylgir því þegar goð-
sögn fer frá félaginu.
Spor Manchester United eftir
brotthvarf Sir Alex Ferguson hræða
Það er skiljanlegur ótti enda er
United enn að reyna að feta sig í
heiminum eftir að þeirra goðsögn
lét sig hverfa. Færa má þó rök fyrir
því að staða Arsenal sé ekki nærri
því jafn varasöm og staða United
var á sínum tíma.
Arftaki Fergusons þurfti að vinna
titilinn sem fyrst til þess að viðhalda
stöðu United. Það eina sem arftaki
Wengers þarf að gera er að ná fjórða
sætinu. tryggvipall@365.is
Fyrir eldri borgara
er það að fara á
eftirlaun það sama og að
deyja
Arsene Wenger fyrir
leik Arsenal og
Man. City
Theo Walcott hefur nú
skorað fimm mörk í síðustu
fimm leikjum sem hann
hefur spilað gegn Manchester
City.
Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, gat ekki leynt vonbrigðum sínum á hliðarlínunni í gær eftir að lið hans lenti undir í upphafi leiksins. Um leið bjó Frakkinn til táknræna mynd af stöðu mála í herbúðum Arsenal. Mynd/nordicPHotos/Getty
elsa Guðrún
Jónsdóttir hefur
unnið ellefu Ís-
landsmeistara-
titla á ferlinum.
Haukar - ÍBV 25-20
Markahæstar: Maria Ines Da Silva 6,
Ramune Pekarskyte 6, Erla Eiríksdóttir
4, Guðrún Erla Bjarnadóttir 4- Sandra Dís
Sigurðardóttir 4, Sandra Erlingsdóttir 4.
Grótta - Fylkir 27-19
Markahæstar: Sunna María Einarsdóttir
8, Lovísa Thompson 5, Anna Úrsúla Guð-
mundsdóttir 4, Þórey Anna Ásgeirsdóttir 4
- Thea Imani Sturlud.5, Christine Rishaug 5.
Fram - selfoss 32-23
Markahæstar: Ragnheiður Júlíusdóttir 12,
Steinunn Björnsdóttir 10 - Perla Ruth Al-
bertsdóttir 4, Dijana Radojevic 4, Hulda Dís
Þrastardóttir 3, Kristrún Steinþórsdóttir 3.
stjarnan - Valur 28-21
Markahæstar: Stefanía Theodórsdóttir 8,
Brynhildur Kjartansdóttir 5, Hanna Guðrún
Stefánsdóttir 5 - Diana Satkauskaite 7,
Kristín Guðmundsdóttir 6.
efri
Fram 35
Stjarnan 33
Haukar 22
Grótta 21
neðri
ÍBV 17
Valur 16
Selfoss 10
Fylkir 6
Nýjast
olís-deild kvenna
25%
ALLAR
KEÐJUSAGIR
Á AFSLÆTTI
TIL 6. APRÍL25%
Bensín,
rafhlöðu eða
rafmagns.
ALLAR
BÍLAKERRUR
Á AFSLÆTTI
TIL 6. APRÍL20%
Leyfileg
heildarþyngd
er 750kg
ALLAR RAFMAGNS OG
BENSÍN HEKKKLIPPUR
Á AFSLÆTTI TIL 6. APRÍL
stjarnan - snæfell 70-86
stigahæstar: Danielle Rodriguez 33/9
frák./9 stoðs., Ragna Margrét Brynjarsdóttir
13, Bryndís Hanna Hreinsdóttir 6, Bríet
Sif Hinriksdóttir 6 - Aaryn Ellenberg 31/11
frák., Bryndís Guðmundsdóttir 21, Gunn-
hildur Gunnarsdóttir 10/6 stoðs., María
Björnsdóttir 7, Berglind Gunnarsdóttir 6/5
stoðs., Rebekka Rán Karlsdóttir 5.
staðan er 2-0 fyrir snæfell. Næsti leikur er
í Stykkishólmi á miðvikudaginn.
skallagrím. - Keflavík 59-74
stigahæstar: Tavelyn Tillman 29, Fanney
Lind Thomas 9, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir
9/8 frák./6 stoð. - Thelma Dís Ágústsdóttir
20/6 fráköst, Ariana Moorer 16/18 frá-
köst/11 stoðsendingar, Erna Hákonardóttir
11, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 9, Þóranna
Kika Hodge-Carr 7, Birna Valgerður Benón-
ýsdóttir 6
staðan er 1-1. Næsti leikur er í Keflavík á
fimmutdaginn kemur.
domino’s-deild kvenna
Undanúrslit leikir 2
ÖLL FjÖgUr Sætin tryggð
Um helgina varð það ljóst hvaða
fjögur lið munu
berjast um
Íslandsmeist-
aratitil kvenna
í handbolta í ár
en Haukar og
grótta tryggðu
sér þá tvö síðustu
sætin í úrslitakeppni Olís-deildar
kvenna. Fram og Stjarnan, sem
eru langefst í deildinni, unnu
líka bæði sína leiki sem þýðir að
þau mætast í hreinum úrslita-
leik um deildarmeistaratitilinn í
Framhúsinu í Safamýri um næstu
helgi.
FrUMSýning HjÁ KriStóFEr
Annar leikur Íslandsmeistara Kr
og Keflavíkur í undanúrslitum
Domino´s deildar
karla fer fram í
Keflavík klukk-
an 19.15 í kvöld
og er í beinni
á Stöð 2 Sport.
Kr vann fyrsta
leikinn með 19
stigum og mætir auk þessa í kvöld
með landsliðsmanninn Kristófer
Acox, ferskan og í frábæru formi úr
bandaríska háskólaboltanum.
HLynUr tóK MEtið AF KÁrA
Hlynur Andrésson setti Íslands-
met í 5000 metra hlaupi á Stanford
boðsmótinu í Kaliforníu um helg-
ina þegar hann hljóp á 14:00,83
mínútum. Hlynur bætti þarna sjö
ára gamalt met Kára Steins Karls-
sonar sem var 14:01,99 mínútur
og sett á sama stað. Hlynur
stundar nám við Eastern Michigan
háskólann í Bandaríkjunum.
Ásmundur og Marín Laufey með
beltin. FréttABLAðið/GretA sVerrisdóttir
S p o r t ∙ F r É t t A B L A ð i ðs f a l a 15M Á n u D a G u r 3 . a p r í l 2 0 1 7
0
3
-0
4
-2
0
1
7
0
4
:2
8
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
C
9
7
-0
8
A
0
1
C
9
7
-0
7
6
4
1
C
9
7
-0
6
2
8
1
C
9
7
-0
4
E
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
A
F
B
0
4
0
s
_
2
_
4
_
2
0
1
7
C
M
Y
K