Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.10.1969, Síða 3

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.10.1969, Síða 3
Utsýni úr turni Landakotsspítala. Ritstjórnar- þáttur Félag íslenzkra hjúkrunarkvenna var stofnað í nóvember 1919 og á félagið því senn 50 ára afmæli. Forgöngu um stofnun þess átti Christophine Bjarnhéðinsson, en stofnendur voru átta að tölu. Nafni félagsins var breytt 1935 í Hjúkrunarkvennafélag Islands og aftur 1960 í Hjúkrunarfélag Islands. Félagar eru nú hátt á níunda hundrað. Þessara tímamóta í sögu hjúkrunarstéttarinnar á Islandi verð- ur minnst í næsta blaði og eru velunnarar blaðsins, sem telja sig eiga einhverja minningu eða myndir í fórum sínum, sem tengd- ar eru sögu félagsins fyrr og nú, beðnir að hafa samband við ritstjórnina sem fyrst. Ýmis samtök heilbrigðisstétta eiga 50 ára afmæli um þessar mundir, t. d. Læknafélag Islands 1968, Ljósmæðrafélag Islands 1969, Rauði Kross Islands 1969, Samvinna hjúkrunarkvenna á Norðurlöndum (SSN) 1970, og þannig mætti vafalaust lengi telja. Hér hlýtur eitthvað að vanta. Island varð fullvalda ríki 1918 eins og mörg önnur ríki Norðurálfu, þar á meðal einnig Finnland. I kjölfar æðislegrar heimsstyrjaldar 1914—1918 fylgdu nýjar hugsjónir og þó gamlar eins og stendur í Víga-Glúms sögu: „ok skulum vér binda sár þeirra manna, er lífvænir eru úr hvárra liði sem eru“. Þessi orð og margt fleira er að finna í Hjúkruncir- sögu Maríu Pétursdóttur, en greint er frá efni bókarinnar í blað- inu. Þá er grein eftir Hauk Kristjánsson, yfirlækni, um Slysa- varðstofu Reykjavíkur. Þar segir m. a.: „Skiptingin rnilli slysa og „ekki“ slysa er óglögg og það, sem megin máli skiptir er, hvort aðkallandi læknishjálpar er þörf eða ekki“. THl þakkar Hauki fyrir greinina og einnig fyrir gott orð til hjúkrunarkvenna. Næst er grein eftir Gylfa Ásmundsson, sálfr. um Sálfræ'ðileg próf fyrir starfsfólk sjúkrahúsa, en „þessi aðferð hefur nú verið notuð um skeið á Kleppsspítalanum“. THl kann Gylfa þökk fyrir þessa athyglisverðu grein. Oddný Ragnarsdóttir segir ýtarlega frá aí- þjóðamóti hjúki'unarkvenna í Montreal 1969, en þangað komu „ca 10.000 hjúkrunarkonur og nokkrir karlmenn"! Einnig er viðtal við Maríu Pétursdóttur um val Margrethe Kruse, Dan- Framh. á bls. 90.

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.