Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1960, Blaðsíða 21

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1960, Blaðsíða 21
tímarit hjúkrunarfélags íslands 19 eða svip. Þeir finna lika bezt, þegar til lengdar lætur, hvernig við erum. Það kemur niður á þeim, ef við erum ómerkilegar eða óvandaðar í verkum okkar, hyskni og tillitsleysi bitnar sárt á þeim. Eg keppist við að þvo burtu ryk og fjarlægja rusl, sem aiis staðar safnast saman í vistarver- um mannanna, sjúkra ekki síður en heiibrigðra. Þar sem ég finn til einstæðingskenndar innan um alla þessa ókunnu sjúklinga, legg ég alla alúð við að þvo og þurrka af. Þessi verk, sem eru svo vanmetin, að enginn vill vinna þau. Jæ.ia, ekki þýðir að fást um það. Þörf væri á að segja eitthvað. Þörfina fyrir að tala höfum við öll, mismikla að vísu og á sjúkrastofu getur verið lífsnauðsyn að segja eitt- hvað. Þarna, sem ég er í þönkum mínum, er ég sennilega ekki mjög aðgengileg til samræðna, því að enginn segir orð. Ég er ekki einu sinni spurð, hvaðan ég sé. Auðvitað er ég einhvers staðar að og það er víst nóg, en ég vil ekki láta mér það nægja. Á borði eins sjúklingsins liggur nýút- komin bók, sem mig langar til að lesa. Ég gríp tækifærið fegins hendi og spyr hvemig honum líki bókin. Út af því spinnast samræður, sem margir þurfa að taka þátt í. Loks var þessi þrúgandi þögn rofin. Þegar einn segir eitthvað á stórri stofu, leggja hinir oftast eitthvað til málanna, en þar liggur líka frískasta fólkið. Einn biður um blöðin og annar ávaxtasafa og þá langar þriðja og fjórða mann líka í ávaxtasafa. Á litlu stofunum liggur veikasta fólkið, þar er oft bezt að ganga hljóðlega um og segja sem fæst. Með æfingunni er oft hægt að sjá, hvernig sjúklingnum líður og hvers hann þarfnast, þótt hann biðji um fátt. Sumir virðast aldrei þarfnast neins og verða þakklátir og undrandi í hvert sinn, sem eitthvað er gert fyrir þá, aðrir gera meiri kröfur. Að búa um rúmin er auðvitað uppáhaldsverk dagsins. Þá er hægt að tala við hvern sjúkling og kynn- ast honum að nokkru um leið. Það bezta, sem við getum gert fyrir mikið veika sjúklinga, er að lagfæra koddana og hagræða sjúklingnum, svo að hann liggi öðru vísi en áður. Að launum upp- skerum við þakklátt bros. Það er lítið gaman að búa um rúm, sem enginn maður er í, þess vegna er svo erfitt að búa um sitt eigið rúm. Ef einhver sjúklingurinn spyr: „Verðurðu ekki hérna á morgun líka?“ þá er ég ánægð. Að afloknu dagsverki held ég heim í skóla. Á leiðinni mæti ég fólki, sem er að heimsækja vini eða aðstandendur á spítalann. Stórt fólk og lítið, ungt og gamalt. Sjúkdómar fara ekki í manngreinarálit, á því er enginn vafi. Yndislegt er að koma út og anda að sér hreinu lofti. Ég óska með sjálfri mér að það væri sumar. Já, við óskum margs á leið heim úr vinnu. Stundum óskum við þess heitast að fara upp í rúm og sofa, stundum, að við eigum bréf í hillunni, og stund- um að þessi eða hin væri nú heima einu sinni. Lífið, sem við lifum innra með okkur sjálfum, er það, sem öllu máli skiptir fyrir okkur. Það er sá heimur, sem við byggjum upp og hrærumst í, hvar sem við flækjumst, að viðbættu öllu því ytra. Skólahúsið er vistlegt, annað væri synd að segja. Ég mæti hóp af forskólanemum, þær gefa mér og búningnum mínum auga. Ganga má að því vísu, að þær haldi að ég líti niður á þær. Já, ekki bara ég, heldur iíka hinar, sem þær mæta hér og þar. Því alls staðar er fólk, sem þykist geta leyft sér að líta niður á aðra, en eru það ekki heimskingjar. Ef við eldri hjúkrunarnem- amir lítum niður á blánemana og gleymum því að við vorum fyrst blánemar, þá erum við allar orðn- ar að heimskingjum, þokkalegt það. Ég geng inn gang, sem lagður er ljósum dregli og hefur yfir sér alveg sérstakan hlýleikablæ. Ekkert drasl er á ganginum, engir skór eða skóhlífar. Við ein- ar dyrnar standa töskur, en þær þýða hér, að einhver er að fara eða koma utan af landi. Her- bergi höfum við hver fyrir sig. Herbergin bera íbúum sínum vitni, þau tala sínu máli um smekk, persónugerð og áhugamál, en sérstaklega þó um snyrtimennsku og þrifnað. Mér verður hugsað til þess, sem liðið er af námstímanum og þess, sem ég á eftir af honum. Hversu margt hef ég ekki lært þegar, því að hér lærast ýmsir hlutir, sem lærast óvíða annars staðar. Hingað koma stúlk- ur beint frá heimilum sínum og stúlkur, sem þvælzt hafa milli vinnustaða, eða koma beint úr öðrum skólum. Lífið sér hver með sínum aug- um, þess vegna eigum við stundum ekki gott með að skilja hver aðra og það rísa deilur og rökræður. Stundum er rifist svikalaust. Samt er það svo, að með tímanum fer okkur að þykja vænt hverri um aðra, svo framarlega sem okkur getur þótt vænt um aðra en okkur sjálfar. Þótt við séum sundurleitur hópur, eigum við þó allar það sameiginlegt, að hér erum við til að afla okkur menntunar og ölum í brjósti þá ósk að skapa okkur framtíð, sem nýtir borgarar.

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.