Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.10.1969, Page 17
MARGRETHE KRUSE,
Danmörku, forseti ICN.
Ánægjulegt hefði verið að
fleiri íslenzkar hj úkrunarkon-
ur hefðu séð sér fært að fara
til Montreal, en þær sem fóru
voru Oddný M. Ragnarsdóttir,
staðgengill ritara, Guðrún Mar-
teinsson, systir Gertrude og
systir Thaddeus, og var mér
bæði stuðningur og ánægja að
hafa þær með.
Hvctð hefur verið ákveðið um
næsta mót ICN?
Formannamót verður haldið
í júlílok 1971 í Dublin í Irlandi,
þar sem eru höfuðbækistöðvar
hjúkrunarfélagsins írska. HFÍ
hefur haft mjög náið samstarf
við stéttarsystur á Norðurlönd-
um, en því miður ótrúlega lítil
tengsl og samskipti við jafn-
aldrann í nágrannalandinu Ir-
landi, og æskilegt að á því verði
breyting á komandi tímum.
Næsta þing verður haldið í
Mexíkóborg, sumarið 1973, en
mexíkanska hj úkrunarfélagið
hafði áður sent inn (í Frank-
furt 1965) boð um að halda
þingið í ár, en þá hafði heimboð
frá Kanada verið þegið.
Viltu segja nokkuð að lokum?
Ég er mjög ánægð og þakk-
lát fyrir það að hafa getað sótt
þetta 14. Alþjóðaþing hjúkrun-
arkvenna, sem mér fannst bæði
lærdómsríkt og ánægjulegt.
Það er orðin venja er þing
SSN eru haldin að bjóða ICN
að senda áheyrnarfulltrúa. Nú
þegar Samvinna hj úkrunar-
kvenna á Norðurlöndum minn-
ist næsta sumar hér í Reykja-
vík 50 ára afmælis síns er gleði-
legt að ein úr okkar hópi skuli
vera forseti ICN. Vonandi tekst
okkur svo vel framkvæmd þing-
haldsins, að það verði erlendum
gestum til ánægju, en þó fyrst
og fremst til framdráttar vel-
f erðamálum h j úkr unarstéttar-
innar.
Það má gjarnan koma fram,
einu sinni enn, að ICN leitast við
að leiðbeina og styðja aðildar-
félög sín, og í samstarfi við þau
að vinna að aukinni menntun
hjúkrunarkvenna og árangurs-
ríkara hjúkrunarstarfi.
Á síðasta áratug hefur ICN
lagt áherzlu á þjóðfélagslega og
fjárhagslega stöðu hjúkrunar-
konunnar, en menntun, starfs-
árangur, starfsskilyrði og kjör
hafa gagnkvæm áhrif hvort á
annað.
TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS 81