Kvennalistinn á Vesturlandi - 01.05.1986, Blaðsíða 7

Kvennalistinn á Vesturlandi - 01.05.1986, Blaðsíða 7
Ályktanir landsfundar Landsfundur Kvennalistans haldinn 8.-9. nóvember 1986 aö Geröubergi, Reykjavík ályktar: Kjör og laun kvenna í landinu eru þjóöarskömm, sem verður að ráöa bót á meö sameiginlegu átaki allra landsmanna. Vandi fjölmargra fjölskyldna í landinu vex í réttu hlutfalli viö að- gerðir stjórnvalda og annarra ráöamanna til aö koma fjármálum þjóöarinnar á „heilbrigöan grundvöll" eins og þeir nefna þaö. Æskufólk, sem setja vill saman bú og eignast eigiö húsnæöi, á viö svo mikla öröugleika aö etja aö margir grípa til þess örþrifa- ráös aö flýja land. Slíkt er ósamræmiö milli launa og framfærslukostnaöar aö um fjórða hver fjölskylda í landinu býr viö kjör sem eru viö fátæktar- mörk, enda hefur vinnutími lengst svo á undanförnum misserum hjá þorra launafólks aö um hreina vinnuþrælkun er að ræöa. Viö vörum alvarlega viö þeim afleiöingum sem þessi vinnu- þrælkun hefur á hag fólks, eink- um barna í landinu. Eitt af því sem lesa má úr síö- ustu launakönnunum Kjararann- sóknarnefndar er staöfesting á auknum yfirborgunum og vaxandi launamisrétti. Stjórnvöld og aðrir ráöamenn í launamálum virðast hafa tekiö höndum saman um aö festa þetta misrétti í sessi. Málamyndaleiöréttingar í kjara- samningum á þessu ári hafa litlu sem engu skilað launafólki — allra síst konum. Allt er þetta í hrópandi ósam- ræmi viö þá stööu þjóðarbúsins sem nýjustu hagtölur sína. Konur sætta sig ekki viö þetta ófremdarástand og ítreka kröfur um: a) aö kjör og aðbúnaður aldraðra og öryrkja veröi bættur. Aö tryggt veröi aö aldraðir njóti ætíð a.m.k. lágmarks framfærslueyris. b) aö stórátak veröi gert í launa- og kjaramálum þannig aö lág- marks dagvinnulaun nægi ætíö til framfærslu og aö bónus og önnur afkastahvetjandi launakerfi verið afnumin og óþörf. c) aö lífeyrisréttindi veröi sam- ræmd þannig aö allir landsmenn eigi jafnan lífeyrisrétt, og gerö verði áætlun um sameiginlegan lífeyrissjóö fyrir alla. e) að komiö veröi á staðgreiðslu- kerfi skatta hiö fyrsta. f) aö húsnæöis- og lánamál veröi meö þeim hætti aö almenningur geti valiö um leigu- eöa eignar- húsnæði og öryggi fólks í hús- næðismálum verði tryggt hvorn kostinn sem þaö velur. g) aö láglaunastörf veröi endur- metin í samræmi viö þaö gildi sem þau hafa fyrir líf fólks í land- inu. h) aö samþykktar veröi þær tillög- ur sem fyrir Alþingi liggja um lág- markslaun og endurmat á störf- um kvenna. Konur, berum fram til sigurs kröfuna um sæmandi dagvinnu- laun og jöfnuö milli kynja. Sláum samningum ekki á frest. Krefj- umst lífvænlegra lágmarkslauna. Landsfundur Kvennalistans ályktar einnig: Kvennalistinn lýsir þungum áhyggjum yfir því hvernig búið er aö börnum á íslandi. Mikið vinnuálag foreldra, ónóg dagvistarrými, skortur á samfelld- um skóladegi og skólamáltíðum og sinnuleysi í umferöarmálum eru dæmi um hirðuleysi stjórn- valda gagnvart börnum. Slíkt get- ur ekki viðgengist lengur og krefst Kvennalistinn þess aö réttindi barna séu virt og velferð þeira sett í öndvegi. Margt bendir til þess að ofbeldi sé meira gagnvart börnum hér- lendis en áöur var haldið. Kvennalistinn telur brýnt aö viðurkenna þann vanda, kanna hve víðtækur hann er og beita þegar í staö aðgeröum til úrbóta. I MATVÖRUDEILD MATVÖRUDEILD Kaupfélag Hvammsfjarðar STÓRVEISLA! Búðardal HÁDEGISMATUR EÐA KVÖLDKAFFI sendir öllum viðskiptavinum sínum bestu kveðjur ÞAÐ ER SAMA HVAÐ ÞIG VANTAR ÞÚ VERÐUR í ENGUM VANDRÆÐUM MEÐ MAT I Sími4180 MATVÖRUDEILD VÖRUHÚSS VESTURLANDS | VÖRUHÚS VESTURLANDS SÍMI 7200 7

x

Kvennalistinn á Vesturlandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennalistinn á Vesturlandi
https://timarit.is/publication/1241

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.