Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1960, Side 15
tímarit hjúkrunarfélags íslands
13
Meðal þekktra kvenna á stjómarfundi í húsakynnum SSN, des. ’58, situr Iva Bondeson fyrir miðju t. v.
útlendum hjúkrunarkonum, sem koma í
náms- og kynnisför til Svíþjóðar. Enn-
fremur greiðir hún götu þeirra hjúkrun-
arkvenna sænskra sem ætla að læra utan-
lands.
Frú Bondeson hefur góða hjálp þar sem
Britta Jónsson er, en hún hefur umsjón
með bréfum og skjölum, og skrifar öll
bréf frá SSN. Frú Jónsson hefur unnið
hjá SSF síðan 1946 og hjá SSN frá 1954
og er því öllum hnútum kunnug. Hún
hjálpaði til á tveimur hjúkrunarþingum,
í Helsingfors og í Kaupmannahöfn, en
það var mikil vinna.
Þegar SSN þarfnast meira húsnæðis
en venjulega, t. d. á stjórnarsamkomum,
nefndarfundum o. þ. h., vill svo vel til að
hægt er að bæta tveimur herbergjum við
hinar venjulegu vinnustofur. Það er
vinnumiðlunarstöð sænska hjúkrunarfé-
lagsins sem hefur þessi tvö herbergi til
afnota og lánar þau SSN, þegar þörf
krefur.
Að lokum má nefna tvö gestaherbergi,
sem notuð eru bæði af SSN og SSF, þegar
gesti ber að garði — en það skeður æði
oft. Kannske eiga íslenzkar hjúkrunarkon-
ur eftir að gista þessi húsakynni á öster-
malmsgatan 19, sem hér hefur verið sagt
frá — hver veit. — (Þýð.).
3>-------------------------------6
2 hjúkrunarkonur
óskast að St. Jósefsspítala, Hafnarfirði,
sem fyrst eða með vorinu. Ætlast er til, að
önnur þeirra starfi á skurðstofunni og er
henni heitið sunnudaga- og helgidagafríi,
en hinni eru ætluð störf aðstoðarhjúkrunar-
konu. Laun og kjör samkvæmt launalögum.
Umsóknir sendist til príorinnunnar, eða
til Jónasar Bjamasonar, yfirlæknis spít-
alans.