Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1960, Blaðsíða 6
4
TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS
ur stjórnin tekið saman yfirlit um ýmis
konar hlunnindi, sem stéttinni ber sam-
kvæmt launalögum. Vei’ður plagg þetta
fjölritað og sent til allra þeirra sjúkra-
húsa og stofnana, sem hafa hjúkrunar-
konur í þjónustu.
Gjöf til Hjúkrunarfélags Islands.
Hjúkrunarfélagi Islands hefur borizt
rausnarleg minningargjöf, til minningar
um Ingibjörgu Ingveldi Sigurðardóttur,
kaupkonu, Öldugötu 51, Reykjavík, sem
andaðist 23/11 1958. Gjöfin var afhent
af Guðmundínu Guttormsdóttur, mágkonu
hinnar látnu, og skyldi henni varið til
sjóðsstofnunar, sem nota skal til jólagjafa
fyrir eldri hjúkrunarkonur. Kosin hefur
verið sjóðsnefnd og eiga í henni sæti:
Guðmundína Guttoi*msdóttir, Þuríður Þor-
valdsdóttir og Salóme Pálmadóttir.
Á stjórnarárinu hefur enginn náms-
styrkur verið greiddur til framhaldsnáms
á vegum S.S.N. Aftur á móti hefur hjúkr-
unarkonunum Elínu Eggerts Stefánsson
og Kristínu Gunnarsdóttur verið veittir
styrkir frá W.H.O. til framhaldsnáms í
heilsuvernd í Bandaríkjunum. Hinn nor-
ræni styrkur frá S.S.N. til H.F.Í. hefur nú
verið hækkaður um sænskar kr. 500,00 og
nemur nú s. kr. 3000,00, sem mun á næstu
árum verða greiddur til aðstoðar við fram-
haldsnám á Norðurlöndum.
Hjúkrunarfélag íslands átti 40 ára
starfsafmæli þ. 19. nóv. 1959. I þessu til-
efni átti stjórnin blaðamannaviðtal og var
afmælisins minnzt í öllum dagblöðum bæj-
arins. Auk þess gaf félagið út hátíðarit og
lé.t gera jólakort með teikningu eftir Bar-
böru Ámason og áletruð ártölin 1919—
1959. Loks var afmælisins minnzt með
fjölmennu hófi í Sjálfstæðishúsinu.
Sumarhús hjúkrunarkvenna hefur
hrörnað mjög hin síðari ár, enda langt
síðan viðgerð hefur farið þar fram. I
sumar voru miklar endurbætur gerðar á
húsinu og kostaði það að sjálfsögðu nokk-
uð fé, sem að mestu var aflað með sam-
skotum hjúkrunarkvenna. Sett var nýtt
þak á húsið og er nú von um að það verði
vel nothæft næstu ár.
Hjúkrunarkonur heiðraöar. Sigríður
Bachmann, yfirhjúkrunarkona og María
Maack, yfirhjúkrunarkona hafa verið
sæmdar riddarakrossi Fálkaorðunnar.
Hjúknmarkvennaskipti. 31 íslenzkar
hjúkrunarkonur hafa dvalið erlendis við
störf og nám, og skiptast þær þannig á
löndin: 8 í Danmörku, 1 í Noregi, 8 í Sví-
þjóð, 3 í Canada og 11 í Bandaríkjunum.
Hér á landi hafa eftirtaldar hjúkrunar-
konur fengið starf fyrir milligöngu H.F.l.:
7 frá Danmörku, 2 frá Finnlandi og 4 frá
Svíþjóð. Auk þess hafa starfað hér ca. 10
þýzkar hjúkrunarkonur, sem ýmist eru
giftar hér eða hafa verið búsettar um
lengri tíma.
26 hjúkrunarlconur hafa útskrifast á ár-
inu úr Hjúkrunarkvennaskóla íslands og
2 piltar. Sá atburður gerðist einnig, að
500. félagsmerkið var afhent og hlaut
handhafi þess og fyrstu karlmennirnir sem
gerast meðlimir H.F.l. áletraðar bækur frá
félaginu til minningar.
3 íslenzkar hjúkrunarkonur, sem lært
hafa erlendis, hafa gerzt félagar í H.F.I.,
þær Ingunn Klementsdóttir og Sólveig
Jónsdóttir, sem lært hafa á Amtsygehuset
í Hilleröd og Hlín Gunnarsdóttir, sem hef-
ur stundað hjúkrunarnám sitt í Little
Bromwich General Hospital, Binningham.
Ein félagskona, frú Þorbjörg A Ein-
arsson, yfirhjúkrunarkona í Sólvangi í
Hafnarfirði, hefur látizt á árinu.
Erindi fluttu á árinu frú Maj-Lis Tóm-
asson um heilsuvernd í Finnlandi, Hlín
Gunnarsdóttir um hjúkrunarnám í Eng-
landi og Jón Oddgeir Jónsson sýndi og