Fréttablaðið - 13.04.2017, Blaðsíða 12
Frá degi til dags
Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Einar Þór Sverrisson forStjóri: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is
aðStoðarritStjórar: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is, Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri.
Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSn 1670-3871 fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5000,
ritstjorn@frettabladid.is ÞróunarStjóri: Tinni Sveinsson tinni@365.is helgarBlað: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is markaðurinn: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is menning: Magnús Guðmundsson
magnus@frettabladid.is lífið: Guðný Hrönn Antonsdóttir gudnyhronn@frettabladid.is ljóSmyndir: Vilhelm Gunnarsson villi@365.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is
Halldór
Þorbjörn
Þórðarson
thorbjorn@frettabladid.is
Sífellt er minnst á hve nýsköpun skiptir fram-vindu samfélagsins miklu máli. Í ríkisfjár-málaáætlun ríkisstjórnarinnar, sem er hennar
pólitíska hagfræði, er eitt af málefnasviðunum nefnt
rannsóknir, nýsköpun og þekkingargreinar. Þar eru
sett fram markmið um að Ísland verði leiðandi á
sviði rannsókna og þekkingar! Hvar höfum við ekki
ætlað að vera leiðandi á þessari öld?
Taldar eru upp aðgerðir á málasviðinu en engar
fjárhæðir til hvers hluta. Þeim mun oftar stendur: –
Verður forgangsraðað innan ramma. Í yfirliti kemur
fram að framlög til málefnasviðsins árið 2018 lækka
um 120 millj. kr. en eftir það, næstu fjögur ár, allt til
ársins 2022, hækka framlög milli ára aðeins um 120
millj. kr.
Hvernig rímar þessi sérkennilega fjárhags áætlun
við þarfir samfélagsins, hvað þá undarlegt markmið
um leiðandi stöðu á heimsvísu? Vissulega hafa fram-
lög til rannsókna og þróunar verið aukin í allmörg
ár, enda sér þess víða gleðilegan stað og sprotafyrir-
tæki, og jafnt vísinda- og tæknimenn sem Nýsköp-
unarmiðstöð Íslands staðið sig vel.
Tryggir ekki nýsköpun og þróun
Ég fullyrði engu að síður að 500-600 millj. kr.
framlag á fimm árum tryggi ekki næga nýsköpun,
rannsóknir og þróun; þaðan af síður að upphæðin
hafi mikið með hin háleitu markmið að gera, af því
að í raun og veru eru framlög til málaefnanna enn
undir viðmiðum nágrannaþjóða. Þarna er verið að
marka stefnu er varðar loftslagsmarkmið Íslands,
nýsköpun í iðnaði, ferðaþjónustu, landbúnaði og
sjávarútvegi o.s.frv.
Svipuð, röng fjármálastefna kemur fram gagn-
vart háskólastiginu. Þar vantar milljarða til fimm
ára, bæði til HÍ og annarra háskóla, háskólasetra og
þekkingarsetra. Það eru ekki einungis rannsókna-
og þróunarsjóðirnir sem verða vanfjármagnaðir til
lengri tíma litið, heldur er líka öll umgjörðin, allt
háskólastigið, einfaldlega vanfjármagnað í ríkisfjár-
málaætluninni.
Vanmetin nýsköpun
Ari Trausti
Guðmundsson
þingmaður VG í
Suðurkjördæmi
Það eru ekki
einungis
rannsókna-
og þróunar-
sjóðirnir sem
verða vanfjár-
magnaðir til
lengri tíma
litið, heldur
er líka öll
umgjörðin,
allt háskóla-
stigið, einfald-
lega vanfjár-
magnað í
ríkisfjármála-
ætluninni.
Í burðarþols-
matinu er
eingöngu
horft til
lífrænna
áhrifa sem
gætu spillt
vatnsgæðum.
PI
PA
R
\
TB
W
A
•
S
ÍA
Austurveri
Opið í Lyfjum & heilsu
Austurveri kl. 10 til
miðnættis yfir páskana.
Lokað páskadag.
Páskaopnun
Talsmenn laxeldis á Íslandi halda því fram að lagalegur grundvöllur starfseminnar sé skýr og skipulag og umgjörð hennar byggist á vandaðri lagasetningu.Að störfum er starfshópur í sjávar-útvegs- og landbúnaðarráðuneytinu
sem á að koma með tillögur til ráðherra um laxeldi
í sjókvíum í sérstakri skýrslu sem á að birta næsta
sumar. Ástæðan er sú að stjórnvöld hafa ekki haft skýra
stefnu í málaflokknum. Menn færu ekki að ræsa út
heilan starfshóp til skýrslugerðar ef umgjörð atvinnu-
greinarinnar væri skýr. Ráðherra viðurkenndi í viðtali
á Stöð 2 að ríkisvaldið hefði ekki haft „sterka stefnu“
þegar laxeldi í sjókvíum væri annars vegar.
Einar K. Guðfinnsson, formaður Landssambands
fiskeldisstöðva, nefnir í grein hér í blaðinu í gær að
forsenda fiskeldis sé að Hafrannsóknastofnun vinni
burðarþolsmat á þeim fjörðum þar sem ætlunin sé
að ala fisk. Stofnunin beiti mikilli varúð við matið og
nefnir Einar mat á burðarþoli í Ísafjarðardjúpi í dæma-
skyni. Það sem Einar nefnir ekki í sinni grein er að
burðarþolsmat vegna laxeldis í sjókvíum nýtist ekkert
til að meta áhrif eldisins á lífríkið við strendur Íslands
og í þeim ám sem falla til sjávar hér við land. Í burðar-
þolsmatinu er eingöngu horft til lífrænna áhrifa sem
gætu spillt vatnsgæðum. Ef hafstraumar dreifa mengun
sem laxeldi í sjókvíum hefur í för með sér nógu mikið
er þannig talið að viðkomandi svæði sem er metið beri
fiskeldi af tiltekinni stærð. Á þessum forsendum er
komist að þeirri niðurstöðu að Ísafjarðardjúp beri 30
þúsund tonna fiskeldi þótt eitt þúsund tonna fram-
leiðsla á staðnum gæti skaðað vistkerfið stórkostlega.
Þá er til staðar óvissa um lögmæti leyfa sem Mat-
vælastofnun (Mast) veitti Arnarlaxi hf. og Löxum Fisk-
eldi ehf. eins og er ítarlega rakið í stefnum málsóknar-
félaganna Náttúruverndar 1 og Náttúruverndar 2 á
hendur Mast og umræddum félögum þar sem krafist
er ógildingar á leyfum sem fyrirtækin fengu til laxeldis.
Meðal annars er byggt á því að Mast hafi brotið gegn
40. gr. stjórnarskrárinnar og brotið varúðarreglu 9. gr.
laga um náttúruvernd, en með laxeldi í sjókvíum er
hætta á verulegum og óafturkræfum náttúruspjöllum.
Einar K. Guðfinnsson bendir réttilega á að það
hafi verið villandi framsetning í leiðara þessa blaðs
á þriðjudag að tala um „genetískt breyttan lax“ í
sjókvíum. Eðlilegra hefði verið að tala um kynbættan
lax. Óvarleg notkun á einu stöku orði í forystugrein
breytir engu um þá áhættu sem tekin er með ræktun
á kynbættum laxi í sjó nálægt lífríki villtra fiska. Einar
skautar líka alveg fram hjá mikilvægum atriðum úr
leiðaranum. Eins og þeirri staðreynd að 20 þúsund
laxar sluppu úr sjókvíum við eyjuna Mull í Skotlandi í
mars. Eins sjókvíum og notaðar eru hér á landi. Scott-
ish Sea Farms, sem rekur laxeldið þar sem umhverfis-
slysið varð, er í eigu norska fyrirtækisins SalMar sem
er stærsti hluthafinn í Arnarlaxi hf., umsvifamesta
laxeldisfyrirtæki Íslands. Það væri fullkomið glapræði
að halda áfram uppbyggingu á laxeldi í sjókvíum hér á
landi án skýrrar stefnumörkunar stjórnvalda.
Kynbætur
Þorvaldur til í samstarf
Fleiri stjórnmálaflokkar en Sam-
fylkingin virðast uggandi yfir
stofnun Sósíalistaflokks Gunnars
Smára Egilssonar. Mbl.is greindi
frá því í gær að Þorvaldur Þor-
valdsson, formaður Alþýðufylk-
ingarinnar, teldi stofnun Sósíal-
istaflokksins undarlega kæmi
stefna hans til með að samræmast
stefnu Alþýðufylkingarinnar.
Sagðist hann einnig til í samstarf
við Sósíalistaflokkinn.
Þó má búast við því að Sósíal-
istaflokkurinn verði sigursælli en
Alþýðufylkingin ef hann býður
fram, enda Gunnar Smári öllu
þekktari en Þorvaldur og er sann-
færingarmáttur hans rómaður.
Hins vegar gæti það verið
áhyggjuefni fyrir fólk á vinstri-
vængnum að enn einn vinstri-
flokkurinn verði í framboði.
Þriggja ára seinkun
Krabbameinsáætlun fyrir Ísland
virðist ætla að líta dagsins ljós á
næstunni. Frá þessu er greint í
Fréttablaði dagsins. Eru það vissu-
lega gleðitíðindi í ljósi þess að fjöl-
mörg vestræn ríki hafa sett fram
sínar eigin krabbameinsáætlanir
löngu á undan okkur Íslendingum.
Hins vegar er áhugavert að áætl-
unin sé að líta dagsins ljós löngu
á eftir áætlun en um mitt ár 2014
var boðað að hún yrði lögð fram
fyrir árslok. Afar skiljanlegt er því
að Ófeigur Tryggvi Þorgeirsson,
formaður ráðgjafarhópsins, gagn-
rýni stjórnsýsluna fyrir þriggja ára
seinagang. thorgnyr@frettabladid.is
1 3 . a p r í l 2 0 1 7 F I M M T U D a G U r12 s k o ð U n ∙ F r É T T a B l a ð I ð
SKOÐUN
1
3
-0
4
-2
0
1
7
0
4
:3
5
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
C
A
9
-1
D
8
8
1
C
A
9
-1
C
4
C
1
C
A
9
-1
B
1
0
1
C
A
9
-1
9
D
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
A
F
B
0
4
8
s
_
1
2
_
4
_
2
0
1
7
C
M
Y
K