Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1963, Qupperneq 17
TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS
15
Raddir líjúkrunamema
ÍGuðrún Broddadóttir
Ingfibjörg Holgadóttir
Sigurveig Sigurðardóttir
Jól í sjúkrahúsi
Við finnum það oft, að trú gamals fólks og
sjúklinga er sterkari og meiri en ungs og heil-
brigðs fólks, hún er lík barnstrúnni. Það er eins
og trúin verði að vera til, þar sem þrekið er
lamað og mannlegur máttur orðinn lítill eða eng-
inn í mótlæti lífsins. Við, sem heilbrigð erum og
sjálfum okkur næg, gefum okkur ekki tíma til
að hugsa nema um líðandi stund. Jafnvel hæð-
umst að þeim orðum, sem lýsa vanmætti okkar.
Við getum ekki glaðzt meira á einum degi en
öðrum, því hver stund er gleðirík. En við, sem
störfum við hjúkrun, getum ekki afneitað sælu
trúarinnar. Til þess höfum við of mikla reynslu
um kraft hennar og huggun, sem hún færir þeim
sem hjálpar eru þurfi. Jólin eru hátíð trúar-
innar og þar sem þau eru svo nýliðin, að andi
þeirra sveimar enn í loftinu, væri gaman að
lýsa jólum á sjúkrahúsi. Hjúkrunarneminn þekk-
ir sig bezt á Landsspítalanum og því verður
hann fyrir valinu.
Gangar og stofur eru skreytt fallegum mynd-
um, grænum greinum og bómullin, sem alltaf
hefur orðið að lúta því, að verða að lítilfjörleg-
um tampónum, er nú aðalefnið í jólaskrautinu.
Orgeli er komið fyrir á stigapallinum milli
handlæknis- og lyflæknisdeildar, því þar skal
sungin messa í kvöld, klukkan hálf sex.
Hjúkrunarnemarnir eiga að syngja jólasálm og
það er ekki laust við að það sé hrollur í okkur.
Það hefur lítt verið æft og hver verður að syngja
með sínu nefi. Það er reyndar ekki ætlast til
að þetta verði neinn listasöngur, en söngur verð-
ur það að vera samt og það er meinið. Sjúkl-
ingarnir hafa verið á léttu fæði um daginn, því
klukkan fjögur er aðalmaturinn. Það er heldur
enginn smáræðis matur, jólamaturinn. Svína-
kjöt og allt mögulegt því til bragðbætis, því það
þykir ómissandi nú til dags, þar á eftir er hnaus-
þykkur rúsínugrautur, og svo auðvitað mandla
í, og sá sem fær möndluna, er verðlaunaður.
Grautarátið verður spennandi, aldrei þessu vant.
Á eftir gi’autnum kemur ábætirinn, hvítur og
freistandi. Það eru meiri ósköpin, sem ætlast er
til, að fólk borði á jólunum. Þó eru nokkrir í
þessu stóra húsi, sem enga lyst hafa á kræs-
ingunum, þeir, sem ekki hafa haft matarlyst
svo dögum skiptir. Það verður ekki allt gott,
þótt það séu jól.
Hjúkrunarnemarnir drífa matarílátin út af
stofunum, því nú er timinn naumur til messu
og eitthvað verða vesalings nemarnir að fá ann-
að en reykinn af réttunum.
Allt í einu eru gangarnir fullir af börnum og
fullorðnu fólki og maður verður bara steinhissa
þegar það rennur upp fyrir manni, að þetta eru
læknarnir, sem við umgöngumst daglega. Þetta
er þeirra annað líf, konur þeirra og börn. Það
er gaman að sjá og finna að þeir eru samt sem
áður ósköp venjulegt fólk.
Nemarnir stilla sér upp við orgelið, ræskja
sig og draga andann djúpt og rólega, slappa vel
af fyrir komandi þrekraun. Prestur er séra Sig-
urjón Árnason og segir, að nú skuli sunginn
sálmurinn „Heims um ból“. Nemarnir syngja
af öllum kröftum, ósamstillt og hnökrótt. En
sálmurinn er öllum kunnur, og þá gerir þetta
ekkert til.
„Því yður er í dag frelsari fæddur". Hún er
undarleg þessi saga. í dag verður hún ný á vör-
um prestsins, þó kunna hana allir, gætu sagt
hana hver öðrum án nokkurs undirbúnings og
blaðalaust.
„I Betlehem er barn oss fætt“, er sungið að
síðustu.
Gleðileg jól, ómar frá manni til manns; það
eru allir glaðir, brosandi og lítillátir, því þetta
kvöld eru öll vopn slíðruð. Skurðhnífurinn ligg-
ur þreyttur og hreinn í sakleysi inni á lokaðri
skurðstofunni og skurðlæknirinn er ósköp gæða-
legur maður. Herská vopn tungunnar liggja í
dvala og það er gaman að vera hjúkrunamemi
í kvöld. En þótt gleði og friður virðist ríkja í
þeirri stóru stofnun, Landsspítalanum, þetta
kvöld, er ekki þar með sagt, að öllum þar líði
vel. Margir þeirra eru samt nokkurn veginn
hressir. Ef til vill með brotinn fót, sem hamlar
heimferð þeirra, eða eitthvað enn smávægilegra.
En það eru aðrir, sem eiga sorglegri jól. Ef til
vill brosa varir þeirra við jólagleðinni, en aug-
un glampa af sársauka og sýnast enn þjáning
arfyllri í kvöld í allri ljósadýrðinni. Jólin eru
gleðinnar hátíð, en þeir eru margir, sem er mein-
að að njóta hennar og þó eru þetta e. t. v. hinztu
jólin þeirra.