Fréttablaðið - 13.04.2017, Side 34

Fréttablaðið - 13.04.2017, Side 34
Leikhús Fyrirlestur um eitthvað fallegt: gamanverk um kvíða HHHHH Tjarnarbíó Höfundur: SmartíLab-hópurinn Leikstjórn: Sara Martí Leikarar: Agnes Wild, Guðmundur Felixson, Hannes Óli Ágústsson, Kjartan Darri Kristjánsson og Sigrún Huld Skúladóttir Leikmynd og búningar: Brynja Björnsdóttir Ljósahönnun: Arnar Ingvarsson Hljóðmynd og myndbönd: SmartíLab-hópurinn Árið 1950 söng Judy Garland eitt af sínum frægustu númerum í kvik­ myndinni Summer Stock. ‘Get Happy’ átti eftir að verða eitt af hennar lykilnúmerum og dans­ atriðið goðsagnakennt. Það sem færri vita er að hún var svo djúpt sokkin í lyfjaneyslu á þessum tíma að atriðið var tekið upp mánuðum eftir að upptökum lauk. Langvar­ andi kvíði hennar og óánægja með eigin líkama varð henni að lokum að falli, og dó hún fyrir aldur fram. Kvíðinn getur nefnilega bæði verið lamandi en líka uppspretta fyrir listræna sköpun. Þetta er línan sem SmartíLab hópurinn reynir að dansa á í sýningunni Fyrirlestur um eitthvað fallegt, frumsýndur í Tjarnarbíó síðastliðinn sunnudag. Baldur er listamaður á kafi í vinnu að sínu nýjasta verki en er beðinn um að halda ræðu á versta tíma og í miðjum ræðuhöldunum fær hann óstjórnanlegt kvíðakast. Hópurinn allur er skrifaður fyrir handritinu þar sem mismunandi kvíðasögur þræðast saman í bland við kómísk innslög. Sara Martí leikstýrir og finnur oft vandaðar lausnir til þess að láta atriðin flæða. Forvitnilegt verður að fylgjast með hennar listrænu þróun á næstu misserum. Vandamálið er að sýn­ ingin og handritið á það til að vera heldur bókstafleg og og lopinn er teygður óþarflega. Sem dæmi má nefna leikmynd­ ina en sýningin á að gerast inni í heilanum á Baldri. Leikmynda­ hönnuðurinn hæfileikaríki Brynja Björnsdóttir smíðar tilkomumikla grind sem trónir á sviðinu miðju en spyrja má hvort hún hafi verið besta lausnin fyrir sýninguna. Búningarn­ ir eru því miður ekkert sérstaklega spennandi heldur frekar samtíning­ ur af misfallegum rauðum flíkum. Hljóðmyndin og myndbandsvinnan er líka í höndum hópsins og glímir við sama vandamál. Stundum er hún virkilega áhrifarík en í öðrum atriðum, s.s. þegar ein persónan líkir kvíðanum við ljón, alltof ein­ föld. Aftur á móti er lýsing Arnars Ingvarsson einstaklega vel heppnuð þrátt fyrir einfaldleikann og skyggir leikmyndina fallega. Leikararnir Agnes Wild, Guð­ mundur Felixson, Hannes Óli Ágústsson, Kjartan Darri Krist­ jánsson og Sigrún Huld Skúladóttir vinna vel saman og fá öll tækifæri til þess að skína. Öll leika þau mis­ munandi útgáfur af Baldri, þar á meðal raddirnar í höfðinu á honum, en einnig persónur sem takast á við kvíða á mismunandi hátt. Sig­ rún Huld er grátbrosleg sem unga konan að undirbúa sig fyrir stefnu­ mót, Guðmundur bráðfyndinn sem Kvíðamaðurinn og frammistaða Kjartans Darra oft á tíðum virki­ lega góð. Hann hefur bæði taktinn og einlægnina til að vaxa enn frekar. Hannes Óli hefur alveg einstak­ lega traustvekjandi sviðsveru og á auðvelt með að vekja samúð áhorf­ enda en á sama tíma kitla hlátur­ taugarnar, oft með fáum orðum. Eitt af áhrifaríkustu atriðunum er undir tónum ‘Get Happy’ sungið af Judy Garland á meðan Agnes klemmir þvottaklemmur á líkama sinn. Ekk­ ert er sagt heldur er áhorfendum gefið tækifæri til þess að upplifa kvíðann á sínum eigin forsendum, nánast á sínu eigin skinni. Fyrirlestur um eitthvað fallegt rokkar á milli þess að hitta beint í mark og jaðra á öðrum stundum við áhugamannaleikhús. Aftur á móti er rík ástæða til að hvetja fólk til þess að gefa SmartíLab tækifæri til að koma á óvart, fræða og skemmta. Sigríður Jónsdóttir Niðurstaða: Skondin sýning um mikilvægt málefni en listræna dirfsku skortir. Hinn kómíski kvíði Það er rík ástæða til að gefa SmartíLab tækifæri til að koma á óvart, fræða og skemmta, segir í leikdómi. Mynd/Geirix tóNList Freyjujazz HHHHH Greta Salóme, Gunnar Hilmarsson og Leifur Gunnarsson komu fram á Freyjujazzi. Listasafn Íslands Þriðjudagur 11. apríl Ég kom við í Listasafni Íslands í hádeginu á þriðjudaginn. Leiðin lá fyrst í kaffiteríuna, en á meðan ég var að ganga upp stigann heyrðist ofsafenginn hljóðfæraleikur. Hann barst að neðan og var vægast sagt framandi. Þetta var auðheyri­ lega sígaunatónlist. Laglínurnar voru flúraðar, sterk austurlensk áhrif voru greinanleg, takturinn var skoppandi, hljómagangurinn líflegur og mikið um svokallaða minnkaða hljóma. Til að kóróna allt var fiðlan í forgrunni. Þetta var Greta Salóme sem var að hita sig upp. Hún var að fara að koma fram á tónleikum. Lands­ menn þekkja Gretu fyrst og fremst sem fulltrúa þjóðarinnar á Euro­ vison fyrir skemmstu. Hún er þó ekki bara poppdíva og lagasmiður, heldur hámenntaður fiðluleikari sem á m.a. heima í Sinfóníuhljóm­ sveit Íslands. Hún er augljóslega ákaflega fjölhæf. Með Gretu spiluðu Gunnar Hilm­ arsson á gítar og Leifur Gunnars­ son á kontrabassa. Dagskráin ein­ kenndist af sígaunastíl. Slík tónlist er sjaldheyrð á Íslandi, en þó ekki. Haydn, Brahms, Mozart og félagar eru fluttir hér í hverri viku á hinum og þessum tónleikum, og þeir voru hugfangnir af tónlist sígauna. Kaflar í verkum þeirra eru innblásnir af slíkri músík, og maður heyrir þá oft. Greta var hins vegar ekki að spila klassík heldur djass og henni fórst það einstaklega vel úr hendi. Leikstíllinn minnti mjög á Steph­ ane Grappelli, tónarnir voru tærir en samt dásamlega tvíræðir, eins mótsagnarkennt og það hljómar. Hrynjandin var hárnákvæm og alls konar hröð tónahlaup voru létt og leikandi. Tónleikarnir voru hluti af röð sem hefur vakið töluverða athygli. Hún ber heitið Freyjujazz og er hugarfóstur Sunnu Gunnlaugs djasspíanista. Markmiðið, fyrir utan það að skemmta áheyrendum, er að auka veg kvenna í djassinum. Það kemur því alltaf fram a.m.k. ein kona á tónleikum raðarinnar. Sem fyrr segir var sígaunastíllinn þema tónleikanna, en það voru undantekningar. Moon River er ekkert sígaunalag. Það var þó ákaf­ lega fallega spilað, fiðlan var draum­ kennd og ljóðræn. Eitt lagið á dag­ skránni var eftir móður Gretu, það var fjörlegt og grípandi. Meðleikararnir voru magnaðir. Gunnar Hilmarsson á gítarnum var frábær. Hann spilaði af gríðarlegri fimi og innlifun, svo mjög að það var alveg einstakt. Leifur á bassann var líka afar rytmískur og kröftugur. Samspil þeirra þriggja var vandað og samtaka, þau spiluðu eins og ein manneskja. Þetta var skemmtileg stund. Hádegistónleikar eru notaleg leið til að brjóta upp daginn og hverfa frá amstrinu. Oftast er talað um flótta frá veruleikanum sem eitthvað nei­ kvætt, en svo þarf aldeilis ekki að vera. Stundum er gott að gleyma sér aðeins og hvað er þá betra en lifandi og safarík tónlist? Jónas Sen Niðurstaða: Sígaunadjass í Lista- safninu var flottur. Greta Salóme fór á kostum ALLTAF VIÐ HÖNDINA Þú getur lesið Fréttablaðið í heild sinni á Vísi og í Fréttablaðs-appinu ... allt sem þú þarft Þú færð appið á visir.is/fbl eða beint í gegnum Urðarhvarfi 4 / 203 Kópavogi Sími 557 4848 / www.nitro.is FERMINGAGJAFIR Bensín- og rafmagnsvespur á góðu verði 199.900,- Svört, rauð eða grá 149.900,- Svört, rauð eða hvít KEMUR 1. APRÍL Þarf ekki próf, tryggja eða skrá! ára s. 511 1100 | www.rymi.is ...fyrir alla muni SMÁVÖRUHILLUR OG SKÁPAR Hágæða amerísk heilsurúm sem auðvelt er að elska Sofðu rótt í alla nótt 1 3 . a p r í L 2 0 1 7 F i M M t u D a G u r26 M e N N i N G ∙ F r É t t a B L a ð i ð menning 1 3 -0 4 -2 0 1 7 0 4 :3 5 F B 0 4 8 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 C A 9 -3 B 2 8 1 C A 9 -3 9 E C 1 C A 9 -3 8 B 0 1 C A 9 -3 7 7 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 4 8 s _ 1 2 _ 4 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.