Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1960, Qupperneq 19
tímarit hjúkrunarfélags íslands
17
HorLiálmwr úr liój^i Ljúlru.ncirl
í kvöld skal vegleg veizla ger
og vínið ekki svikið,
því félag okkar fertugt er
sem finnst víst engum mikið.
Og hjörtun þau brenna
í hópi glæstra kvenna,
því æ á æskan völdin,
á kvöldin.
En konur hafa ávallt enn
svo ótal mörgu að sinna,
og ennþá vilja eiginmenn
víst að sér láta hlynna.
Til hjúkrunarkvenna,
því hýrum augum renna,
ungir jafnt sem aldnir,
og baldnir.
Og líf og fjör er félag vort,
og formann þess, í kring um,
því enn er víst til hennar horft,
á heimsins friðarþingum.
Ei undrun mun sæta,
ef eitthvað þarf að bæta,
að kveði mest að konum,
að vonum.
Og oft er mikið okkar starf
og um það vita fáir,
hve margur kvartar meir’ en þarf,
sem meyjargæði þráir.
Margan víst dreymir
þá draum, sem ei hann gleymir,
um aðstoð arma mjúkra,
sem hjúkra.
Þó virðist mest í veröld treyst
á vísindanna frama,
og hafi flest í heimi breyzt,
er hjartað æ hið sama.
Um gjörvallar byggðir,
þær gömlu kvennadyggðir,
ei eldast eða þreytast,
né breytast.
En margan þjáir ami enn
og oft er misjafnt geðið,
því hafa jafnvel hraustir menn
um hjúkrun okkar beðið.
rnnarnvenna
En fljótt ef við önsum,
þeir flestir taka sönsum,
því svo er misjafnt sinnið,
sem skinnið.
Við töldum kjark í margan mann,
sem mjög var niðurbrotinn,
og reynt var oft að róa þann,
sem reyndist illa skotinn.
Það satt er án vafa,
að sumir karlmenn hafa
minni þolinmæði
en gæði.
Og enn er treyst á trú og fórn,
þó tæknin verði meiri,
en ýmsir láta illa að stjórn,
já, eiginmenn og fleiri.
En þetta má laga,
og það er gömul saga,
að bezt sé bætt úr þrautum,
með sprautum.
Og áfram heldur okkar stétt,
að auka sína tækni,
og enn er nemum næsta létt,
að næla sér í lækni.
En stundum er vandi
að vera í hjónabandi
og viðsjál vaktaskipti,
þeim giftu.
En nú skal hátíð haldin hér
og hafin glös með sóma,
því félag okkar fertugt er,
í fullum æskublóma.
Það eflir vort gengi
að æskan vari lengi,
og ung í anda og sálum,
við skálum.
Já, góða veizlu gera skal,
svo gangi púlsinn hraðar,
og hér er mikið vífaval
og vænna en annars staðar.
Til hjúkrunarkvenna
menn hýrum augum renna,
þær eilíft ungar lifi,
— þær lifi.