Kvennalistinn á Vesturlandi - 01.05.1986, Page 4

Kvennalistinn á Vesturlandi - 01.05.1986, Page 4
Ef þær yrðu jafnmargar og karlarnir... Halla Þorsteinsdóttir, iðn- verkakona skipar 6. sæti á framboðslista Kvennalistans á Vesturlandi. Hún hefur stund- að ýmis störf um ævina og fannst okkur því að forvitnilegt gæti verið að fræðast um reynslu hennar af launakjörum og aðbúnaði kvenna á vinnu- markaðinum. Hvað starfar þú núna? Ég vinn í saumastofunni Hen- son hér á Akranesi, og hef verið þar í rúmt ár. Er þetta stór vinnustaður? Þar vinna um það bil 30 konur. Eru það eingöngu konur? Já, eingöngu konur nema yfir- maðurinn. í hverju er starfið fólgið? Ég sit við saumavél í 8 tíma dag hvern. Það er kaffitími í 10 mínútur fyrir hádegi og 5 mínútur eftir hádegi og 25 mínútur fáum við í mat. Hvernig líður þér svo að lokn- um vinnudegi? Hreinlega uppgefin í öxlum, hálsinum og mjög þreytt í augun- um. Eru engir möguleikar á tilbreyt- ingu? Eiginlega ekki, nema mismun- andi vélar. Þær sem vinna við frágang og pökkun vinna ein- göngu viö það. Hvað saumar þú svo? Aðallega sportfatnað og mínar sérgreinar eru vasar og rennilás- ar. Saumar þú kannski eingöngu vasa dögum saman? Já, já. Hvernig finnst þér þetta starf, miðað við önnur sem þú hefur stundað? Þetta er mjög einhæft starf og þess vegna lýjandi. Miðað við verlsunarstarf sem ég vann áður, þá er kyrrsetan mesta breytingin. í verslun er maður á hreyfingu og verður þá oft þreyttur í fótunum en fjölbreytnin er heldur meiri. Annars er erfitt að bera þessi störf saman, þau eru svo ólík. Hvað hefurðu svo í kaup? 26.500 krónur á mánuði. Það höfum við allar, alveg óháð starfsaldri og reynslu. Við síðustu samninga var felld niður starfs- aldurshækkun og 15% álag sem við höfðum. í hvaða stéttarfélagi ertu? í verkalýðsfélagi Akraness er iðjudeild sem við tilheyrum. Og hver semur svo fyrir ykkur? Iðja, Landssamtök iðnverka- fólks. Við tökum lágmarkslaun eftir heildarsamningum, sem gilda fyrir allt landið. Auðvitað veit maður að sums staðar eryfirborg- að, en það er ekki hjá okkur. Hvað finnst þér um þessa síð- ustu samninga? Mér finnst við hafa farið stórt skref afturábak, að missa starfs- aldurshækkunina og álags- greiðsluna og fá ekkert í staðinn. Hvernig getur svona lagað gerst? Mér finnst alltaf vera samið vinnuveitendum í hag. Verkalýðs- hreyfingin hefur ekki staðið sig sem skyldi. Væri hægt að gera þetta öðru- vísi? Ég held að meiri líkur væru til að ná betri samningum ef minni hópar semdu. Að deildirnar semdu sér, t.d. saumakonur og fiskverkafólk sér, því hagsmunir þeirra og sjónarmið eru mjög mis- Halla Þorsteinsdóttir munandi, t.d. bónusinn í frysti- húsunum. Hvernig eru tengsl verkalýðs- forystunnar við verkalýðinn? Engan veginn nógu góð, þeir sjást aldrei á vinnustöðum, nema til að etja okkur út í einhvern hasar. Heldurðu að forystan hafi kannski ekki 26.500 krónur í mánaðarlaun? Þeir ættu að reyna að lifa á þessum launum sem þeir semja um fyrir okkur. Hvað finnst þér um tengsl verkalýðshreyfingarinnar við stjórnmálalfokkana? Mér finnst að verkalýðshreyf- ingin eigi að vera ópólitísk. Hver er hlutur kvenna í verka- lýðsforystunni? Mjög lítill, er óhætt að segja. Að hverju heldurðu að það sé? Það vill enginn gefa sig í þetta, þetta er svo þrælpólitískt, það er ekki hægt að starfa án þess að vera stimplaður inní einhverja flokka. Þetta er líka mjög van- þakklátt starf og tímafrekt. Hverju heldurðu að það breyti ef það væru fleiri konur í verka- lýðsforystunni? Ef þær yrðu jafnmargar og karl- arnir og réðu jafnmiklu þá hlyti að verða meiri launajafnrétti. Starfs- fólkið á sjúkrahúsinu t.d. hefur náð góðum samningum viö sína viðsemjendur og þar eru konur í meirihluta og semja sjálfar. Hvernig gengur að lifa á lág- markslaunum? Það er engan veginn hægt, eins og allir hljóta að sjá. Þeir sem eru á þessum launum hljóta að vera öðrum háðir, maka eða fjölskyldu til að framfleyta sér. Þetta er ekki nóg fyrir einn, hvað þá fyrir t.d. einstætt foreldri. Hvað finnst þér að lágmarks- laun ættu að vera? Það sem kostar fyrir einstakling að framfleyta sér eftir útreikningi Þjóðhagsstofnunar á hverjum tíma. Nú þurfum við að slá botninn í þetta, viltu ekki segja eitthvað að lokum? Mérfinnst að enginn mætti hafa fólk í vinnu nema geta greitt því laun sem það getur lifað af. Guðrún Jóhannsdóttir Hvenær fáum við að vinna karlmannsverkin? IIIOMPIB* er trygging SPARISJÓÐUR HÝRASÝSLU Borgarbraut 14, Borgarnesi. — Sítni 93-7208 4

x

Kvennalistinn á Vesturlandi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kvennalistinn á Vesturlandi
https://timarit.is/publication/1241

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.