Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1963, Page 12
10
TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS
Næsta dag er þoka, rigning, kuldi. Þá
lesa gestirnir, skrifa eða spila borðtennis.
En miðvikudaginn 1. ágúst er gott veð-
ur á ný. — Frá hótelinu sést ævintýra-
legur bær í nokkrum fjarska. Hann stend-
ur einn sér í skógarrjóðri og ber hátt.
Ómótstæðileg löngun til að kynnast þessu
litla fjallabýli rekur mig af stað eftir
morgunverð. Ég labba nærri beint af aug-
um, spyr samt menn við byggingarvinnu
hvernig hægast verði að komast þetta, en
lítið vita þeir. Það er votlent og veglaust
og girðing á veginum, en hana er auðvelt
að klifra yfir, því það er ekki gaddavír.
Verra er, að í gljúfri leynir sér býsna
straumhörð á sem yfir þarf að fara. Að
vísu er brú yfir ána, en hún er svo mjó
og hallandi, að ég kýs heldur að leita eftir
vaði; fer síðan úr sokkum og skóm og veð
á skóhlífunum. — En þegar þessi þraut
er unnin, sést bærinn ekki lengur. Ég
klifra af hæð ofan í dal og úr dal upp á
hæð, en trjágróðurinn er svo þéttur, að
ekkert sést, og sumir eru orðnir áttavillt-
ir. ,,Ef nú kæmi þoka“, hugsa ég með
mér, „hvað þá?“ En eftir dálítið hugar-
víl og langa leit, kemur flaggstöng í Ijós,
og síðan dimmrauður bær með grasivöxnu
þaki. Guði sé lof. Og húsfreyjan á bæn-
um veitir upplýsingar: Þetta er bara gam-
alt yfirgefið sel, sem fjölskylda frá Rjúk-
an hefur fengið fyrir sumarbústað.
Á leiðinni til baka veð ég alls ekki ána,
heldur tek mér lurk í hönd og iabba yfir
brúna. Stafurinn góði er svo stöðugur í
ánni. Alltaf er maður eitthvað að læra,
og nú síðast af húsfreyjunni í selinu.
En dagurinn er ekki hálfnaður. Við
matborðið ákveðum við kunningjakona
mín að fara á sýningu sem haldin er langt
inni í Þelamörk. Og um 3 leytið höldum
við af stað. Leiðin liggur niður í móti og
gatan er greið. Nokkrar beljur slást í för
með okkur og við losnum lengi vel ekki
Ragnar við lcofann sinn.
úr þeirra félagsskap. Við hittum líka hann
Ragnar, 8 ára gamlan, fyrir utan kofann
sinn. Hann horfir á og spjallar við
þessar förukonur eins og íslenzkur
sveitadrengur, sem sjaldan á þess kost
að sjá ókunnuga á ferð. Þegar ég fór til
baka var hann á sama stað, jafn forvit-
inn og skrafhreyfinn og áður.
Loks komum við að samvinnuverzlun og
er þá samferðakona mín svo þreytt og
sárfætt orðin, að hún vill snúa við. Það
er fjarri mér að gefast upp, en í Fjalla-
stofu Raulandfylkis hvíli ég mig og ét
epli. Þetta er vistlegt og vingjarnlegt
gistihús og hér geta dvalið 30 gestir, en
á Raulandhóteli er pláss fyrir 80. Á báð-
um þessum stöðum ganga þjónustustúlkur
um beina í grænum þjóðbúningum Þela-
merkur.
Enn eru eftir 3 km. Og þegar komið
er loks á áfangastaðinn, sem er skóli á