Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1963, Side 13
TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS
vetrum en sýningarstaður á sumrin, er
margt að sjá m. a. höggmyndir, málverk
og tréskurð eftir Svalastoga, en hans
hefur áður verið getið. Eftir að hafa feng-
ið þama nokkra andlega næringu, sný ég
heim — 9 km. leið. Engan áætlunarbíl er
hægt að fá á þessum tíma dags og þótt
einkabílarnir þjóti framhjá hver af öðr-
um, virða þeir ekki viðlits litla, lúna
kellingu, jafnvel ekki þótt hún kreppi
hnefana í bræði þegar einhverri frúnni
verður iitið aftur. Loks, þegar líklega er
eftir 1 km., fer áætlunarbíll framhjá og
stanzar þegar ég veifa. Það er með herkju-
brögðum að ég fæ eitthvað af kvöldmatn-
um. — Á þessum degi hef ég gengið a. m.
k. 20 km á norskri grund.
Annan ágúst er sólskin og nógu heitt
fyrir Islending, sem ekki er uppalinn við
hitaveituvatn. En blöðin segja reyndar
að þetta sé kaldasti júlí sem komið hafi í
30 ár. Ég byrja á að baða mig, þvæ nær-
fötin mín eftir morgunverð, hengi þau út
á snúru og sest á stein í túninu með bók
í hendi. Kunningjakona mín fór í morgun
og þakkaði þúsund
sinnum og hjartanlega
fyrir samveruna. Ann-
an borðfélaga fékk ég
um kvöldið, apótekara
frá syðsta bæ í Noregi
— og segir fátt af
henni, nema hvað hún
sendi mér óvænt jóla-
kort í vetur.
Þriðja ágúst er 15
stiga hiti og sólskin.
Þennan dag skyldi nota
til þess að heimsækja
Rjúkan með áætlunar-
bíl, en þangað er 8 km.
leið.Við förum meðfram
Mös, sem er eitt stærsta
vatn í Evrópu (20 km.),
11
síðan ökum við m. a. Maristíg, en hann
liggur meðfram hrikalegu gljúfri, svo
hrikalegu, að mér dettur ósjálfrátt í
hug staður sá er Norðmennirnir óku síð-
asta spölinn með Þjóðverjana og sjálfa
sig forðum.
Rjúkan er u. þ. b. 6000 íbúa þorp á milli
svo hárra fjalla, að sólin sést þar ekki
hálft árið, eða frá því í september og þar
til í marz. Þetta er myndarlegt og að
mörgu leyti merkilegt þorp. Rjúkanfoss-
inn frægi geysist nú í gegnum firnastór
rör, er sjást hátt uppi í fjalli, og verk-
smiðjur í Rjúkan eru meðal hinna stærstu
í heimi. Þar er t. d. þungavatnsverksmiðj-
an „Vemork“.
Bíllinn stanzar 5 klst. í Rjúkan og nota
ég nokkuð af þeim tíma til þess að fara
með f jallalyftu upp í Gvepseborg; sá stað-
ur er 900 metra yfir sjó og guð má vita
hve marga metra yfir dalnum. Ekki vil
ég ráðleggja þeim sem lofthræddir eru að
fara svona ferð, þótt hún taki aðeins 5
mínútur aðra leið. A. m. k. leið ég vítis-
kvalir. — En útsýnið uppi er stórkostlegt.
Fjallalyftan i Rjúkan í gangi. Við sjáum Gaustatoppinn —
1.883 m. yfir sjávarmáli.