Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1963, Side 14
Hjúkrun og bróburleg umhyggja á tækniöld
Eftir MARIT NYRUD skólastjóra
VancUmiálið athugað.
Að hve miklu leyti gegna hjúkrunar-
skólar hlutverkum sínum, — að veita þeim
nemum menntun, sem síðan sýna sjúkl-
ingum bróðurlega umhyggju með fram-
komu sinni og starfi?
f erindi sínu leiðir dr. Fröshaug1) í
ljós nokkur mikilvæg atriði, sem snerta
þær alvarlegu aðstæður, sem við búum við.
En við lifum á tíma geysilegrar framvindu
tæknivísinda og einnig á þeim tíma, er
samfélög okkar taka stórstígum breyt-
ingum, sem gera auknar kröfur til aSlög-
unarhæfni okkar. Náttúruvísindi og tækni
veita nú stærri tækifæri, en nokkum gat
grunað fyrir fáeinum árum. En við verð-
um einnig að viðurkenna, að mikið ósam-
ræmi er á milli sigra tækninnar og hæfi-
leika mannanna að ráða viö þær breyt-
ingar, er verSa.
Slík þróun krefst þess, — að við köstum
á glæ hefðbundnum venjum og skipulagi,
sem fram að þessu hefur verið undirstaða
okkar þægilega lífs, — að við leggjum
meiri rækt við sjálfstæða hugsun, þroska
og ábyrgðartilfinningu sérhvers einstald-
ings.
Hinum megin við dalinn gnæfir Gausta-
toppurinn, 1885 meti’a yfir hafinu. Þeir
sem þangað komast, geta að sögn séð yfir
allan Suður-Noreg.
Þegar ég nú í skammdeginu hugsa til
þessara fáu, en viðburðaríku sumardaga,
sé ég á ný víðáttuna og fjöllin fögru í
hinu forna landi feðra vorra og gleðst
yfir því, að bráðum skuli vora á ný.
Góðar stundir!
!) Grein eftir dr. Fröshaug birtist í 3. tbl.
T. H. f. 1962.
Á sviði uppeldismála, í blöðum og út-
varpi og í öðrum málgögnum uppfræðsl-
unnar, verðum við var við ákafa leit að
grundvelli að nýju fræðslukerfi, undir-
stöðu, sem getur aðstoðað við að uppræta
það öryggisleysi og upplausn, sem ríkir.
Sú staðreynd vinnur sér æ meira fylgi,
— að í allri kennslu beri að leggja meiri
áherzlu á aukna þekkingu og skilning, —
að andlegum þroska beri að veita enn
meiri athygli, — og að vöxt persónuleik-
ans beri að styrkja. Við verðum að gefa
upprennandi kynslóð einfalda og auðskilj-
anlega lífsskoSun, sem skýrir ætlan og
tilgang lífsins. Af sjónarhóli uppeldismála
séð, á viðurkenning á manngildi og um-
hyggja fyrir einstaklingnum að vera af
kristilegum toga spunnin. Þróunin hefur
haft það í för með sér, að aðalsjónarmið-
ið, hin bróðurlega umhyggja, umhyggjan
fyrir öllu varðandi einstaklinginn, lík-
ama hans og andlegu lífi, hefur lent í
skugganum af tæknilegri kunnáttu. Hin
harða lífspeki efnishyggjunnar hefur sett
sín spor á samfélagið og að nokkru leyti
á hjúkrunarfólkið. Til þess að gera okk-
ur grein fyrir aðstöðu okkar, verðum við
að vita, hvar við stöndum og hvert við
ætlum. Það er mikilvægt að stefna að vissu
marki — og hafa ákveðið og vel afmark-
að starfssvið.
Til þess að vera fær um að veita mjög
góða menntun — verðum við að skilgreina
hjúkrunarstarfið nákvæmlega, hvað það
er eða ætti að vera. Við verðum einnig að
gefa hjúkrunarfólkinu skýr fyrirmæli um
í hverju verkefni þeirra séu fólgin — og
hvað ekki megi fela öðrum. Það er ekki