Hjúkrunarkvennablaðið - 01.12.1947, Qupperneq 10
8
HJÚKRUNARKVENNABLAÐIÐ
og við venjulega heimakomu er peni-
cillin alveg óþarft.
Ef sulfalyf þolast illa, er sjálfsagt að
gefa penicillin, og sömuleiðis við heima-
komu þeirri, sem stundum fylgir uræmi,
þar sem sulfalyf koma oft að mjög litlu
gagni. Þetta er mikilvægt sökum þess,
að sum tilfelli af uræmi stafa ekki af
sjúkdómum í nýrunum sjálfum, heldur
sjúkdómum í öðrum líffærum (extra-
renal uræmi), sem þá oft er hægt að
lækna. Nýlega liafði ég sjúkling hér á
spitalanum, 58 ára gamlan karlmann,
með heimakomu, er balnaði við peni-
cillingjöf, en sulfadiazin hafði engin á-
hrif liaft á. Sjúklingur þessi var með
uræmi, er stafaði af þvagteppu.
Um barnsfararsótt get ég lítið sagt,
því að sá sjúkdómur sést sjaldan hér
á spítalanum.
Sulfalyf liafa reynzt vel við barnsfar-
arsótt, og líklegt er, að þau verði notuð
alhnikið við benni i framtíðinni. Peni-
cillin hefur einnig mjög mikil áhrif á
gang sjúkdómsins, jafnvel væg tilfelli,
og styttir hann að mun. Er sjálfsagt að
gefa penicillin í slæmum tilfellum og
ef sulfalyf þolast illa. Sömuleiðis er
sjálfsagt að gefa þeini sjúkl. penicillin,
sem batnar ekkert eftir sólarlirings
sulfagjöf.
Þar sem penicillin er gagnslaust.
Penicillin verkar ekki á bac. coli og
skyldar bakteríur, sem valda niðurgangi
(taugaveiki og paratyfus) og blóð-
kreppusótt. Ekki heldur útbrotatauga-
veiki né á sjúkdóma, sem virusar valda.
Penicillin er gagnslaust við eftirfarandi
sjúkdóma m. a.: Hettusótl, rauða hunda,
mænuveiki, ristil, bólusótt. lilaupabólu,
inflúenzu og mislinga.
Við venjulega inflúenzu er penicillin
gagnslaust. Inflúenzulungnabólga er
mjög alvarlegur sjúkdómur, og sulfalyf
eru mjög oft gagnslítil við benni. Peni-
cillin ætti því að reyna við slík tilfelli.
fíólusótt.
Af bólusótt bef ég enga reynslu, en
þar sem ígerð sú, er á vissu stigi sjúk-
dómsins kemur í bólurnar, stafar af
keðjusýklum, sem sulfalyf verka á, virð-
ist skynsamlegt að nola penicillin á þessu
stigi veikinnar, ef um alvarleg tilfelli er
að ræða.
í nokkur ár höfum við á þessum spít-
ala verið vanir að gefa öllum mislinga-
sjúklingum sulfalyf, jafnvel þólt engir
fylgikvillar komi i Ijós. Þessir sjúkling-
ar fá hérumbil aldrei alvarlega fylgi-
kvilla, eins og lungnabólgu, iðrakvef eða
miðeyrabólgu. Að nokkru leyti kann
það að vera því að þakka, að við ein-
angrum öll slík tilfelli og komum þann-
ig i veg fyrir, að sjúklingarnir smiti
bverir aðra, en líklegt er, að það sé að
nokkru leyti sulfalyfjunum að þakka.
Það er að minni byggju þess vert, að
minnzt sé á það, að eklci hefur eitt ein-
asla mislingatilfelli með fylgikvillum
endað með dauða síðan sulfalyf voru
fyrst notuð liér á spítalanum fyrir 6—7
árum, og höfum við þó baft mjög marga
mislingasjúklinga, suma allveika.
Þýtt úr Nursing Times.
Tilkyniiing:
Samþykkt var á aðalfundi F.Í.H. 24.
nóv. s.l. ósk um að hver félagskona
greiddi í eitt skipti kr. 35,00, til að
ljúka rúmlega 5 þús. kr. skuld, sem fé-
lagið er í við Landsbanka íslands, vegna
lagfæringar á sumarhúsinu og lóð kring-
um það. Þær félagskonur, sem vinsam-
lega vildu leggja þetta fram, eru beðnar
að koma uppliæðinni til frk. Þórunnar
Þorsteinsdóttur, liandlæknisdeild Lands-
spítalans.