Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.10.1969, Síða 25

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.10.1969, Síða 25
áður og talsvert af plástri hindri hreyfingar. Það er svo sem ekkert til að gera veður út af. Fótaferð. Ég hef alltaf haft samúð með sjúklingum, sem eru að fara fram úr í fyrsta skipti. Ég hef reynt að koma því inn hjá ungum hjúkr- unarkonum, að leyfi fyrir fótaferð þýði ekki alltaf, að sjúklingn- um sé batnað. Mér var hjálpað í morgunsloppinn, komið þægi- lega fyrir í stól og studd í rúmið aftur mjög fljótlega. Þar með var ég komin á fætur, sjálfbjarga í augum allra nema sjálfrar mín. Ég þurfti ekki lengur á nákvæmri hjúkrun rúmliggjandi sjúklings að halda. Kveðja næturvaktarinnar næsta morgun var jafn aðlaðandi og áður, en hún endaði með orðunum: ,,Þú getur farið á fætur til að þvo þér“. Engin hjálp við að fara í morgun- sloppinn og seilast neðst í borðið eftir inniskónum. Ég fór á fætur og þvoði mér. Ég fór líka á fætur til að borða morgunmat, hádegismat, kaffi og kvöldmat. Að lokum virtist ég geta háttað mig og farið í rúmið, þó hinir sjúklingarnir á stofunni væru að fara í dagstofuna til að horfa á sjónvarpið. Á réttum tíma komu þeir aftur, ljósin voru slökkt og kyrrð komst á. Nœturótueði. Ég get ekki sagt að ég dái næturvaktina. Hún var hvorki hljóð- lát né hugulsöm. Um leið og ég festi blundinn, hvíslaði rödd: „Vakn- aðu, vaknaðu!“ Það var næturhjúkrunarkonan með síðasta fúkka- lyfsskammtinn. Næst þegar ég var vakin, var það sízt þægilegra. Ég var hreint og beint hrifsuð út úr svefninum. Sjúkraliða, sem ég frétti seinna að var nýbyrjaður, vantaði hjálp. Penninn hans var bleklaus, gat ég lánað honum minn penna? Taskan mín var undir koddanum. Með tímanum náði ég henni, rótaði í henni og fann rauðan penna, sem stúlkan gat ekki notað. „Blekið verður að vera blátt“. Ég var glaðvöknuð. Hvað ætlaði hún eiginlega að fara að starfa, sem gerði penna svona bráðnauðsynlegan um hánótt. Hvers vegna ýtti hún við mér, eða gekk hún bara á röð- ina til að fá svona smámuni? Þegar ég sá hana næst, var hún að sækja árdegisteið. Nætur- vaktarhjúkrunarkonan var á hælum hennar og hún að byrja á morgunverkunum sínum, svo að þá var hvorki staður né stund til að spyrja til hvers hún ætlaði að nota pennann um nóttina, þótt mig langaði mjög til að vita það. Meðan ég beið eftir þvottafatinu, slapp óvart út úr mér: „Ó, ég er svo þreytt“. Konan, sem lá við hliðina á mér lyftist öll og andlit hennar ljómaði. „Ég sem hélt, að það væri bara ég“, sagði hún. Ég hafði að minnsta kosti lífgað upp daginn fyrir hana, þó hann virtist ekkert álitlegur frá mínum bæjardyrum séð. Meira að segja umbúnaðurinn, sem hressir marga, hafði engin áhrif á mig, vegna þess að ég átti að vera á fótum allan daginn, nema hvíldartímann síðdegis. AndsUvðurnar. Það virðist furðulegt, að því þægilegri sem heimilin verða, því verri verða sjúkrahúsin. Áður fyrr voru sjúklingarnir vanir að sitja við arininn með teppi um fæturna. Þeir fóru aftur í volg rúmin með hitapokum og öðru tilheyrandi. Nútímasjúklingur í heimahúsi hefur heitt svefnherbergi og rafmagnsteppi. Á sjúkra- húsunum er arinninn horfinn, teppin óheppileg fyrir sjúklinga, TÍMAUIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS 89

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.