Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1963, Side 16

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1963, Side 16
14 að fá kennslu í öðrum „hliðarfræðum", svo sem líffærafræði, lífeðlisfræði, sálar- fræði, félagsfræði, heilsufræði og sjúk- dómafræði. Efnisvalið verður að vera skynsamlega og auðskiljanlega sett fram, þar sem ýmis lögmál og kenningar eru þannig borin á borð, að sem bezt og heil- legast heildaryfirlit fáist. Sú tilhneiging ríkir, að veita nemanum aðeins upplýs- ingar í smáskömmtum, en þá er heildar- yfirlit hans undir eigin hæfileikum kom- ið að geta sett „brotin“ saman þannig, að úr því verði skiljanlegt samhengi. Þess vegna getur það hent sig, að nemi ljúki námi án þess að hafa skilið hinn eigin- lega tilgang hjúkrunarstarfsins, og aS ör- yggisleysi og ófullnægjandi innsæi nemans ræni hann löngun þeirri að halda áfram hjúkrunarstarfinu. Námsaðstæður á sjúkrahúsum. Hjúkrun og bróðurlega umhyggju er aðeins hægt að læra við sjúkrabeðið með því að hafa samband við sjúklinginn og allt það, sem honum viðkemur. Neminn lærir af starfinu, en þetta starf verður að: 1) styðjast við staðgóða þekkingu; 2) áætla, meta og stjórnast af yfirmönn- um nemans. Það er ekki ákveðinn fjöldi vikna á sjúkrahúsi, sem hefur úrslitaþýðingu fyrir námsárangur nemans, heldur er skipulag námstilhögunarinnar, sem gildir. Er námstilhögunin þannig, að neminn fái næg tækifæri að stunda sjúklinginn eða fær hann aðeins nokkur tilviljunar- kennd tækifæri til þess? Er nemanum hjálpað til að geta metið þörf sjúklings- ins hverju sinni svo og sitt eigið starf — eða er ætlazt til þess af honum, að hann skuli „koma starfinu af svo fljótt, sem auðið er“? Fær neminn smám saman þyngri verk- efni að leysa — eða ber hann langvar- TÍMARIT HJÚKRUNARPÉLAGS ÍSLANDS andi ábyrgð á starfi, sem ekki stendur í réttu hlutfalli við undirbúning hans? Allar lærdómsstofnanir, sem leggja allt of hart að nemendum sínum, uppskera neikvæðan árangur. Þungamiðja námsáætlunarinnar: Vöxtur persónuleika og starfsgetu nemans. Skólinn hefur það takmark: að stuðla að auknum vexti persónuleikans; að æfa nemana þannig, að hæfileikar þeirra til sjálfstæðrar hugsunar og gjörða nái að þroskast með það fyrir augum, að þeir séu færir um að veita sjúklingnum rétta meðhöndlun; að nemarnir geti leiðbeint og kennt öðrum eins og t. d. aðstoðarfólki, sem bráðlega mun taka æ fleiri störf að sér á sjúkrahúsum. Skólanum ber frá fyrsta degi að leggja rækt við skilning nemans á lýðræðislegri stjóm. Svo að námið nái að heppnast verð- ur að innleiða leiðbeiningar- og matskerfi, sem ná yfir öll atriði námsins. Neminn verður einnig að bera ábyrgð á eigin framförum. Samræmt matskerfi ýtir undir aukið persónulegt frelsi og þroskaða lyndis- einkunn, sem eru skilyrði fullkomins hjúkrunarstarfs, sem hefur bróðurlega umhyggju að starfsgrundvelli. Þar, sem einkunnarorð sjúkrahúsanna eru „Veitum fyrsta flokks hjúkrun“, og einkunnarorð hjúkrunarskólans eru „Menntun hjúkrunarfólks, sem veita á slíka hjúkrun, verður að standa á sömu grundvallarskoðunum“, ættu þessar stofn- anir að geta staðið saman um að leysa þau verkefni, sem samfélagið setur. Hjúkrunarfólkið sjálft ber ábyrgð á starfi og námi hjúkrunarstéttarinnar. Þessa ábyrgð er ekki hægt að flytja yfir á aðra starfshópa og stofnanir. Ó. H. Ó.

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.