Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1960, Side 18

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1960, Side 18
16 Fróðleikskorn úr Epionu 1 Svíþjóð er nú háð orusta við „sjúkra- húsasýkina" svokölluðu, en um það efni birtist nýlega í Hjúkrunarkvennablaðinu þýddur fyrirlestur eftir R. Eriksen, lektor, Serumstofnuninni. Hér koma fáorðar lýsingar á bardaga- aðferð Svíanna, sem virðast tiltölulega auðveldar og e. t. v. að mörgu leyti hag- kvæmar víðar en í Svíþjóð. Sjúklingar fá steypibað í stað kerlaugar og fljótandi sápa er notuð í stað venju- legrar sápu, því að hún getur borið smit. Eftir baðið er líkaminn þurrkaður með geislahitun. Pappír er mikið notaður, m. a. í lök á sjúkravagna og skipt er um lak fyrir hvern sjúkling. Skurðstofulínið, sem áður var staflað í sótthreinsunartínur með göt- um, er nú haft hvað fyrir sig í plastum- búðum. Það er algengt, að meiri hluti starfs- fólks í sjúkrahúsum í Svíþjóð (allt að 80%), gangi með ónæma stafylokokka í nefi og koki og séu því heilbrigðir smit- berar. Ekki borgar sig að nota antibiot- ica gegn þessu, heldur skal reynt að hindra smitun. og aðhlynningu, en fá hana ekki, ef við veitum hana ekki. Það yrði íslenzkri hjúkr- unarkvennastétt sómi og verður minnis- varði, ef hún víkkaði þannig starfssviðið og léti svarta meðbræður og systur einnig njóta góðs af starfsorku sinni og baráttu- þreki. Guð blessi ykkur allar við störf ykkar. Með kærri kveðju frá konu minni og frá Ingunni og undirrituðum. Benedikt Jasonarson. TIMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS 1 þessu sambandi er starfsfólkinu ráð- lagt að nota olnbogana í stað handanna. T. d. á að opna hurðir með olnbogunum — það má ekki taka í handföngin — og kranar eru þannig úr garði gerðir að hægt sé að opna þá með olnbogum, hnjám eða fótum. Neglur starfsfólksins eiga að vera stutt- klipptar og bannað er að nota naglalakk. Það má heldur ekki ganga með stásshringi eða armbönd, en giftingahringa er mönn- um í sjálfsvald sett hvort þeir nota eða ekki. Nef- og munngrímur er gagnslaust að nota lengur en í 1/2 klst. í einu, eftir það þarf að skipta. Forðast ber að nota antib- iotica í öryggisskyni. Öll verkfæri á að sótthreinsa áður en þau eru þvegin, hingað til hefur hið gagn- stæða verið gert. Þannig er hægt að fyrir- byggja, að þeir sem hreinsa verkfærin, smitist af þeim, og breiði síðan út sýklana. Blóm, sem sjúklingar oft fá frá vinum og vandamönnum, geta einnig borið smit. Þess vegna eru þau nú látin vera kyrr inni á sjúkrastofunum á nóttunni. — '»----------------------------------------<» Hjúkrunarkonur og menn, nær og fjær: Gerið svo vel að greiða félagsgjöldin skilvis- lega og sem fyrst eftir hver áramót, til gjald- gerans, Guðrúnar Árnadóttur, Barónsstíg 65 (eða Barnaskóla Austurbæjar). Simi 18724. Árstillagið er: kr. 50,00 fyrir félagsfólk, sem ekki vinnur að hjúkrunarstörfum, — andvirði Tímarits H.F.Í. innifalið. Fyrir þá, sem vinna að hálfu — eða einhverju leyti kr. 100,00. Fyrir þá, sem vinna fulla vinnu kr. 200,00. 4>----------------------------------------$

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.