Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.10.1969, Qupperneq 4

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.10.1969, Qupperneq 4
Haukur Kristjánsson, yfirlæknir: SLYSAVARÐSTOFA REYKJAVÍKUR 1 september 1955 tók Slysa- varðstofa Reykjavíkur til starfa í húsakynnum Heilsuverndar- stöðvar Reykjavíkur. Þetta var þó bráðabirgðaráðstöfun, þar eð hún skyldi flytjast í fyrir- hugað Borgarsjúkrahús. Var þá ríkjandi mikil bjartsýni í sam- bandi við byggingu þess og jafn- vel talið, að það yrði tilbúið að 3—4 árum liðnum, en árin urðu reyndar 13. Fram til þessa hafði Landsspítalinn að mestu annast slysahjálp í Reykjavík og raun- ar á öllu landinu, ef um meiri háttar tilfelli var að ræða. Um nokkurt árabil hafði þó verið starfrækt læknavakt fyrir borg- arbúa um nætur og helgidaga í Austurbæjarskólanum og var þar sinnt minni háttar slysa- tilfellum. A.uk þess mun á þeim tímum hafa verið veitt nokkur slysahjálp í hinum almennu lækningastofum. Þegar unnið var að undirbún- ingi Slysavarðstofunnar var margt á huldu um væntanlegt starfssvið. Engar áreiðanlegar skýrslur lágu fyrir um slysa- fjölda á starfssvæðinu og þó ganga mætti út frá því sem gefnu, að þangað leituðu fleiri en slasaðir, var ekki hægt að draga upp nákvæma mynd af því, sem í vændum var. Húsnæði stofnunarinnar var lítið og að flestu leyti óhag- kvæmt, enda ekki ætlað frá upp- hafi til slíkra nota. Þar voru aðeins 3 legurúm er nota mátti til 1—2 sólarhringa innlagn- inga í neyðartilfellum. Þar var eitt lítið röntgentæki en enginn röntgenlæknir var tiltækur. Ekki var heldur um svæfinga- lækni að ræða. Hins vegar tóku sjúkrahús borgarinnar að sér til skiptis móttöku meiri hátt- ar slysatilfella. Svo sem ráða má af framan- sögðu, var hin nýstofnaða Slysa- varðstofa harla fátækleg í snið- um, og hlýt ég nú eftirá að dæma sjálfan mig allhart fyrir að taka í mál að veita svo frum- stæðri stofnun forstöðu. Mín- ar einu afsakanir eru, að hér átti aðeins að tjalda til einnar nætur og svo hitt, hve erfitt var fyrirfram að gera sér ljósa grein fyrir verðandi starfsemi. Megin örðugleikarnir reyndust þrengslin á sjúkrahúsunum og mjög léleg skipulagning á hinni almennu læknisþjónustu í borg- inni. Þegar á fyrsta ári bar á gróf- um misskilningi á starfsskyldu Slysavarðstofunnar. Fólk vissi að þar var læknir á vakt allan sólarhringinn og taldi sjálfsagt, að það gæti leitað þangað með hverskyns mein sín hvenær sem væri. Voru og mikil brögð að því, að krafist væri lækninga gegnum síma og að læknar væru sendir í heimahús, eink- , ám | Yfirlæknir ásamt nokkru af starfsfólki sínu. Frá vinstri Haukur Kristjáns- son, yfirlæknir, Hlöður Bjamason, kandidat, Jóna Guðmundsdóttir, yfir- hjúkrunarkona, Ólafur Ingibjörnsson, læknir og Þuríður Sörensen, hjúkrunarkona. 68 TÍMAUIT II.IÚKKUNARFÉLAGS ÍSLANDS

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.