Fréttablaðið - 13.04.2017, Síða 10
Guðmundur Kristjánsson, forstjóri
Brims, segir sjávarútvegsfyrirtækið
ætla að leita til dómstóla til að fá
hnekkt niðurstöðu atvinnuvega-
og nýsköpunarráðuneytisins um
að hafna beiðni um skipan rann-
sóknarmanna svo rannsaka mætti
tiltekna þætti í starfsemi Vinnslu-
stöðvarinnar í Vestmannaeyjum
(VSV) og meðferð eigin fjár í tengsl-
um við samruna VSV og útgerðar-
innar Ufsabergs sem samþykkt var
í október 2014.
Fjallað var um nýjustu deilu
eigenda Brims annars vegar og
meirihlutaeigenda VSV hins vegar
í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðs-
ins um viðskipti og efnahagsmál, í
gær. Lýsti Guðmundur þar undrun
sinni á niðurstöðunni, sem ráðu-
neytið sendi forsvarsmönnum
Brims og VSV í síðustu viku, og
sagði það umhugsunarefni hvort
minnihlutavernd væri enn við lýði í
hlutafélögum hér á landi. Brim, sem
er í eigu Guðmundar og Hjálmars
Kristjánssona, á 33 prósenta hlut í
VSV en átök bræðranna og meiri-
hlutans í Eyjum eiga sér um tíu ára
sögu. Halda bræðurnir því fram að
raunverulegur tilgangur samruna
VSV og Ufsabergs, sem Hæstiréttur
samþykkti í júní í fyrra, hafi verið
að þynna út hlutafjáreign og völd
minnihlutaeigenda VSV.
„Upphaf málsins má rekja til árs-
ins 2011, þegar meirihluti eigenda
VSV kom því til leiðar að þynna út
eignarhlut aðila tengdra Brimi hf.
með því að virkja atkvæðarétt eigin
bréfa VSV. […] Með því móti tókst
meirihlutanum í krafti leynilegs
hluthafasamkomulags að þvinga
fram aukinn meirihluta, eða 67%
atkvæðavægi sem þurfti til að sam-
þykkja samruna VSV og Ufsabergs
útgerðar ehf. Slíkur meirihluti var
ekki til staðar fyrir sölu eiginbréfa
VSV til aðila innan hins leynilega
hluthafasamkomulags,“ segir í til-
kynningu sem Guðmundur sendi
fjölmiðlum í gær. – hg
Eigendur Brims ætla að leita til
dómstóla vegna Ufsabergsdeilunnar
Guðmundur Kristjánsson, forstjóri og annar eigenda Brims hf. Mynd/BriM
Upphaf málsins má
rekja til ársins 2011,
þegar meirihluti eigenda
VSV kom því til leiðar að
þynna út eignarhlut aðila
tengdra Brimi hf. með því að
virkja atkvæðarétt eigin
bréfa VSV.
Guðmundur Kristjánsson,
forstjóri Brims
Vaxandi eftirspurn er á meðal stórfyrir-tækja hér á landi eftir vátryggingum gegn netárásum enda hefur tölvuglæpum
af þeim toga fjölgað á síðustu
árum. Íslensku tryggingafélögin
eru byrjuð eða í startholunum
með að bjóða tryggingar fyrir tjóni
sem þeim geta fylgt en þær þykja
almennt of dýrar.
„Sannarlega eru fyrirtæki að
skoða þetta en þau þurfa annars
vegar að átta sig á nauðsyninni og
hins vegar að varan hefur verið
verðlögð út frá erlendum þörfum.
Það hefur staðið í fyrirtækjum og
þótt frekar dýrt en við vinnum
nú að því að aðlaga tryggingarnar
íslenskum aðstæðum,“ segir Her-
mann Björnsson, forstjóri Sjóvár.
Ráðgjafarfyrirtækið IFS greining
dreifði á þriðjudag nýju virðismati
sínu á Sjóvá, TM og VÍS. Í því er bent
á að tækniþróun og deilihagkerfið
muni leiða til þess að vátrygginga-
markaðurinn taki örum breyting-
um á næstu árum og því þurfi trygg-
ingafélög að útvíkka vöruframboð
sitt. Þau hafi aftur á móti litla
reynslu af netábyrgðartryggingum
og því sé verðlagningin líklega í
meiri óvissu en á öðrum vörum
þeirra. Samkvæmt upplýsingum
frá VÍS seldi fyrirtækið fyrstu netá-
byrgðartrygginguna í árslok 2014.
„Erlend tryggingafélög hafa
komið hingað í gegnum okkur og
haldið kynningar. Þetta snýst um
tvennt og þá annars vegar það tjón
sem viðkomandi fyrirtæki verður
fyrir í svona árásum. Menn þurfa þá
að ráða inn lögmenn, kaupa krísu-
stjórnun og annað slíkt. Hins vegar
þarf að tryggja sig fyrir væntum
bótakröfum viðskiptavina. Í byrjun
næsta árs tekur svo gildi ný Evrópu-
löggjöf varðandi persónuvernd sem
er miklu strangari en nú þekkist
og þar geta verið sektarákvæði og
annað slíkt sem ýta enn frekar á
að fyrirtæki hugi að þessari vernd,“
segir Hermann.
Samkvæmt Hermanni tekur
iðgjald og annar kostnaður trygg-
ingataka vegna netárása hér á
landi nú mið af verðlagningu hjá
breskum en aðallega bandarískum
vátryggingafélögum. Bendir Her-
mann á að bótakröfur neytenda í
Bandaríkjunum séu almennt ekki
í samræmi við þær sem þekkjast
hér og því þurfi að laga vöruna að
íslenska markaðnum.
„Hvernig við munum verðleggja
þetta verður framtíðin að leiða í ljós
og þá einnig hversu stór tekjupóstur
þetta verður í okkar starfsemi.“
Arion banki, Íslandsbanki og
Landsbankinn urðu allir fyrir
netárásum í janúar síðastliðnum
þegar gerðar voru álagsárásir á net-
kerfi íslenskra fjármálafyrirtækja.
Nokkrum dögum síðar fjallaði
Fréttablaðið um árás tölvuþrjóta á
heimasíðu húsgagnaverslunarinnar
Epal. Í því tilviki var lausnargjalds
krafist ef fyrirtækið vildi fá vef-
síðuna sína upp aftur. Þekktasta
dæmið er án efa árásin á tölvukerfi
Vodafone á Íslandi í nóvember
2013.
„Það er aukning í þessum gagna-
gíslatökum og öðrum árásum og
Ísland fylgir alþjóðlegri þróun í
þessum málum. Það er mjög erfitt
að segja hversu mörg tilvik koma
upp á ári því þetta er ekki alltaf
tilkynnt enda vilja fyrirtækin oft
ekki láta vita af þessu,“ segir Stefán
Snorri Stefánsson, hópstjóri net-
öryggissveitarinnar CERT-ÍS hjá
Póst- og fjarskiptastofnun.
haraldur@frettabladid.is
Stórfyrirtæki tryggja sig gegn netárásum
Tryggingafélögin búa sig undir aukna eftirspurn eftir vátryggingum gegn netárásum. Tölvuglæpunum fjölgar hér líkt og annars staðar
en hér á landi er lítil reynsla af netábyrgðartryggingum og þær þykja almennt of dýrar. Fyrirtæki tilkynna ekki alltaf innbrot.
Hvernig við munum
verðleggja þetta
verður framtíðin að leiða í
ljós og þá einnig hversu stór
tekjupóstur þetta verður í
okkar starfsemi.
Hermann Björnsson, forstjóri Sjóvár
Landsbankinn, Íslandsbanki og Arion banki urðu allir fyrir netárásum í janúar síðastliðnum.
Bókaðu núna á baendaferdir.is
Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 RVK
Portofino & Cinque Terre
Hér er á ferðinni spennandi gönguferð um tvær af fallegustu
gönguleiðunum við Miðjarðarhafið, Portofino skagann
og Cinque Terre ströndina. Náttúrufegurðin er ólýsanleg.
Brattir klettar og höfðar, þaktir ilmandi og litríkum
miðjarðarhafsgróðri sem speglar sig í túrkisbláum sjónum.
Göngurnar eru við allra hæfi.
Verð: 234.900 kr. á mann í tvíbýli. ÖRFÁ SÆTI LAUS
Mjög mikið innifalið!
sp
ör
e
hf
.
3. - 10. júní
Fararstjóri: Jóhanna Marín Jónsdóttir
AUKA BROTTFÖR
Sannarlega eru fyrir-
tæki að skoða þetta
en þau þurfa annars vegar að
átta sig á nauðsyninni og
hins vegar að varan hefur
verið verðlögð út frá er-
lendum þörfum. Það hefur
staðið í fyrirtækjum og þótt
frekar dýrt en við vinnum nú
að því að aðlaga trygging-
arnar íslenskum aðstæðum.
markaðUrinn
1 3 . a p r í l 2 0 1 7 F I M M T U D a G U r10 F r é T T I r ∙ F r é T T a B l a ð I ð
1
3
-0
4
-2
0
1
7
0
4
:3
5
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
C
A
9
-3
1
4
8
1
C
A
9
-3
0
0
C
1
C
A
9
-2
E
D
0
1
C
A
9
-2
D
9
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
A
F
B
0
4
8
s
_
1
2
_
4
_
2
0
1
7
C
M
Y
K