Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.10.1969, Qupperneq 27
FRÉTTIR og TILKYHR
Við erum að æfa okkur fyrir 50 ára
afmælishátíð Hjúkrunarfélags Isiands.
Nú í vetur eru liðin fimmtíu ár
frá stofnun Hjúkrunarkvennafélags
Islands.
Félagsstjórnin hyggst minnast
þessa merka áfanga í sögu félagsins
með hófi að Hótel Sögu föstudaginn
þann H. nóv. n.k., sem hefst með
borðhaldi kl. 19,30. Þátttökugjald er
áætlað kr. 550,00. Aðgöngumiðar að
hófinu verða seldir á skrifstofu fé-
lagsins Þingholtsstræti 30 í Reykja-
vík dagana 10.—13. nóvember kl. 14
—19 s.d. Sími 21177.
I tilefni af afmæli félagsins hefur
stjórnin einnig gert ráðstafanir til
þess að félagar eigi þess kost að
sækja sýningu í Þ.jóðleikhúsinu á
leikritinu „Verðið“ eftir Arthur Mill-
er. Miðar á sýninguna verða afhent-
ir í skrifstofu félagsins sömu dagana
og hófið. Af verði aðgöngumiða fæst
25% afsláttur.
Þá eru hjúkrunarkonur, sem eru
60 ára eða eldri, boðnar til kaffi-
drykkju í borðstofu Landsspítalans
10. nóv. n.k. kl. 20,30 og eru þær
beðnar að hafa samband við skrif-
stofu félagsins eða forstöðukonu
Landsspítalans.
Auk skrifstofu félagsins veita þær
Ragnhildur Jóhannsdóttir, Borgar-
spítalanum (sími 81200) og Ingi-
björg Árnadóttir (sími 35623) allar
upplýsingar varðandi undirbúning af-
Mælishátíðarinnar.
Félagsstjórnin væntir góðrar þátt-
toku svo afmælið megi verða öllum
sem minnisstæðast og samtökunum
til sóma.
Verðum því samtaka í að heiðra
fimmtíu ára starf.
Með félagskveðju,
TJndirbúningsnefndin.
Iteyfilyfjanwtkuii og
líffæraflutningar.
Landlæknar Norðurlandanna þing-
uðu í Reykjavík 3.—4. jan., en héðan
héldu þeir vestur um haf til Boston
þar sem þeir sátu fund Alþjóða heil-
brigðismálastofnunarinnar.
Fundurinn var haldinn í Norræna
húsinu og sátu hann auk landlækn-
anna fulltrúar viðkomandi ráðuneyta.
Ræddu þeir helztu viðburði ársins á
sviði heilbrigðismála í hverju landi,
en fundir sem þessi eru haldnir ár-
lega til skiptis á Norðurlöndum. Er
þetta í annað skipti, sem fundurinn
er haldinn á Islandi, í fyrra skiptið
1963.
Meðal mála á dagskrá fundarins
voru notkun deyfilyfja og líffæra-
flutningar, en flutningar líffæra
verða æ stærra vandamál með hverju
árinu sem líður. Er hægt að veita
mjög takmarkaða þjónustu á því sviði
og fá því færri úrlausn en þess óska.
Þá voru sjúkrahúsmál á dagskrá, og
þau rædd bæði með tilliti til trygg-
ingamála og rekstur sjúkrahúsa í
heild. Var mikið rætt um þátt sveit-
arfélaga í rekstri sjúkrahúsa, en nú
er unnið að því að sameina sveitar-
félög sem standa að sjúkrahúsum í
stærri heildir. — Einnig ræddi fund-
urinn ýmis mál, sem koma til um-
ræðu í Norðurlandaráði og á fundi
Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinn-
ar.
Iljónabönd.
Elsa Kristín Vilbergsdóttir hjúkr-
unarnemi og stud. med. Sveinn Már
Gunnarsson.
Sigrún Stefánsdóttir hjúkrunar-
kona, Rauðalæk 67 og Jón Ólafs-
son haffræðingur.
Kristjana Sigurðardóttir, hjúkrun-
arkona og Jörn Person, lithograf.
Lilja Óskarsdóttir, deildarhjúkrun-
arkona og Sigurður Kr. Jóhannsson,
tæknifræðingur.
lireyliu)! í rilsljórn.
Sú breyting hefur orðið í ritstjórn
THÍ, að Karitas Kristjánsdóttir er
hætt sakir náms erlendis, en við tek-
ur Sigurveig Sigurðardóttir, Borgar-
spítala.
Muuid að tilkynna breylt
heimilisföng.
l. aiidla>kiiir lieidradur.
Dr. Sigurður Sigurðsson, landlækn-
ir, var sæmdur heiðursskildi Massa-
chusetts-ríkis á 22. allsherjarþingi
Aiþjóðaheilbrigðismálastofnunarinn-
ar, sem haldin var í Boston 8.—26.
júlí sl. Auk Sigurðar voru 10 aðrir
fulltrúar heiðraðir, en þingið sátu
1000 fulltrúar frá 131 landi.
I opinberri frásögn af heiðrun dr.
Sigurðar Sigurðssonar er því lýst,
að hann sé höfundur undirstööurits
um berklaveiki, hafi um árabil verið
forystumaður á sviði heilbrigðismála
í landi sínu og sem alþjóðlegur sér-
fræðingur á sviði berklavarna og ful!-
trúi lands síns á vettvangi alþjóða-
heilbrigðismála hafi hann orkað
hvetjandi á og unnið sér innilega að-
dáun og virðingu samstarfsmanna
sinna.
Hjúkrunarfélag íslands óskar dr.
Sigurði til hamingju með verðskuld-
aðan heiður. Ritið sem um er tal-
að mun vera: Tuberculoses in Iceland.
Publicals Technical Monograph No. 2
Fed. Soc. Agency. Pupl. Service Div.
of Tub. Washington 1950.
Slyrkni- fyrir lijiikruiiarkoiiur.
Á alþjóðamótinu í Montreal var
tilkynnt, að fyrirtækið 3M hefið lagt
fram fé til að styrkja hjúkrunarkonu
innan vébanda ICN til framhalds-
náms. Styrkurinn er veittur til eins
árs í senn og nemur hann 6000 döl-
um. Nánari upplýsingar um skilyrði
m. m. eru veittar á skrifstofu HFÍ.
TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS 91