Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1960, Blaðsíða 17

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1960, Blaðsíða 17
TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS 15 skyrtu, seni^ haföi ^ ^ um, sem streymdu Hpp^' jp-jgl ir og sárabindin. ^ '” ^ Ekki veit ég, Ingunn Gísladóttir, hvprnio- mvndin hjúkrunarkona í Konsð, , , , . , , síðan árið 1953. hefur bonst blaömu og hvernig stóð á því, að hún varð fyrir valinu til birtingar. En úr því að hún hefur birzt, verður þessi skýring líka að birtast, svo að þið, starfssystur Ingunnar, gerið ykkur ekki rangar hugmyndir um klæðnað hennar við skyldustörfin. Þegar þetta hefur verið fest á blað, dett- ur mér í hug að ykkur langi e. t. v. að heyra, hvernig starfið við sjúkraskýlið gengur. Ég læt þá eftirfarandi fylgja: Sjúklingar voru samtals 11482 í fyrra. 31. október í ár voru þeir orðnir 13584 svo að búast má við að þeir verði á 16. þúsund á þessu ári. — Við höf- um enn ekki getað kom- ið upp sjúkrastofu, en mundum gera það strax, ef gjaldeyrir fengist. Peningar, sem eru frosnir inni heima á Fróni koma ekki að gagni. Ég hef stund- um hugsað (þegar ég horfi á öll verkefnin sem ekki er hægt að leysa vegna gjaldeyris- vandræða), að íslenzk- um kristniboða væri líf- ið bærilegra, ef hann væri að innan í ætt við íslenzkt blágrýti, kaldur og tilfinningalaus, maður í ævin- týraleit en ekki fylltur löngun til að hjálpa. En nú virðast bjartari tímar framundan. Skilningurinn á kristniboðsstarfinu fer vaxandi, og fyrir vaxandi skilningi og áhuga verður jafnvel gjaldeyrisnefnd í gjaldeyrisvandræðum að beygja sig. Það væri t. d. ekki lítils virði, ef íslenzkar hjúkrunarkonur hæfu herferð, risu upp sem einn maður og krefðust þess í nafni mannúðar og mannkærleika að einustu samlendri starfssystur þeirra í Afríku yrðu búin viðunandi og sæmandi starfs- skilyrði. Hvernig litist fólki á það heima að hafa allt að 20 (og stundum fleiri), „inniliggjandi" sjúklinga, sem allir yrðu að liggja úti, hvernig sem viðraði. Hér er þörf fyrir sjúkrahús, en við höfum enn ekki getað komið upp sjúkrastofu. Bezt væri, ef hér starfaði íslenzkur læknir og íslenzk hjúkrunarkona í sjúkrahúsi, sem væri reist og rekið fyrir íslenzkt fé. Ekki fyrst og fremst til að búa hjúkrunarkon- unni góð starfsskilyrði heldur vegna þeirra, sem hafa þörf fyrir læknishjálp Ingunn gerir að sári sjúklings.

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.