Fréttablaðið - 13.04.2017, Page 20
Við erum svo vön að tengja blóm við liti,
maður kaupir sér t.d. gul sumar-
blóm, af því að þau eru gul en
ekki af því að þau eru svona eða
hinsegin í laginu.
Innilegar þakkir færum við öllum
þeim sem sýndu hluttekningu og
hlýhug við andlát
Sólveigar Jónsson
hjúkrunarfræðings og píanóleikara.
Kirkjugestir, prestur, tónlistarfólk,
útfararþjónusta og allir sem sendu blóm,
kveðjur og skeyti hrærðu hug okkar. Sérstakar þakkir
fær allt starfsfólk Hrafnistu í Hafnarfirði sem annaðist
Sólveigu af miklu kærleiksþeli undanfarin ár.
Jón Hjörleifur Jónsson
Sólveig Hjördís Jónsdóttir Stefán Stefánsson
Kristín Guðrún Jónsdóttir Jón Thoroddsen
Jón Árni Jónsson Linda Dís Guðbergsdóttir
Kolbrún Sif Muchiutti Ricardo Muchiutti
barnabörn, makar og barnabarnabörn.
Útför ástkærs föður míns, afa,
tengdaföður og langafa,
Ólafs Guðmundssonar
fyrrverandi forstjóra Sölumiðstöðvar
hraðfrystihúsanna í Bretlandi,
sem lést á heimili sínu í Bretlandi,
þriðjudaginn 14. mars, fer fram frá
Neskirkju föstudaginn 21. apríl kl. 13.00.
Guðmundur Bjarni Ólafsson Catherine Stormont
Richard Jón Ólafsson Elena Ólafsson
Robert Pétur Ólafsson Caroline Tweddle
Andrew Ólafsson
Anna Ólafsson
Elfa Halldóra Ólafsson
Ástkær móðir okkar,
amma og langamma,
Pálína Eggertsdóttir
Hvassaleiti 58, Reykjavík,
andaðist á hjúkrunarheimilinu
Grund 5. apríl síðastliðinn.
Útförin fer fram frá Grensáskirkju
þriðjudaginn 18. apríl kl. 15.00.
Ástríður Ebba Arnórsdóttir
Stella Valgerður Arnórsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Þökkum hlýjar kveðjur og auðsýnda
samúð vegna fráfalls ástkærrar móður,
tengdamóður, ömmu og langömmu,
Jónu Bertu Jónsdóttur
Lindarsíðu 4,
Akureyri.
Sérstakar þakkir fær allt það yndislega
fólk sem annaðist hana í veikindum hennar.
Þorgerður, Guðmundur og Sigurður.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
Sigrún Dagbjört Marín
Pétursdóttir
áður til heimilis að Kársnesbraut 71,
Kópavogi,
lést á Hrafnistu í Hafnarfirði
föstudaginn 7. apríl. Hún verður jarðsungin frá
Kópavogskirkju miðvikudaginn 19. apríl kl. 13.
Kristján Helgi Jóhannsson Brynja Baldursdóttir
Rúdólf Jóhannsson Hrönn Kristinsdóttir
Ari Jóhannsson Anna Ingibergsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
Elín Kristbergsdóttir
Lækjargötu 32, Hafnarfirði,
lést mánudaginn 10. apríl 2017.
Útförin verður auglýst síðar.
Kristján S. Sigurgeirsson
Friðrik Friðriksson Guðrún Helga Sigurðardóttir
Herborg Friðriksdóttir Guðjón Ágúst Sigurðarson
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær móðir mín, tengdamóðir,
amma og langamma,
Gréta María Ámundadóttir
Efstalandi 20
(áður Akurgerði 22),
lést 7. apríl sl. á hjartadeild
Landspítalans. Útför hennar fer fram frá
Háteigskirkju miðvikudaginn 19. apríl klukkan 14.
Þeim sem vildu minnast hennar er bent á að láta
Einhverfusamtökin njóta þess.
Íris Árnadóttir Jakob Þorsteinsson
Davíð Andri Jakobsson
Alex Árni Jakobsson
Aron Jakobsson
Kristófer Árni og Alexander Helgi
Innilegar þakkir til ykkar allra sem
sýnduð okkur hlýhug og samúð við
andlát og útför eiginmanns míns,
föður okkar, tengdaföður, afa
og langafa,
Þóris Jóhannssonar
frá Syðra-Lágafelli, Miklaholtshreppi,
sem lést á hjúkrunarheimilinu Droplaugarstöðum þann
30. mars sl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins
látna. Starfsfólki Droplaugarstaða sendum við hlýjar
kveðjur fyrir góða umönnun.
Ingibjörg Þórðardóttir
Ingibjörg Sveina Þórisdóttir Georg Hauksson
Einar Björn Þórður Þórisson Hafrún Sigurðardóttir
Anna Þórisdóttir Daði Hreinsson
barnabörn og barnabarnabörn.
Þetta eru ný verk í bland við gömul verk. Þetta eru þó aðallega málverk sem ég hef verið að vinna núna í haust og í fyrra,“ segir listakonan Linda Björk Óladóttir sem
hefur unnið með blómaþema síðan árið
2014.
Linda vinnur með blóm á fremur
óvenjulegan hátt en hún stækkar þau
upp og tekur litinn úr þeim. „Með þess
ari aðferð legg ég meiri áherslu á formið
sem við horfum venjulega ekki á, þetta
er svolítið eins og að setja blóm undir
smásjá. Og svo vinn ég með grátóna
skala.
Við erum svo vön að tengja blóm við
liti, maður kaupir sér t.d. gul sumarblóm,
af því að þau eru gul en ekki af því að þau
eru svona eða hinsegin í laginu. En mér
finnst form og áferð blómanna heillandi
og það er það sem ég hef verið að glíma
við í málun og teikningu undanfarið.
Það er mjög skemmtilegt að einblína á
formið því blómin hafa öll sinn karakter
sem gaman er að spá í.“
Í bakgrunni er svo hör. „Já, ég mála
á hör en skil hörinn eftir í bakgrunni,
þannig að hann fær algjörlega að njóta
sín.“
Á meðan á samtali við blaðamann
stóð var Linda að leggja lokahönd á
málverk sýningarinnar. „Ég rek vinnu
stofu, held námskeið og geri ýmislegt
annað listatengt og það er búið að vera
mikið að gera. Þannig að ég er að leggja
lokahönd á sýninguna núna, það verður
eitthvert verk blautt á opnun sýningar
innar,“ segir Linda og hlær.
Þess má geta að sýningin Í blóma
verður opnuð í dag klukkan 14.00 og er
opin til 17. apríl. „Sýningin er bara opin
þessa helgi, en hún er opin alla dagana
fram að 17. apríl,“ segir Linda að lokum.
gudnyhronn@365.is
Það verður eitthvert verk
blautt á sýningunni
Listakonan Linda Björk Óladóttir opnar sína áttundu einkasýningu, Í blóma, í dag í
Mjólkurbúðinni á Akureyri. Á þessari sýningu eru blóm í aðalhlutverki en þau málar
Linda með olíu á hör. Í stað þess að einblína á lit blómanna leggur hún áherslu á formið.
Blóm eru í aðalhlutverki á sýningu Lindu, Í blóma, sem verður opnuð í dag.
1 3 . a p r í l 2 0 1 7 F I M M T U D a G U r20 T í M a M ó T ∙ F r É T T a B l a ð I ð
tímamót
Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli
og útfarir má senda á netfangið
timamot@365.is.
Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is
eða hringja í síma 512 5000.
1
3
-0
4
-2
0
1
7
0
4
:3
5
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
C
A
9
-4
E
E
8
1
C
A
9
-4
D
A
C
1
C
A
9
-4
C
7
0
1
C
A
9
-4
B
3
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
A
F
B
0
4
8
s
_
1
2
_
4
_
2
0
1
7
C
M
Y
K