Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.10.1969, Page 20
Páll Sigurðsson, tryggingayfirlæknir:
Fjármögnun heilbrigðismála
Grein þessi birtist í tímariti Sambands íslenzkra sveitafélaga
SVEITASTJÓRNARMÁL.
T. H. í. hefur fengið leyfi höfundar til að birta greinina,
en við teljum liana eiga erindi til lijúkrunarkvenna.
I eftirfarandi yfirliti um fjármögnun heilbrigð-
ismála mun ég leitast við að gera grein fyrir
því, hve mikið fé rennur til heilbrigðismála nú
og hver þróun þeirra mála hefur verið undan-
farin ár, reyna að upplýsa til hvaða þátta innan
heilbrigðismálefna féð fer og frá hvaða aðilum
það kemur.
Einnig mun ég gera samanburð á fjármuna-
myndun á sviði heilbrigðismála og annarra mála-
flokka, bæði innan opinberra framkvæmda og
annarra aðila.
Eg mun bera saman fjármögnun til félags- og
heilbrigðismála innan Norðurlanda og sýna eftir
hvaða leiðum grannþjóðirnar afla fjár til þess-
ara mála.
Að lokum mun ég svo sýna á teikningu, hvern-
ig sjálft kerfið kemur mér fyrir sjónir í heild.
Ég mun ekki koma fram með tillögur að neinu
marki, aðeins benda á þær leiðir, sem ég tel, að
um sé að ræða til einföldunar á því fjárrennsli
milli opinberra stofnana, sem nú á sér stað.
Á það er rétt að minna í upphafi, að heilbrigð-
ismál verða varla talin lengur sjálfstæður og ein-
angraður málaflokkur við hlið félagsmála, svo
mjög eru þessir málaflokkar samtengdir, og raun-
ar tel ég heilbrigðismál eðli sínu samkvæmt fé-
lagsmál. Þetta kemur skýrt fram í skipulagsstarfi
þeirra þjóða, sem lengra eru komnar en við á
braut félagslegra umbóta. Þetta er nauðsynlegt
að hafa í huga, því að í sumum þeim töflum, er
greininni fylgja, eru þessi mál sett í flokk sam-
an, en annars fylgi ég að sjálfsögðu þeim megin-
skilum milli þessara málaflokka, sem venja er.
Fjúrnnifin iil hvilbvigúisináln.
Lítum þá fyrst á það, hve mikið fé fer til heil-
brigðismála og frá hvaða aðilum það kemur. Tafla
1 sýnir 5 ára bilin frá 1950—1965 og árið 1967.
Aðilarnir, sem greiða, eru ríkissjóður, sjúkra-
samlög, sveitarfélög, einstaklingar og svo ýms-
ir aðilar, og loks eru sjúkrahúsabyggingar tekn-
ar í lið sér.
Þess ber að geta, að útgjöld sjúkrasamlaga eru
að frádregnu ríkisframlagi, útgjöld sveitarfélaga
að frádregnu framlagi til sjúkrasamlaga og
sjúkrahúsabygginga, sjúkrahúsabyggingar að
frádregnum beinum framlögum ríkis og útgjöld
einstaklinga að frádregnum sjúkrasamlagsið-
gjöldum.
Sé litið á tímabilið í heild, sézt, að hlutfalls-
breyting verður veruleg á tímabilinu 1960—1965.
Sýnd er hlutfallstala heildarútgjalda til heilbrigð-
ismála af þjóðarframleiðslu, sem einkum fer vax-
andi eftir 1963.
Fruinlafi ríkisins.
Hæsta talan á töflu I er framlag ríkisins til
heilbrigðismála árið 1967. Fi’óðlegt er að kanna
nánar, hvað þessi tala táknar og í töflu II er
sýnt, hvernig framlög greinast til einstakra þátta.
Heildarskipting er í rekstursliði og fjárfestingar-
liði og er rekstursþátturinn eins og vænta mátti
stórum meiri.
Aðalútgjaldaliðirnir eru greiðslur til ríkis-
spítala, sjúkratrygginga og ríkisframfærslu eða
478,5 af 556,9, en af fjárfestingarlið er framlag
til byggingar ríkisspítala mest eða 40,7 milljónir.
TAFLA I. — ÚTGJÖLD TIL HEILBRIGÐISMÁLA
1950 1955 1960 1965 1967
1. Ríkissjóður 24.1 53.4 131.8 398.1 626.9
2. Siúkrasamlög 19.5 41.3 57.9 148.9 204.5
3. Sveitarsjóðir 6.8 15.3 29.2 71.6 111.6
4. Einstaklingar 11.0 24.3 47.0 171.0 205.0
5. Sjúkrahúsbyggingar 1.0 12.1 15.6 59.7 80.4
6. Aðrir 3.8 7.3 15.8 44.8 64.5
Samtals 66.2 153.7 297.3 894.1 1292.9
Heildarútgjöld til heilbrigðismála sem hlutfall þjóðarframl. 3.29'c 3.5% 3.7% 4.4% 5.4%
84 TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS